Spilakassar og líflátshótanir

Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri-grænna og formanni BSRB, hefur að sögn verið hótað lífláti vegna þingmáls sem hann hefur flutt ásamt öðrum um bann við spilakössum. Hótun um líflát er ekkert gamanmál og í tilviki Ögmundar ber að taka slíkt sérstaklega alvarlega. En þótt Deiglan sé á þeirri skoðun að flutningur frumvarpsins sé ekki dauðasök, er engu að síður ýmislegt við þessar tillögur að athuga.

Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri-grænna og formanni BSRB, hefur að sögn verið hótað lífláti vegna þingmáls sem hann hefur flutt ásamt öðrum um bann við spilakössum. Hótun um líflát er ekkert gamanmál og í tilviki Ögmundar ber að taka slíkt sérstaklega alvarlega. En þótt Deiglan sé á þeirri skoðun að flutningur frumvarpsins sé ekki dauðasök, er engu að síður ýmislegt við þessar tillögur að athuga.

Í þeim birtist vitaskuld nakin forræðishyggja, þ.e. að ríkisvaldið eigi að hafa vit fyrir fólki. Nú er því þannig farið með spilakassana að ágóðinn af þeim rennur til styrktar málefnum sem almennt er talið að séu göfug. Fjárhættuspilarnir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja, flestir að gamni sínu en sumir af nautn. Skilin milli nautnar og fíknar eru oft óskýr. Eflaust hafa einhverjir farið illa út úr ásókn sinni í spilakassana, en réttlætir það algjört bann við þeim?

Sumir fara iðulega illa út úr hlutabréfakaupum, sama hvað þeir reyna, og tapa gjarnan háum upphæðum. Öðrum, t.a.m. ákveðnum forsetum í ákveðnum borgarstjórnum, virðist ómögulegt að stofna fyrirtæki án þess að það fari á hausinn. Á þá að banna hlutabréfaviðskipti eða einkafyrirtæki? Í hlutabréfaviðskiptum geta menn misst aleiguna á einni nóttu. Varla er nokkur svo fljótur að spila frá sér aleiguna í spilakassa?

Þegar öllu er á botninn hvolft er ljóst, að margar hættur verða á vegi fólks á lífsleiðinni. Við þessu vilja forræðishyggjumenn bregðast með því að ríkisvaldi hafi vit fyrir fólki. En það er einfaldlega ekki hægt að setja lög sem koma í veg fyrir að dómgreindin yfirgefi menn á köflum. Slík tilhneiging ríkisvaldsins endar alltaf með skelfingu.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.