Því stundum verður mönnum á…

Maður er skipaður bankastjóri í alþjóðabanka af því að hann hefur sig staðið vel sem aðstoðarmaður vinar síns, sem er þjóðkjörinn forseti erlendrar og valdamikillar þjóðar. Maðurinn sem er kvæntur, á hins vegar vinkonu sem vinnur í nýja bankanum hans. Vinkonan er reyndar aðeins meira en bara vinkona. Bankinn hefur sett siðareglur um samskipti vinnufélaga.

Maður er skipaður bankastjóri í alþjóðabanka af því að hann hefur sig staðið vel sem aðstoðarmaður vinar síns, sem er þjóðkjörinn forseti erlendrar og valdamikillar þjóðar. Maðurinn sem er kvæntur, á hins vegar vinkonu sem vinnur í nýja bankanum hans. Vinkonan er reyndar aðeins meira en bara vinkona. Bankinn hefur sett siðareglur um samskipti vinnufélaga.

Nú er vandi á höndum.

En það skal vanda sem vel á að standa, svo nýji bankastjórinn fær vini sína í stjórnsýslunni að taka hjákonuna-vinkonuna- til sín en lætur hana halda launum hjá bankanum í staðinn, og hækkar þau að mun.

Una nú allir glaðir við sitt um hríð.

En allt í einu uppgvötast að vinkona bankastjórans þiggur enn þá laun hjá bankanum. Ekki nóg með það heldur vinnur hún hjá hinu opinbera einnig og er með rokna tekjur.

Kemst þá aldeilis upp um strákinn Tuma.

Fjölmiðlar komast í málið og upp kemst um vinkonu bankastjórans og afskipti hans að málinu. Stjórn bankans tekur málið fyrir. Vinur hans forsetinn ákveður að styðja sinn mann og lætur þau boð út ganga að hann styðji hann. Sjálfstæð rannsóknarnefnd er sett á fót til þess að rannsaka hvort bankastjórinn hafi gerst sekur um brot á siðareglum bankans. Hún kemst að því að svo sé og að brot hans sé sérlega ámælisvert. Enn lætur vinur hans forsetinn eftir sér hafa að hann styðji sinn mann. Stjórn bankans, sem skipuð er fulltrúum nokkurra helstu aðildarríkja hans, telur rétt að losa sig við bankastjórann. Enn einu sinni er haft eftir talsmanni forsetans að hann styðji sinn mann áfram í embættið, en reyndar geti það breyst.

Það er drengskaparbragð að styðja vini sína. Þegar vinurinn hefur aftur á móti stolist með hendina í kolakassann og klemmt sig illilega í leiðinni með öskrum er ef til vill vísara að láta vininn svara fyrir sig einn og óstuddur. Er þetta einkum æskilegt þegar allir sjá að vinurinn hefur haft rangt við og ber að sæta þeim viðurlögum sem örlögin skammta honum.

Þetta ætti Bush að gera við vin sinn Wolfowitz, burt séð frá fyrra sambandi þeirra, vináttu og allra þeirra greiða sem Wolfowitz hefur gert honum í gegnum tíðina.

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.