Gleðilegt ár!

Deiglan óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina undanfarin ár.

Deiglan óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina undanfarin ár.

Flestir Íslendingar kusu að fagna aldamótum um þessi áramót en því miður er sá fögnuður nokkuð ótímabær. Í fyrsta bindi bókar Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræðings, um Einar Benediktsson, lýsir hann með eftirminnilegum hætti miklum hátíðarhöldum í Reykjavík áramótin 1900-1901, en þá fögnuðu landsmenn innreið nýrrar aldar. Tuttugusta öldin í Reykjavík var því samkvæmt þessu einungis 99 ár. Hún hófst áramótin 1900-1901 og henni lauk áramótin 1999-2000.

Hið rétta er auðvitað að árið 2000 er síðasta ár tuttugustu aldarinnar og því ganga aldamót ekki í garð fyrir um næstu áramót. Til grundvallar þessu liggur sú hugsun, að árið 0 hafi ekki verið til, heldur hafi Jesús fæðst árið 1 eftir Krist. Reyndar er nú almennt viðurkennt að fæðingu Frelsarans hafi borið upp 4-7 árum fyrr en miðað var við er núverandi tímatal var tekið upp og 21. öldin því hvort eð er í raun réttri þegar gengin í garð.

En hvað sem þeim hugleiðingum líður virðist rétt að miða aldamótin við næstu áramót og fylgja þar með fordæmi þeirra sem lifðu síðustu aldahvörf. Víkverji Morgunblaðsins vitnaði skömmu fyrir áramótin til skrifa Jóns Ólafssonar, ritstjóra Þjóðólfs, um síðustu aldamót. Þar segir Jón að allar helstu þjóðir Evrópu, nema Þjóðverjar, miði aldamótin við 1. janúar 1901.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.