Sigur sjálfstæðismanna

Í kosningunum á laugardaginn vann Sjálfstæðisflokkurinn glæsilegan sigur. Kaffið er hinsvegar orðið kalt á könnu Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins sem geta ekki boðið landsmönnum upp á kalt kaffi. Framsóknarflokkurinn er næstum því búinn með sitt kaffi og Íslandshreyfinginn kann ekki einu sinni að hella uppá.

Í kosningunum á laugardaginn vann Sjálfstæðisflokkurinn glæsilegan sigur. Stjórnarandstöðunni mistókst ætlunarverk sitt, sem var að fella ríkisstjórnina. Kaffið er því orðið kalt á könnu Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins sem geta ekki boðið landsmönnum upp á kalt kaffi. Framsóknarflokkurinn er næstum því búinn með sitt kaffi og Íslandshreyfinginn kann ekki einu sinni að hella uppá.

Það hlýtur að teljast ótrúlegt afrek fyrir stjórnmálaflokk sem hefur setið samfleytt í 16 ár í ríkisstjórn að vinna enn einn kosningasigurinn. Flokkur sem vinnur slíkan sigur og fjölgar þingmönnum sínum um þrjá, er að fá skýr skilaboð frá þjóðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð einstökum árangri hér á landi undanfarin ár og þjóðin hefur veitt honum áframhaldandi umboð til þess að vinna fyrir sig.

Aðeins tvisvar sinnum í sögunni hefur stjórnmálaflokkur fengið fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn fékk í þessum kosningum og var það, viti menn, Sjálfstæðisflokkurinn þegar hann vann stórsigur árið 1991 og svo aftur 1999. Þá fékk flokkurinn 26 þingmenn. Sigurinn sem vannst að morgni sunnudagsins 13. maí 2007, þegar flokkurinn fékk 25 þingmenn kjörna, var því enn einn stórsigur Sjálfstæðisflokksins.

Nýi þingflokkurinn Sjálfstæðisflokksins hefur tíu nýja liðsmenn innanborðs og eru þeir góð liðsbót við öflugan þingflokk sem siglir með þjóðina til móts við nýja tíma, á traustum grunni.

Ef næsta ríkistjórn sem mynduð verður hér á landi verður ríkisstjórn án forustu Sjálfstæðisflokksins, væri það ríkistjórn sem ekki tæki mið að vilja kjósenda. Það væri afar óeðlilegt og ólýðræðislegt því þá væri verið að virða að vettugi vilja þjóðarinnar.

Hverjum Sjálfstæðismenn munu bjóða upp í dans er enn óvíst en víst er þó að ríkisstjórnin með kaffilitla framsóknarmenn hélt velli og er vel starfhæf. Frammararnir kunna þó allavega að hella uppá.

Vilji kjósenda er skýr, þeir vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn leiða næstu ríkisstjórn. Á þeim bænum er nóg heitt kaffi. Það að bjóða upp á samkurl þriggja eða fleiri flokka hefur aldrei gefist vel, það sýnir sagan okkur. Á mínu heimili er það ekki til siðs að bjóða upp á kalt kaffi og að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins heldur aumt kaffiboð og í raun óvirðing við þjóðina.

Latest posts by Kristín Hrefna Halldórsdóttir (see all)