Verkefnin sem eru framundan

Það er fjöldi verkefna sem mun liggja fyrir nýrri ríkisstjórn, sem allir gera nú ráð fyrir að verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það er líka fjöldi verkefna sem slík ríkisstjórn ætti að geta leyst vel úr. Lítum hér á nokkur mál sem rædd voru í kosningabaráttunni og hafa borið á góma á undanförnum misserum og spáum fyrir um framhaldið.

Í ómannúðlegri andstöðu við stríð

Höfundur spyr sig: Er virðing einstaklings fyrir velferð/lífi annars einstaklings eðlislæg og/eða skilyrðislaus, eða er sú virðing háð ýmsu?

Sáttastjórn í myndun

Allt útlit er fyrir að ný ríkisstjórn líti dagsins ljós á næstu dögum. Ljóst er að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar markar sátt – og er um leið sú stjórn sem þjóðin hefur óskað sér og kallað eftir í skoðanakönnunum og kosningunum sjálfum.

Stóriðjustefna nýrrar ríkisstjórnar

Nú er meint “stóriðjustjórn” Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks farin frá og allt útlit fyrir að við taki stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Afstaða flokkanna til stóriðju var nokkuð mismunandi í kosningabaráttunni, Samfylkingin virtist styðja það að hægt yrði á framkvæmdum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var hlynntur því að leyfa þessari þróun að halda áfram. Því verður áhugavert að sjá hver “stóriðjustefna” nýju væntanlegu ríkisstjórnarinnar verður.

Kindþáttafordómar

Ef sagan getur kennt okkur eitthvað er það sennilega það að hún endurtekur sig. Guðni Ágústsson, fráfarandi landbúnaðarráðherra, sannaði það fyrir okkur í síðustu viku þegar hann lagði enn einu sinni stein í götu innflytjenda búfjárafurða.

Allir á völlinn

Síðastliðna helgi hófst íslenska deildarkeppnin í knattspyrnu karla og kvennaboltinn hefst næstkomandi mánudag. Það er því ekki úr vegi að renna lítilega yfir hvaða lið etja kappi meðal þeirra bestu á Íslandi þetta sumarið.

Ekkert nýtt undir sólinni?

Sagt hefur verið að ekkert sé nýtt undir sólinni, og talsvert til í því. En hvað sem því líður, finnast nú yfir 20 nýjar reikistjörnur á ári undir öðrum stjörnum, og þar kennir margra grasa.

Því stundum verður mönnum á…

Maður er skipaður bankastjóri í alþjóðabanka af því að hann hefur sig staðið vel sem aðstoðarmaður vinar síns, sem er þjóðkjörinn forseti erlendrar og valdamikillar þjóðar. Maðurinn sem er kvæntur, á hins vegar vinkonu sem vinnur í nýja bankanum hans. Vinkonan er reyndar aðeins meira en bara vinkona. Bankinn hefur sett siðareglur um samskipti vinnufélaga.

Sigur sjálfstæðismanna

Í kosningunum á laugardaginn vann Sjálfstæðisflokkurinn glæsilegan sigur. Kaffið er hinsvegar orðið kalt á könnu Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins sem geta ekki boðið landsmönnum upp á kalt kaffi. Framsóknarflokkurinn er næstum því búinn með sitt kaffi og Íslandshreyfinginn kann ekki einu sinni að hella uppá.

Hunsun alþjóðamála

Það er nú bara þannig að Íslendingar vita varla neitt um bandarísk eða alþjóðleg stjórnmál. Flestir nenna rétt svo að kynna sér það sem er í gangi á Íslandi. Fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla um utanríkismál er nú frekar lélegur og mjög svo takmarkaður.

Eiki hefði betur farið úr að ofan

Í upphafi átti keppnin að stuðla að sameiningu og bræðralagi meðal Evrópuþjóða, sem ítrekað lágu í sárum eftir blóðug átök. Miðað við hörð viðbrögð aðdáenda keppninnar við úrslitunum í ár, þá virðist annað vera uppi á teningnum þegar búið er að fella múrinn og þjóðir í austri geta um frjálst höfðu strokið – og keppt með Vestur Evrópubúum í Euróvision.

Þegar kosningabaráttan snýst um frábæra stöðu

Það hafa margir tekið undir þær bollaleggingar stjórnmálaskýrenda að undanförnu að kosningabaráttan í ár hafi verið daufleg og snúist um fátt. Baráttan hefði eflaust verið skemmtilegri ef hér væri hart deilt um hvernig ætti að rífa hagkerfið í gang eða vinna bug á atvinnuleysinu. Slík barátta snerist hins vegar ekki um ástand sem við vildum búa við.

Um þetta er kosið á morgun

Við erum öll sammála um það hvar sem við stöndum í pólitík og hvort sem við höfum yfirhöfuð áhuga á henni eða ekki að vel sé búið að landsmönnum öllum. Að allir Íslendingar hafi aðgang að besta heilbrigðis- og menntakerfi í heimi, óháð stétt og stöðu. Við viljum öll að börnin okkar komist í góðan leikskóla og að foreldrar okkar og afar og ömmur fái þá umönnun sem þau eiga skilið. Að hér sé blómlegt menningar- og listalíf og að hæfileikar hvers og eins fái notið sín hvort sem þar um ræðir afburðarmanneskju í íþróttum eða andlegu atvgervi, öryrkja eða aldraða. Og síðast en ekki síst þá þykir okkur öllum vænt um landið okkar og náttúruna og viljum veg þess og virðingu sem mesta.

Einkaframtakið er umhverfisvænna

Af einhverjum ástæðum eru það helstu andstæðingar eignarréttarins sem hafa hæst um umhverfismál og verndun náttúrunnar. Málflutningur þeirra byggir gjarnan á þeirri forsendu að einkaframtakinu og kapitalismanum sé ekki treystandi til þess að stýra meðferð og nýtingu náttúruauðlinda. Dæmin sýna hins vegar að enn er í góðu gildi hið fornkveðna, það sem allir eigi saman hugsar enginn um.

Skýr stefna – traustur flokkur

Sjálfstæðisflokkurinn stendur vel að vígi. Ástæðan er einföld. Stefna flokksins er skýr og öllum til heilla. Kjósendur vita að hverju þeir ganga með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Byggt er á traustum grunni efnahagslífsins og þannig er hægt að efla áfram velferðarkerfið. Það skiptir máli hvaða flokkur leiðir næstu ríkisstjórn og ástæða er til að hræðast vinstri vitleysuna.

Hvað er nýsköpun?

Undanfarin misseri hefur nýsköpun verið mikið í umræðunni, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu en ekki síst hjá stjórnmálamönnum sem kynna stefnu síns flokks fyrir kosningarnar næstkomandi laugardag. Að mati höfundar hefur umræðan um nýsköpun og frumkvöðlastarfssemi þó oft einkennst af mikilli hugtakanotkun og óneitanlega stundum minnt undirritaðan á söguna um nýju fötin keisarans.

Velferð, schmelferð

Vaxandi kaupmáttur þýðir að launin okkar duga betur en áður. 75% kaupmáttaraukning á ríflega 12 árum þýðir að það tekur 4 daga að vinna sér inn fyrir því sem áður tók 7 vinnudaga. Tökum fram vasareikni.

Breytingar breytinganna vegna

Þeim fjölgar ört stjórnarandstæðingunum sem halda því fram að skipta þurfi um ríkisstjórn einfaldlega vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið svo lengi við völd. Það kemur reyndar ekki á óvart að stjórnarandstaðan skuli nota þessi rök þar sem þeim hefur ekki tekist að koma með neina haldbæra ástæðu fyrir því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn ætti að víkja úr ríkisstjórn.

Aftur til Fortíðar

Framtíðarlandið eru meint grasrótarsamtök sem voru stofnuð á fundi í Austurbæ þann 17. Júní 2006. Hugmyndin á bak við samtökin voru þau að skapa jákvætt afl sem berðist gegn áframhaldandi uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi.

Vilja og geta börn

Staðreyndin er sú, að hér á landi umfram önnur lönd í hinum vestræna heimi (að Norðurlöndum meðtöldum) vill fólk eignast börn, getur það og gerir það. Við vitum og skiljum mikilvægi þess að í börnunum er framtíð okkar allra búin.