Þú gerir ekki neitt!

Einu sinni fyrir all nokkrum árum síðan fór ég á fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands. Efnið var stórmerkilegt enda var umræðuefnið ein stærsta framkvæmd í sögu þjóðarinnar, Kárahnjúkavirkjun. Þarna voru saman komnir hagfræðingur, verkfræðingur og náttúruunnandi og allir höfðu þeir sína skoðu á hvort þetta væri skynsamlegt eða ekki. En það sem hefur setið mest í mér síðan þennan dag er ekki niðurstaðan sjálf heldur það sem var sagt.

Einu sinni fyrir all nokkrum árum síðan fór ég á fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands. Efnið var stórmerkilegt enda var umræðuefnið ein stærsta framkvæmd í sögu þjóðarinnar, Kárahnjúkavirkjun. Þarna voru saman komnir hagfræðingur, verkfræðingur og náttúruunnandi og allir höfðu þeir sína skoðu á hvort þetta væri skynsamlegt eða ekki. En það sem hefur setið mest í mér síðan þennan dag er ekki niðurstaðan sjálf heldur það sem var sagt.

Einn nemandanna í salnum spurði náttúruunnandann hvar hann teldi að skynsamlegra væri að virkja í staðinn fyrir Kárahnjuka. Svarið koma að vísu ekki frá þeim sem var spurður heldur öðrum fyrirlesara. Það var nefnilega þarna inn í stofu 101 í VRII sem ég lærði að sá sem gagnrýnir á ekki að koma með nýjar hugmyndir, hann á bara að gagnrýna. Það er hans hlutverk.

Þetta hefur væntanlega virkað vel fyrir alla en gallinn er að nú næstum tíu árum síðar hafa allir rödd. Við erum öll gagnrýnendur í gegnum internetið. Hver önnur getur ástæðan verið að nú heilum tveimur árum eftir bankahrun hefur ekkert gerst. Það er eins og að allir hafi bara setið og rifist á meðan að eyjan fagra er við það að sökkva í sæ.

Stjórnmálamenn vilja eflaust meina að margt hafi verið gert en staðreyndin er bara allt önnur. Hluturnir virðast ekki vera að batna. Enn er ég að hitta vini mína sem eru að missa vinnuna, lesa um fyrirtæki sem eru að fara á hausinn og sjálfur hugsa ég annað slagið um hvort það væri ekki bara best að flytja af landi brott, því að hvernig getur þetta eiginlega batnað?

Það er eins og að með upplýsingaöldinni hafi allir gerendurnir horfið af yfirborði jarðar og eftir eru bara þeir sem gagnrýna. Lítið bara á þær hugmyndir sem komið hafa fram eftir hrun. Engin þeirra virðist vera nægilega góð því að hver hagsmuna hópurinn á fætur öðrum virðist reyna að kjafta þær í kaf. Það eina sem að menn gátu mátulega sætt sig við var ferðamannaiðnaðurinn en nú gengur það ekki lengur sökum náttúruspjalla, að mati umhverfisráðuneytisins.

Ég legg til að við hættum þessu nú á stundinni. Ef einhver ætlar sér að koma fram í fréttum, skrifa í blöðin, tala í Silfrinu eða bara leggja eitthvað til þjóðfélagsumræðunnar þá er í góðu lagi að gagnrýna þær hugmyndir sem komnar eru á borðið ef einungis þú getur komið með einhverjar aðrar í staðinn. Því síðast þegar ég gáði þá er það bara atvinna sem sér fólki fyrir lifibrauði en ekki innantómt þvaður um hvað má ekki gera.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.