Mistök vinstrimanna leiðrétt

Niðurgreiðsla langtímaskulda er ein þeirra aðgerða sem við eigum að vinna í á hagvaxtar árum og með því búa vel í haginn fyrir næstu kynslóðir Reykjavíkurborgarinnar. Ekki viljum við kalla yfir okkur áframhaldandi útgjaldaþennslu og óstjórn í fjármálum, eins og tíðkaðist á tímum R-listans í borginni, þetta ber að hafa í huga í aðdraganda Alþingiskosninganna. Vinstristjórn er og verður vinstristjórn.

Eins og fram kemur í frumvarpi um þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar um rekstur, framkvæmdir og fjármál, þá eru ágætar horfur um hagvöxt árin 2008 til 2010. Nú á dögum er einungis 1,2% atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu og er það lægri en á landinu öllu. Annað sem kemur fram er að spáð er auknu atvinnuleysi, en þá á bilinu 2,5-3,0% árin 2008 til 2010. Ég á ekki von á því að þetta atvinnuleysi sé af þeirri stærðagráðu að við þurfum að hafa einhverjar áhyggjur.

Það er ánægjulegt að Reykjavíkurborg ætlar sér að greiða niður langtímaskuldir. Það er einmitt ein þeirra aðgerða sem við eigum fara í á þessum hagvaxtar árum, það er, að búa vel í haginn fyrir næstu kynslóðir borgarinnar. Það er varla hægt neitt verra en að skila frá sér höfuðborg drukknandi í skuldum, og vil ég ekki einu sinni hugsa út í það hvernig umhorfs yrði í fjármálum Reykjavíkurborgar ef góðærið héldi ekki áfram á næstu áratugum. Sjálstæðisflokkurinn er að hugsa um framtíðina, og er það í fullu samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Heildarsýn, framtíðarsýn og að taka frumkvæði. Þetta kallast að taka ábyrgð.

Við sáum vinstriflokkana skuldsetja okkur borgarbúa árum saman á síðustu kjörtímabilum, og er það mikið áhyggjuefni ef þessir sömu aðilar ná stjórn á landinu öllu. Viljum við skuldsetja landið eins og gert var við Reykjavíkurborg undir stjórn R-listans? Staðreyndin er sú, að þetta er sú aðferð sem vinstrimenn nota. Þeir geta örugglega uppfyllt loforð sín til skammtíma með því að skuldsetja þjóðina eins og mögulegt er, en með árunum fer þetta illa með okkur. Stjórnvöldum ber ábyrgð á framtíðarstefnu Íslands, og gengur það ekki að hafa eyðslustjórn í eitt til tvö kjörtímabil og kalla svo á Sjálfstæðisflokkinn til að hreinsa upp skuldir, til að geta svo gagnrýnt flokkinn fyrir að neita auknum fjárveitingum í mikilvæg verkefni. Við verðum að eignast þá fjármuni sem við óskum eftir því að eyða, eða hafa fjárhagslegan styrkleika til að geta tekið lán.

Ég fagna þessum áætlunum, óska Sjálfstæðismönnum og Reykjaíkurbúum til hamingju og hlakka til að sjá árangur þessari batnandi fjármálastýringu Reykjavíkurborgar á næstu árum. Það er mikilvægt að Íslendingar hafi þetta í huga þegar kemur að Alþingiskonsningum þann 12. maí, viljum við kalla yfir okkur þá útgjaldaþennslu og óstjórn í fjármálum með því að kjósa vinstirflokkana? Stefna Sjálfstæðisflokksins er góð stefna og alvöru pólitík sem við eigum öll að fá að njóta, bæði okkar kynslóð og komandi kynslóðir!

Frumvarp að þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)