Eyðsluklær, okrarar, stefnuleysingjar

Ég held að Sjálfstæðismönnum þyki fátt auðveldara en að gagnrýna R-listann og koma með það sem þeir myndu gera og hvað þeir vildu gera ef þeir væru í meirihluta í borginni. Er R-listinn svona svakalega slæmur eða eru Sjálfstæðismenn bara fúlir að ráða ekki í borginni?

Ég held að Sjálfstæðismönnum þyki fátt auðveldara en að gagnrýna R-listann og koma með það sem þeir myndu gera og hvað þeir vildu gera ef þeir væru í meirihluta í borginni. Er R-listinn svona svakalega slæmur eða eru Sjálfstæðismenn bara fúlir að ráða ekki í borginni?

Ég held að þetta sé ekki lengur spurning; R-listinn kemur bara með klúður á klúður ofan. En hvert er klúðrið í raun?

Hér eru þau helstu:

Orkuveitan: Byggingin er nógu mikið rugl fyrir mig. Ég bara vissi ekki að það væri hægt að eyða svona miklum peningum í eitt hús. Ekki bara það heldur er ráðgert að bílastæði Orkuveitunnar kosti 250 milljónir.

Skattar: Korteri fyrir síðustu kosningar lofaði ungt R-lista fólk lækkun skatta og afnám holræsisgjalds. Ég veit nú ekki betur en að skattarnir í borginni geti ekki orðið hærri og að R-listinn setti á holræsagjaldið. Ein af gefnum ástæðum fyrir skattahækkuninni voru nýir samningar við grunnskólakennara, þeir voru einfaldlega of háir fyrir Reykjarvíkurborg.

Leikskólar: En hvað gerist stuttu eftir skattahækkun R-listans? R-listinn tilkynnir að von bráðar verði gjaldfrjáls leikskóli. Hvernig verður það greitt? Jú það hlýtur að þurfa að borga laun til leikskólakennara hvaðan kemur sá peningur? R-listinn eyddi a.m.k. því sem samsvarar rekstri sex leikskóla í heilt ár í bílastæði Orkuveitunnar. En hvað má hækka því útsvarið er komið í topp, hvað er til ráða? Ætli það verði ekki hærri gjöld á öðrum stöðum eða önnur þjónusta leggist bara af.

Strætókerfið: Nú skulu allir taka strætó, allir eiga að fara úr einkabílnum og upp í strætó. Verst er að þú þarft næstum einkabíl til að komast að næstu stoppistöð. Þeir sem hafa tekið strætó í fjöldamörg ár eru ekki sáttir og þeir sem eiga bíla stendur alveg á sama því þeir taka ekki strætó og eru ekki að fara byrja núna.

Skipulagsmál: ríkið bauðst til þess að borga mislæg gatnamót við Miklu- og Kringlumýrarbraut en allt kom fyrir ekki, R-listinn afþakkaði að gera hættulegustu gatnamót Reykjavíkur (samkvæmt tölum frá Sjóvá) hættuminni.

Ég skil ekki R-listann hvernig getur hann klúðrað og klúðrað? Hvers vegna hefur hann líka verið kosinn aftur og aftur og aftur?

Reykvíkingar verða að sjá að R-lstinn er ekki að gera góða hluti og það orsakast líklega af þvílíku stefnu- og stjórnleysi sem ríkir innan R-listans.

Ég hef ekki enn kosið í sveitarstjórnarkosningum en ég veit að þrátt fyrir að R-listinn liggi vel við höggi þá er mikill sannleikur á bak við það og því vona ég að R-listinn missi meirihlutann í maí á næsta ári.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.