Blygðunarkennd þjóðarinnar

Blygðunarkennd er sú kennd sem er ein sú merkilegasta af öllum okkar „kenndum“ í nútíma samfélagi. Almennt er rætt um hana, ekkert fjölskylduboð er ómissandi án þess að einhver tjáir hversu mikið sinni blygðunarkennd sé misboðið. Hvort sem það hafi gerst í þeirra daglega lífi eða eitthvað er tekið upp úr virtum dægurfjölmiðlum. En hvað er blygðunarkennd og af hverju er hún svona stór partur í okkar samfélagi.

Blygðunarkennd er sú kennd sem er ein sú merkilegasta af öllum okkar „kenndum“ í nútíma samfélagi. Almennt er rætt um hana, ekkert fjölskylduboð er ómissandi án þess að einhver tjáir hversu mikið sinni blygðunarkennd sé misboðið. Hvort sem það hafi gerst í þeirra daglega lífi eða eitthvað er tekið upp úr virtum dægurfjölmiðlum. En hvað er blygðunarkennd og af hverju er hún svona stór partur í okkar samfélagi.

Til að henda reiður á hvað þessi kennd er og hvernig hún lítur út er vert að hugsa um hana eins og hvern annan hlut. En þá vandast málið. Blygðunarkennd er óáþreifanleg. Ætli hún sé ekki eins og hin blessaða fegurð sem allir eru að tala um.
Þegar rætt er um fegurð kemur oftar en ekki fyrir að hver einstaklingur hefur sína skoðun á því hvað er fallegt. Undirritaður er mjög hrifinn af hinum frægu sportbílum sem Audi framleiðir eins og margir aðrir. En það er víst til einhver þjóðflokkur sem lítur á höfuðsamkeppnisaðila fyrirtækisins, BMW, sem mun fallegri og sportlegri bíl. Ætli það sé ekki sönnun fyrir því að fegurðin er afstæð í huga fólks.

Þegar undirritaður sat nýlega og drakk sunnudagskaffið með eiginkonunni á Café París lék dóttirin við jafnaldra dreng sem sat hjá móður sinni á nágrannaborðinu. Sú hélt á ungabarni í skauti sér. Eftir dágóða stund varð barnið ókyrrt og við það lét hún hulu falla og gaf ungabarninu brjóst fyrir framan alla á kaffihúsinu. Persónulega truflaði það ekki undirritaðan en það voru eldri hjón sem litu með vanþóknun á þessa athöfn, hóuðu í þjóninn og spurðu hvort hann gæti beðið ungu móðurina að hætta eða hylja brjóstið sitt. Geri ráð fyrir að blygðunarkennd þeirra hafi verið misboðið.

Ætli að blygðunarkenndin sé ekki þrátt fyrir allt huglæg alveg eins og fegurðin, óáþreifanleg. Því verðum við að greina hana eins við greinum fegurð, að hún er jafn afstæð eða fjölbreytileg og við erum mörg.

Ef litið er nánar á þær greinar sem birtar eru á hinum fjölmörgu bloggum og fréttablöðum þá eru merkilegar margar greinar, skoðanir eða almennar fréttir skrifaðar út frá blygðunarkenndinni. Ekki má dansa í kringum súlu án þess að einhver hneykslist, sumum blöskrar ef einhver er með hærri mánaðarlaun en meðallaunin í samfélaginu o.s.frv. Sem betur fer lifum við í samfélagi þar sem málfrelsi er við lýði og oftar en ekki les undirritaður þessar greinar með morgunkaffinu sér til dægrastyttingar og vegur hvort eitthvað sé áhugavert eður ei.

Blygðunarkennd verður að áhyggjuefni þegar hún umbreytist í þráhyggju. Í nútímasamfélagi þá er alltof oft sem einstaklingar fyllast þeirri hvöt að þröngva blygðunarkennd sinni upp á aðra í kringum sig. Hættulegt verður það samt sem áður fyrst þegar þessir sömu einstaklingar fá pólitísk völd í hendurnar. Þá er ekki nóg að tala um hversu blygðunarkenndinni er misboðið, því verður að taka skrefið lengra og semja lög til að banna allt sem misbýður blygðunarkenndinni þeirra í trú um að það sé öllum öðrum til heilla. Því miður er það oftast gert án þess að hinn þögli meirihlutinn sé spurður.

Lagasetningarnar geta verið mismunandi. Körlum og konum verður allt í einu ekki lengur heimilt að dansa nakið nema það sé viðurkennd list af Listaháskólanum. Nefnd sérfræðinga í vitri stofnun sem fær heitið „Fjölmiðlastofa“ vill ákveða hvaða sjónvarpsefni er best fyrir landann og ríkisstyrkt Lýðheilsustofnun fær fullt af fjármagni til þess að auglýsa hvað er hollt fyrir okkur og hverju við eigum að sleppa. Skattar eru lagðir á vörur eins og hinn hræðilega sykur sem ekki er æskilegur fyrir almenning, því verður að bjarga almenningi frá honum með neyslustýringu. Þráhyggjan í gegnum blygðunarkenndina verður svo rosaleg að í stað þess að einblína á hin RAUNVERULEGU verkefni kjörinna pólitíkusa þá fá þessar lagasetningar, byggðar á hinni óáþreifanlegu blygðunarkennd, forgang.

Lög og lagasetningar eiga rétt á sér, við búum í réttaríki. En þessi lög eiga að mynda ákveðnar lágmarks leikreglur fyrir hinn frjálsa einstakling en ekki taka við uppeldishlutverki foreldra okkar.

Latest posts by Hallgrímur Viðar Arnarson (see all)