Á forsetinn að gæta bróður síns?

Ólafur Ragnar Grímsson, sem 2/5 hlutar íslensku þjóðarinnar kusu forseta fyrir nokkrum árum, ávarpaði þjóð sína í gær. Margt kom fram í máli forsetans en megináherslu lagði hann á þær áhyggjur sínar, að samhjálpin í íslensku þjóðfélagi væri í hættu. Bilið milli ríkra og fátækra væri stöðugt að breikka og þeir efnameiri gerðu leggðu minna af mörkum til hinna efnaminni en hollt gæti talist.

Ólafur Ragnar Grímsson, sem 2/5 hlutar íslensku þjóðarinnar kusu forseta fyrir nokkrum árum, ávarpaði þjóð sína í gær. Margt kom fram í máli forsetans en megináherslu lagði hann á þær áhyggjur sínar, að samhjálpin í íslensku þjóðfélagi væri í hættu. Bilið milli ríkra og fátækra væri stöðugt að breikka og þeir efnameiri gerðu leggðu minna af mörkum til hinna efnaminni en hollt gæti talist.

Þetta eru einkar athyglisverð ummæli í því ljósi, að Ólafur Ragnar Grímsson, sem um áratugaskeið hefur verið tiltölulega hátt launaður opinber starfsmaður og aldrei sem nú, er eini launamaður Íslands sem engan tekjuskatt greiðir samkvæmt lögum. M.ö.o. rennur ekki ein einasta króna úr launaumslagi Ólafs Ragnars Grímssonar til samhjálparinnar, sem hann hefur svo miklar áhyggjur af.

Vissulega má halda því fram að þannig hafi þessu verið farið með aðra forseta lýðveldisins. En munurinn á þeim og Ólafi Ragnari er kannski sá, að hann sagði í aðdraganda forsetakosninga að skattfríðindi forsetans ætti að afnema. Hvorki hósti né stuna um slíkt afnám hefur þó heyrst úr skattaparadísina að Bessastöðum eftir að Ólafur Ragnar settist þar að.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.