Samhengi hlutanna

Tvær fréttir vöktu athygli Deiglunnar í sjónvarpinu í gærkvöldi. Annars vegar fréttir af gífurlegri kostnaðaraukningu í heilbrigðiskerfinu vegna launahækkana ákveðinna starfstétta í þeim geira, og hins vegar mótmæli opinberra starfsmanna við frumvarpi til laga frá fjármálaráðherra, sem m.a. miðar að því að stemma stigu við hópuppsögnum og öðrum aðferðum opinberum starfsmanna, sem beitt hefur verið í kjarabaráttu á síðustu árum.

Tvær fréttir vöktu athygli Deiglunnar í sjónvarpinu í gærkvöldi. Annars vegar fréttir af gífurlegri kostnaðaraukningu í heilbrigðiskerfinu vegna launahækkana ákveðinna starfstétta í þeim geira, og hins vegar mótmæli opinberra starfsmanna við frumvarpi til laga frá fjármálaráðherra, sem m.a. miðar að því að stemma stigu við hópuppsögnum og öðrum aðferðum opinberum starfsmanna, sem beitt hefur verið í kjarabaráttu á síðustu árum.

Samhengi þessara frétta virtist algjörlega fara framhjá fréttastofum beggja sjónvarpsstöðva. Hinar miklu launahækkanir voru jú þvingaðar fram með því að tilteknir hópar starfsmanna héldu heilbrigðisstofnunum í gíslingu. Halda hefði mátt þessum launahækkunum innan skynsamlegra marka ef ekki hefði verið fyrir þessar aðgerðir starfsmannanna. Aðgerðirnar skiluðu þessum hópum margföldum kjarabótum á við aðra launþega sem stóðu við gerða kjarasamninga og afleiðing er gífurlegur hallarekstur á heilbrigðiskerfinu.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.