Verkefnin sem eru framundan

Það er fjöldi verkefna sem mun liggja fyrir nýrri ríkisstjórn, sem allir gera nú ráð fyrir að verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það er líka fjöldi verkefna sem slík ríkisstjórn ætti að geta leyst vel úr. Lítum hér á nokkur mál sem rædd voru í kosningabaráttunni og hafa borið á góma á undanförnum misserum og spáum fyrir um framhaldið.

Það er fjöldi verkefna sem mun liggja fyrir nýrri ríkisstjórn, sem allir gera nú ráð fyrir að verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það er líka fjöldi verkefna sem slík ríkisstjórn ætti að geta leyst vel úr. Lítum hér á nokkur mál sem rædd voru í kosningabaráttunni og hafa borið á góma á undanförnum misserum og spáum fyrir um framhaldið.

Ná sátt um að nýta og njóta og umhverfisins
Slík ríkisstjórn mun ná sátt um að nýta og njóta, hún verður að gera það. Fyrir lok næsta kjörtímabils verður sennilega búið að kortleggja allt Ísland og meta hvaða svæði kemur til greina að nýta og hvaða svæði skulu látin ósnortin. Það munu aldrei allir verða sáttir við niðurstöðuna, en einhver niðurstaða verður að fást. Þetta verður verkefni sem flokkarnir munu leysa saman.

Uppskurður og endurhæfing heilbrigðis- og tryggingakerfisins
Fjármunirnir eru til staðar, menntunin er til staðar og fólkið er til staðar. Efniviðurinn er til staðar til að heilbrigðis- og tryggingarkerfið verði aðgengilegt, árangursíkara og það besta í heimi. Sjálfstæðisflokkurinn ræddi þetta ítrekað í kosningabaráttunni og Samfylkingin gagnrýndi biðlistana harkalega. Sjálfstæðisflokkurinn mun leysa þetta verkefni.

Draga úr þennslunni og verðbólgunni
Hlutirnir eru nú þegar á réttri leið hér, en betur má ef duga skal. Báðir flokkar og þá sérstaklega Samfylking verður að halda aftur af sér í því að hækka ekki fjárlögin frekar en orðið er. Það er að miklu leyti á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðuneytisins að beita aðhaldi í fjármálunum og leggja þannig stærsta lóðið á vogarskálarnar í því að draga úr þenslunni og verðbólgunni. Sjálfstæðisflokkurinn verður að leysa þetta verkefni.

Fyrirmynd og leiðandi í jafnréttisbaráttu og jafnréttisumræðu
Samfylkingin hefur rætt jafnréttismál oft og ítarlega og Ingibjörg státað sig af frammistöðu sinni í borginni. Launamunur kynjanna og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og stjórnunarstörfum, hvort sem er hjá hinu opinbera eða einkaaðilum er óásættanlegt. Samfylkingin mun leysa þetta verkefni.

Málefni landsbyggðarinnar – sérstaklega sjávarbyggðanna
Þetta er stórt og flókið verkefni sem er afskaplega freistandi fyrir stjórnmálamenn að bjarga frá degi til dags. Sértækar aðgerðir ríkisins munu þó ekki leysa þetta verkefni til langframa og það vita menn. Málefni þeirra einstaklinga sem nú munu eiga um sárt að binda þarf að leysa til frambúðar en ekki fresta því um nokkur ár. Það er ekki víst að komin verði framtíðarlausn á þetta mál á kjörtímabilinu, ef hún er þá til.

Frekari einkavæðing og einkarekstur

Landsvirkjun verður sennilega ekki einkavædd, en frekari sala í orkugeiranum er alveg möguleg. Flokkarnir munu standa saman að því að koma einkaframtakinu betur fyrir í heilbrigðis- og menntakerfinu og mun það verða vel. Þetta verður verkefni sem flokkarnir munu ráðast í saman.

Í heild ætti þessi ríkisstjórn að ná mörgu til leiðar þó hér hafi aðeins verið snert á nokkrum málum. Í heild er ég bjartsýn á framtíð lands og þjóðar í dag.

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.