Háttvísi í fréttaflutningi

Eins og alþjóð er nú kunnugt, var framið voðaverk í Reykjavík sl. föstudagskvöld þegar háaldraðri konu var ráðinn bani. Því miður eru morð framin á Íslandi annað veifið og eru slíkir atburðir að sjálfsögðu fréttnæmir.

Eins og alþjóð er nú kunnugt, var framið voðaverk í Reykjavík sl. föstudagskvöld þegar háaldraðri konu var ráðinn bani. Því miður eru morð framin á Íslandi annað veifið og eru slíkir atburðir að sjálfsögðu fréttnæmir. Fjölmiðlar eiga að greina frá slíku en þó er ekki sama hvernig það er gert. Frétt Stöðvar 2 sl. sunnudagskvöld af málinu er ágætt dæmi um hvernig á ekki að standa að fréttaflutningi í svona málum.

Þar sagði Eggert Skúlason, fréttamaður, að hvergi í dómskerfinu hefðu fengist nein svör varðandi málið og meira segja héraðsdómarinn, sem úrskurðaði um gæsluvarðhald, vildi ekki greina frá málsatvikum(!). Þrátt fyrir þessa þögn greindi fréttamaðurinn frá því að fréttastofa Stöðvar 2 hefði vitneskju fyrir því að morðvopnið væri hnífur. Í framhaldinu sá fréttamaður sérstaka ástæðu til þess að greina nákvæmlega frá aðferð ógæfumannsins og hefði orðalag Eggerts Skúlasonar sómt sér betur í þáttum hans Sporðaköst.

Ástæðan fyrir þessari viðkvæmni Deiglunnar er sú staðreynd, að íslenskt þjóðfélag er agnarsmátt. Lengi hafa fjölmiðlar sýnt þá háttvísi að auka ekki á ógæfu fólks, með lýsingum sem ekki hafa neitt upplýsingargildi, en auka þó vissulega áhrifamátt fréttarinnar. Nú er ekki ósennilegt að fórnarlambið hafi verið amma og jafnvel langamma einhvers. Tilhlýðileg virðing fyrir eftirlifandi aðstandendum og hinni látnu á að vega þyngra en það sjónarmið, að fréttin sé sem áhrifaríkust.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.