Svara ber kalli tímans

Í gær reið borgarstjóri niður Laugarveg í hestvagni til að marka upphaf jólaverslunar í miðbænum. Af því tilefni voru einnig tendruð jólaljós og jólasveinar skemmtu börnum.

Í gær reið borgarstjóri niður Laugarveg í hestvagni til að marka upphaf jólaverslunar í miðbænum. Af því tilefni voru einnig tendruð jólaljós og jólasveinar skemmtu börnum. Deiglan hefur fulla samúð með barnafólki, sem á erfitt með að útskýra fyrir börnum sínum, af hverju ekkert er ennþá farið að koma í skóinn nú þegar jólasveinarnir eru löngu komnir til byggða, eins og sjá má í fréttatímanum. Sú staðreynd að jólavertíð kaupmanna stendur yfir í heilan mánuð, kallar einfaldlega á fleiri jólasveina. Aðventan er 28 til 34 dagar og lang hallkvæmast væri ef fjöldi jólasveina tæki mið af því. Þrettán jólasveinar standa einfaldlega ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra í nútímaþjóðfélagi. Sú tala er heldur ekki heilög, heldur einungis barn síns tíma. Krafa nútímans er: Fleiri jólasveina!

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.