Senn líður að mestu ferðahelgi ársins og því ekki úr vegi að staldra við og meta háttsemi ferðalanga, og annarra þeirra sem kunna að leggja land undir fót, á mælikvarða þeirra viðmiða sem samfélaginu eru sett í formi löggjafar. Þannig er nefnilega mál með vexti að hægt er að slá því föstu að á fáum tímabilum á árinu eru jafnmörg lögbrot framin og einmitt þessa helgi.
Í stað þess að gera lánasamninga við banka og sparisjóði hefði Íbúðalánsjóður átt að greiða upp skuldir sínar með því að kaupa íbúðabréf á markaði. Þessi leið er í senn rökrétt framhald af uppgreiðslu húsbréfa í húsbréfakerfinu, felur ekki í sér að sjóðurinn fari út fyrir starfsvið sitt með neinum hætti og lágmarkar áhættu sjóðsins betur en nokkur önnur leið.
Þar sem verslunarmannahelgin er á næsta leiti mun tækni- og vísindapistill dagsins fjalla um tæknina við að lifa af góða útihátíð og viðhalda stuðinu alla helgina.
Mótmæli virðast vera í tísku um þessar mundir. Grænt skyr flýgur manna á milli, tjaldbúðir reistar á Kárahnjúkum og nú virðast atvinnubílstjórar ætla að feta fótspor starfsbræðra sinna í Frakklandi og loka vegum út úr Reykjavík um Verslunarmannahelgina.
Þegar ég sé lítil börn þá verð ég alveg veik. Sumarið hefur verið mér sérstaklega erfitt þar sem ég vinn á leikskóla.
Ég held að Sjálfstæðismönnum þyki fátt auðveldara en að gagnrýna R-listann og koma með það sem þeir myndu gera og hvað þeir vildu gera ef þeir væru í meirihluta í borginni. Er R-listinn svona svakalega slæmur eða eru Sjálfstæðismenn bara fúlir að ráða ekki í borginni?
Svo virðist sem ráðið til að vinna hug og hjörtu kjósenda í næstu borgarstjórnarkosningum sé að slá fram trompum í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar. Svo sem ekki skrítið, þar sem almenningur finnur tilfinnanlega fyrir málaflokknum í augnablikinu. Gatnagerðaflækja virðist hrjá borgina og umferðaræðar stútfullar af ringluðum bílstjórum sem vita varla hvort þeir koma eða fara.
Ný heilarannsókn sýnir fram á ótrúlega líkamsstarffsemi hjá ástfangnu fólki. Ástandið lóðir við heilaskaða sökum mikillar efnaumbyltingar og líkaminn fer á hærra viðbragðsstig. Nýjasta tölublað Lifandi vísinda fer ítarlega í þessa rannsókn en hér verður stiklað á stóru og því áhugaverðasta úr rannsókninni.
Mark Twain bað menn eitt sinn að gera sér í hugalund að þeir væru asnar. Síðar bað hann menn að ímynda sér að þeir væru þingmenn. Að því loknu baðst hann afsökunar á að hafa endurtekið sig.
Í 14 gr. sammþykktar um hundahald er skýrt kveðið á um taumskyldu hunda. Því miður eru allt of margir reykvískir hundaeigendur óþolandi kærulausir og valda meðborgurum sínum óþægindum og raska ró þeirra en skv. 13 gr. sömu samþykktar skal leyfishafi gæta þess vel að slíkt gerist ekki. Það er brýnt að gripið sé til aðgerða til að stemma stigu við brotum af þessu tagi
Hlutverk hins opinbera í útvarpsrekstri er jafn óþarft og skaðlegt og í öðrum atvinnurekstri. Frjálst útvarp á Íslandi fagnaði nýverið 20 ára afmæli sínu. Löngu tímabært er að leysa útvarpsrekstur á Íslandi endanlega úr viðjum hins opinbera.
Nú þegar ágúst nálgast og fjöldi nemenda við Háskóla Íslands fara að huga að glósutækni komandi sumarprófa, hefur sólin tekið við sér. Frábært. Grillboðin streyma inn og samviskupúkinn segir þér að setjast við skrifborðið.
Einmenningskjördæmi myndu verða til þess að á Íslandi yðri til tveggjaflokkakerfi. Það hefur þann mikilvæga kost að smáflokkar eru ekki eilíflega í oddaaðstöðu. Slík kjördæmaskipan myndi líklega einnig draga úr þeim yfirþyrmandi flokksaga sem ríkir á Alþingi.
Allt útlit er fyrir að Bretar hafi framið árásirnar í Lundúnum fyrir tæpum tveimur vikum. Öruggt má telja að árásirnar séu sprottnar af misskilningi á íslömskum trúarbrögðum og hópar á slíkum villigötum eru sannarlega áhyggjuefni. Það er hins vegar furðulegt að talað sé um Breta sem hafa alla ævi alið í landinu sem innflytjendur.
Stærsta umferðarhelgi ársins nálgast sem óð fluga með tilheyrandi álagi á vegakerfið, lögreglu og ökumenn landsins. Mikið hefur verið rætt um umferðaröryggismál að undanförnu og spurningin er hvað þú ökumaður góður ætlar að gera til að bæta öryggi í umferðinni.
Stærsta samhangandi borgarsvæði Evrópu er samsett úr 33 sveitarfélögum. Engu að síður fengu Stór-Lundúnir borgarstjóra árið 2000, hinn ‘Rauða’ Ken Livingstone. Af hverju? Og hvernig hefur honum reitt af?
Nýverið tilkynnti Alþjóða ólympíunefndin að London myndi hýsa Ólympíuleikana árið 2012, en næstu leikar fara fram í Kína eftir þrjú ár, nánar tiltekið í Peking höfuðborg landsins. Það telst mikill heiður fyrir land og þjóð að fá að hýsa Ólympíuleikana.
Taekwondo er kóresk bardaga- og sjálfsvarnaríþrótt sem er þróuð frá gamalli hernaðarlist Kóreumanna. Íþróttin hefur náð töluverðri útbreiðslu víða um heim.
Brátt tekur gildi nýtt leiðakerfi Strætó tekur gildi 23. júlí næstkomandi. Um gjörbyltingu er að ræða og kannski ekki vanþörf á eins og nýtingin á kerfinu hefur verið. En er almenningssamgöngum í hinni gisnu Reykjavík yfirhöfuð viðbjargandi?
Ef þú gengur inn rétt húsasund í Reykjavík geturðu fundið allt hvað eina sem hugurinn girnist.