Um þetta er kosið á morgun

Við erum öll sammála um það hvar sem við stöndum í pólitík og hvort sem við höfum yfirhöfuð áhuga á henni eða ekki að vel sé búið að landsmönnum öllum. Að allir Íslendingar hafi aðgang að besta heilbrigðis- og menntakerfi í heimi, óháð stétt og stöðu. Við viljum öll að börnin okkar komist í góðan leikskóla og að foreldrar okkar og afar og ömmur fái þá umönnun sem þau eiga skilið. Að hér sé blómlegt menningar- og listalíf og að hæfileikar hvers og eins fái notið sín hvort sem þar um ræðir afburðarmanneskju í íþróttum eða andlegu atvgervi, öryrkja eða aldraða. Og síðast en ekki síst þá þykir okkur öllum vænt um landið okkar og náttúruna og viljum veg þess og virðingu sem mesta.

Við erum öll sammála um það hvar sem við stöndum í pólitík og hvort sem við höfum yfirhöfuð áhuga á henni eða ekki að vel sé búið að landsmönnum öllum. Að allir Íslendingar hafi aðgang að besta heilbrigðis- og menntakerfi í heimi, óháð stétt og stöðu. Við viljum öll að börnin okkar komist í góðan leikskóla og að foreldrar okkar og afar og ömmur fái þá umönnun sem þau eiga skilið. Að hér sé blómlegt menningar- og listalíf og að hæfileikar hvers og eins fái notið sín hvort sem þar um ræðir afburðarmanneskju í íþróttum eða andlegu atvgervi, öryrkja eða aldraða. Og síðast en ekki síst þá þykir okkur öllum vænt um landið okkar og náttúruna og viljum veg þess og virðingu sem mesta.

Við erum sammála um þetta allt, en okkur greinir nokkuð á um aðferðirnar til að ná þessum markmiðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað og reynslan hefur sýnt og sannað að af þessu verður ekki nema hér sé traust efnhags- og atvinnuástand. Fólk verður að hafa vinnu, launþegar og fyrirtæki verða að vinna sér inn tekjur og skila hagnaði til að greiddur sé skattur í ríkissjóð. Skattinn notum við svo til að fjárfesta í þeim velferðar- og framfaramálum sem við erum öll sammála um. Án tekna verður engin fjárfesting og engin framför.

Það er hins vegar margt sem greinir okkur að. Til að mynda eru ekki allir jafn umburðarlyndir og jákvæðir í garð þeirra útlendinga sem hingað koma til að sækja vinnu. Við erum ekki sammála um það í hve miklum mæli við eigum að nýta náttúruauðlindir okkar og hvar við eigum að draga mörkin á milli þess að nýta og njóta. Við erum ekki sammála um það í hvaða mæli pólitíkusar eiga að koma að rekstri fyrirtækja og stofnana. Við erum ekki á sama máli um hvernig við viljum búa að atvinnuvegunum og fyrirtækjunum í landinu – undirstöðu velferðarinnar. Við erum ekki sammála um hve mikla skatta á að leggja á heimilin og fyrirtækin í landinu.

Á morgun hefur þú valdið til þess að ákveða hver fær umboð og heimild til að reyna að ná þeim markmiðum sem við erum öll sammála um. Stjórnvöld leggja það í dóm þinn að meta hvort við höfum þokast nær þessum markmiðum á undanförnum 12 árum. Um þetta er kosið á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af þeim árangri sem náðst hefur og leggur frammistöðu sína óhikað í dóm kjósenda og óskar eftir umboði til að halda áfram að takast á við þau úrlausnarefni sem bíða okkar til að ná þeim markmiðum sem við stefnum að.

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.