Afnám verðtryggingar

Síðasta sunnudag birtist heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu frá Frjálslynda flokknum sem valdið hefur miklu fjaðrafoki enda virðast þeir ætla að gera innflytjendastefnu að einu aðalkosningamáli sínu í vor. Öllu minna fór fyrir lítilli auglýsingu á forsíðu sama blaðs. Sú auglýsing sagði pent: “Afnemum verðtryggingu á lánsfé”.

Lýðlýðræði

Íbúalýðræði er nú vinsælt orð. Þökk sé þátttöku Hafnfirðinga í kosningum um tillögu að ákveðnu deiliskipulagi. En orðið er æði sérstakt. Hefðbundin skýring á orðinu lýðræði er að lýðurinn ráði. Lýður merkir líka íbúar og því má hæglega segja að verið sé að tala um lýðlýðræði. Klárlega útúrsnúningur og afbökun á afbökuðu orði. En ef að er gáð er þetta ágætis orð um fólk að taka ákvörðun er varðar annað fólk.

Kaþólskari en páfinn

Á sunnudaginn greindi vefútgáfa stærsta dagblaðs Póllands frá áætlunum stjórnarflokksins um breytingar á lögum kennitölur. Samkvæmt fréttinni var fyrirhugað að láta fyrstu 6 tölustafi í kennitölum nú tákna getnaðardagsetningu en ekki fæðingardag.

Hafnarfjarðar aprílgabb

Á laugardaginn gengu Hafnfirðingar að kjörborðinu. Baráttan var gríðarlega hörð og spennan mikil enda bentu kannanir til að fylkingarnar væru nánast jafnstórar. Niðurstaðan var einungis 88 atkvæða munur, andstæðingar álversins töldu sig hafa unnið.

Pólitískur framkvæmdadans

Þegar maður kjaftar frá því hvernig bíómynd endar er maður yfirleitt ekkert vinsæll. Ég lít svo á að þegar maður kjaftar frá því hvernig danssýning endar, sem þar að auki hætt er að sýna, eigi maður ekki að fá sama dóm.

Kjósum fólk með skoðanir

Ég er rauður, skoðanalaus, skil ekki alveg hvernig lýðræði virkar og er hræddur við að takast á við flókin málefni. Hver er ég?

Pyrrhosarsigur í Hafnarfirði?

Mjög naumur meirihluti Hafnfirðinga hefur tekið þá ákvörðun álverið í Straumsvík verði ekki stækkað. Atkvæðagreiðslan og niðurstaða hennar er að mörgu leyti athyglisverð. Andstæðingar stóriðju og virkjana hrósa sigri en sá sigur gæti hafa verið dýru verði keyptur.

Leikur lýðræðið lausum hala?

Kosningarnar í Hafnarfirði á morgun eru í raun fyrstu bindandi íbúakosningarnar á Íslandi. Mikið er í húfi og þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lagt allt í sölurnar í kosningabaráttunni. Á sama tíma og þrengt hefur verið verulega að svigrúmi stjórnmálaflokka til fjáröflunar og auglýsinga eru fyrirtæki og félagasamtök undanþegin slíkum reglum. Er lýðræðið að yfirgefa stjórnmálaflokkana?

Þjóðsöngsteprur

Fimm eldri menn sungu þjóðsönginn í sjónvarpsþætti síðastliðinn laugardag. Það er í raun frétt út af fyrir sig – varla er til þjóðsögsfeimnari Evrópuþjóð en Íslendingar, nema hugsanlega Þjóðverjar, sem hafa þó kannski eilítið betri ástæður fyrir trega sínum til að syngja sitt lag.

Neyðarlínan 211, góðan dag

Ölvaður maður reyndi nýverið að ná sambandi við Neyðarlínuna með því að hringja í símanúmerið 211. Ef marka má nýlega skoðanakönnun Capacent GALLUP eiga íslenskir kjósendur margt sameiginlegt með þessum manni.

Vond og verri ríkisútgjöld

Gagnrýni á opinber útgjöld mun aldrei ná að yfirgnæfa eða vega upp á móti háværum röddum þeirra sem sífellt krefjast meiri útgjalda úr sameiginlegum sjóðum skattgreiðenda. En er kröftum þeirra sem andvígir eru síauknum ríkisútgjöldum beint í réttan farveg?

Vinstra vor – hvað veldur?

Fylgi Vinstri grænna rýkur upp þessa dagana og auknar líkur á að vinstri stjórn taki við völdum í vor. Hvernig stendur á því að kjósendur hneigjast til vinstri á einu mesta hagvaxtar- og velmegunarskeiði íslandssögunnar? Er það vitundarvakning í umhverfismálum eða orðræðan um meiri jöfnuð í samfélaginu sem veldur? Nú keppast stjórnmálaflokkarnir við að kortleggja og skilja huga kjósenda til að stilla kúrsinn.

Póker í Mið-Austurlöndum

Mið-Austurlandapókerinn er í fullum gangi. Við borðið sitja Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu þjóðirnar og Íran. Bandaríkin eru auðvitað kúrekinn, ríkur og hávær. Leggur mikið undir og tekur mikla áhættu. Bretinn, aðeins varkárari, kannski meiri smóking-týpa með hristan Martini í annarri og smávindling í hinni og dáist að kananum fyrir sjálfstraust hans og risastóra hrúgu af spilapeningum. Íraninn er nýsestur að spilaborðinu eftir langt hlé, kannar hversu langt hann kemst og er ólmur í að vita hvenær andstæðingar hans eru í raun og veru með fullt hús. Sameinuðu þjóðirnar sitja oftast hjá og leggja lítið undir ef þær spila með.

Góðærisvandamál?

Í gær birtist ein af skoðanakönnunum Capacent sem staðfestir þá færslu á fylgi sem verið hefur í gangi síðustu misseri. Vinstri grænir styrkja stöðu sína og virðast vera að festast við 27% fylgið á meðan Samfylkingin er enn með innan við 20% fylgi. En hvernig stendur á þessu góða gengi flokks sem er eins sósíalískur eins Vinstri grænir í raun?

Veðjað á þakið

Það er vel þekkt að fólk getur verið mjög lélegt í því að meta áhættu. Eftir að ferðast um á þjóðvegum Bangladesh er erfitt annað en að velta fyrir sér þessari staðreynd.

Þegar kynfræðslan féll niður

Ein mestu vonbrigði seinasta þings voru þau að frumvarp um bjór- og vínsölu í matvöruverslunum skyldi ekki hafa orðið að lögum. Þótt þægilegt væri að skella skuldinni á vinstri græna, sem hótuðu málþófi gegn frumvarpinu, þá hljóta menn auðvitað að spyrja sig að því til hvers að hafa hægrisinnaðan meirihluta, ef hann getur ekki klárað einföld mál eins og þetta.

Aukum ójöfnuð meðal eldri borgara

Ef dregið verður úr tekjutengingu lífeyrisgreiðslna hefur það óumflýjanlega í för með sér að ójöfnuður mun aukast meðal eldri borgara. Ef eitthvert samræmi væri í málflutningi vinstrimanna, þá myndu þeir mótmæla öllum hugmyndum um afnám tekjutengingar.

Má bjóða ykkur strák eða stelpu?

Neytendur eru vanir því að geta valið epli eða appelsínur þegar þeir kaupa ávexti í Hagkaupum, en kyn barna sinna velja menn ekki nema í vísindaskáldskap upprunnum í Hollywood. Eða hvað?

Mistök vinstrimanna leiðrétt

Niðurgreiðsla langtímaskulda er ein þeirra aðgerða sem við eigum að vinna í á hagvaxtar árum og með því búa vel í haginn fyrir næstu kynslóðir Reykjavíkurborgarinnar. Ekki viljum við kalla yfir okkur áframhaldandi útgjaldaþennslu og óstjórn í fjármálum, eins og tíðkaðist á tímum R-listans í borginni, þetta ber að hafa í huga í aðdraganda Alþingiskosninganna. Vinstristjórn er og verður vinstristjórn.

Markmiðið er ekki að hvetja til vændis

Ísland hefur um hríð verið eina Norðurlandið þar sem vændi er refsivert. Mikið hefur verið deilt um það undanfarin ár hvaða leið skuli farin í tengslum við refsinæmi eða refsileysi vændis. Flestir, hvort sem þeir teljast til hægri eða vinstri, hafa þó verið sammála um að enginn hagur sé í því að refsa þeim sem lenda í vændi.