Þjóðsöngsteprur

Fimm eldri menn sungu þjóðsönginn í sjónvarpsþætti síðastliðinn laugardag. Það er í raun frétt út af fyrir sig – varla er til þjóðsögsfeimnari Evrópuþjóð en Íslendingar, nema hugsanlega Þjóðverjar, sem hafa þó kannski eilítið betri ástæður fyrir trega sínum til að syngja sitt lag.

Fimm eldri menn sungu þjóðsönginn í sjónvarpsþætti síðastliðinn laugardag. Það er í raun frétt út af fyrir sig – varla er til þjóðsögsfeimnari Evrópuþjóð en Íslendingar, nema hugsanlega Þjóðverjar, sem hafa þó kannski eilítið betri ástæður fyrir trega sínum til að syngja sitt lag.

Afstaða Íslendinga til þjóðsöngsins hefur lengst af verið sú að söngurinn sé afar fallegur en einkar erfiður í flutningi. Þessi víðtekna þjóðarskoðun hefur leitt það af sér að engin þorir að leggja út í þjóðsönginn nema hann sé nokkuð öruggur um eiginn sönghæfileika, því enginn vill gera sig að fífli með því að takast á við lag sem hann ræður engan veginn við. Eða gera sekur um landráð með því að falsa sig í gegnum Lofsönginn í fjórum ólíkum tóntegundum.

Þessi afstaða: “Fals er landráði næst” gerir það að verkum að harla nokkur maður þorir að syngja þjóðsönginn á íþróttaviðburðum eða við aðrar aðstæður. Þetta er auðvitað mikil synd enda er Lofsöngurinn okkar mikið stemningslag, og “Íslands þúsund áááár” kaflinn er svo tilþrifamikill að torfundin er betri andleg upphitun þegar valta á yfir aðrar þjóðir í handbolta eða fótbolta.

Þegar drukkið er, afsannast reyndar tvær helstu frumreglur um íslenska þjóðsöngurinn. Lagið verður skyndilega hvorki sérstaklega erfitt í flutningi, né reyndar heldur sérstaklega fagurt, en það gildir einu. Það er einmitt oft meðal fullra ungmenna í blautu tjaldi sem Lofsöngurinn nýtur sín best, þegar “Íslands þúsund ár” óma milli fjallshlíða í Þjórsárdal um verslunnarmannahelgi. Þá fyrst hættir hann að vera Ríkissöngur og verður að sannkölluðum Þjóðsöng.

Það er raunar ekki skrýtið að meðal þjóðar sem lítur á þjóðsöng sinn sem hálfgert tabú, skyldu menn bregðast svona illa þegar grínast sé með hann. Menn verða þó að skilja að vandamálið felst einmitt í þjóðsöngstepru sumra Íslendinga, en ekki því að fimm meðlimir þjóðarinnar hafi túlkað eign sína á þjóðsöngnum bókstaflega og gantast svolítið með hann. Hinir, ættu að hætta að skammast sín fyrir söng sinn, og taka hressilega undir næst þegar Ísland mætir Spáni á Laugardalsvellinum.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.