Nafnið eitt og innantómt

Deiglan leitar sífellt upplýsingar og þáttur í þeirri viðleitni er að horfa á sjónvarp. Í gærkvöldi var á dagskrá á SKJÁEINUM þátturinn Pétur og Páll, þar sem fjallað var ítarlega um félag ungra femínista á Íslandi, Bríeti.

Deiglan leitar sífellt upplýsingar og þáttur í þeirri viðleitni er að horfa á sjónvarp. Í gærkvöldi var á dagskrá á SKJÁEINUM þátturinn Pétur og Páll, þar sem fjallað var ítarlega um félag ungra femínista á Íslandi, Bríeti. Ýmislegt fróðlegt kom fram í þættinum, eins og t.d. að félagar í Bríeti væru að mestu gamlar vinkonur úr Menntaskólanum við Sund, sem hefðu hafið nám í sama tíma í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

Þær stöllur úr Bríeti virðast líta á sig sem nútíma kvenhetjur, verðuga arftaka kvenna á borð við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og Auði Auðuns. Deiglan þekkir kvenhetjur og fullyrðir, að engar slíkar voru í þættinum Pétur og Páll á SKJÁEINUM í gærkvöldi.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.