Þegar nálgast kosningar eru nýjar skoðanakannanir tilefni frétta í öllum fjölmiðlum. En eru þessar kannanir marktækar og hvaða áhrif hafa þær?
Category: Deiglupistlar
Undanfarnar vikur hafa málefni barna og unglinga sem þjást af geðröskunum verið mikið til umræðu í fjölmiðlum. Vandi þessara barna er oft falinn en sá vandi sem steðjar að geðheilbrigðiskerfinu er augljós.
Þegar fyrirtæki, stofnun eða sérhagsmunahópur sér fram á aukna samkeppni um hagsmuni sína, eru viðbrögðin fyrirsjáanleg. Aðilinn reynir eðlilega að koma í veg fyrir samkeppnina eða draga úr henni með öllum mögulegum leiðum. Það er eðlilegt og skiljanlegt, en hryggilegt þegar löggjafinn lætur undan þrýstingi í þá átt. Það gerðist því miður í liðinni viku þegar allsherjarnefnd Alþingis neitaði að afgreiða frumvarp til breytinga á lögum um lögmenn.
Þó að fátt virðist geta komið í veg fyrir að harðstjóranum Saddam Hussein verði steypt af stóli hafa hvorki Bandaríkjamenn né Sameinuðu þjóðirnar bent á raunhæfar leiðir til að tryggja stöðugleika í Austurlöndum nær.
Ný forysta tók við stjórnartaumunum í Stúdentaráði Háskóla Íslands á skiptafundi ráðsins í gær. Brynjólfur Stefánsson lætur nú af störfum sem formaður ráðsins eftir farsælt starf en Davíð Gunnarssson tekur við.
Í lok strembinnar viku er kjörið tækifæri að slá á létta strengi og slaka á.
Möltubúar kusu um aðild að Evrópusambandinu um seinustu helgi. Fylgismenn aðildar unnu sigur í þessari atkvæðagreiðslu sem var reyndar ekki bindandi. En eins og venjulega voru „lúserarnir“ fljótir að rangtúlka úrslitin sér í hag.
Í fyrradag felldi Alþingi í fjórða skiptið breytingartillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur við lagafrumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Breytingartillaga Kolbrúnar gekk m.a. út á að gera kaup á vændi refsiverð ásamt öðrum öfgakenndum hugmyndum.
Á mánudaginn gáfu Frakkar út tilkynningu þess efnis að þeir hygðust beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna líkt og Rússar hafa ákveðið að gera. Það er því ljóst að a.m.k. tvær, jafnvel þrjár ef Kínverjar verða líka á móti, af þjóðum öryggisráðsins munu beita neitunarvaldi gegn samþykki um innrás Bandaríkjanna í Írak.
Í gær bárust fréttir af óhemjumikilli óreiðu hjá Löggildildingarstofu og að líklega þurfi forstjórinn að víkja. Löggildingarstofan er lítil ríkisstofnun sem virðist hafa komist áreitislaust upp með stórfellda óreiðu og vekur það óneitanlega upp spurningar hvort fleiri slíkar stofnanir komist upp með hið sama.
Það er í raun jafn fáránlegt fyrir stjórnmálaflokk að gefa ekki upp upplýsingar um fjármögnun sína eins og að gefa ekki upp stefnu flokksins í einstökum málum. Hvað þætti okkur til dæmis um það ef að Vinstir grænir neituðu að gefa upp afstöðu sína í mannréttindamálum eða Frjálslyndir í jafnréttismálum? Þeim fyndist kannski bara að almenningi kæmi afstaða þeirra ekkert við en segðu jafnframt að við stefnu þeirra í þessum málum væri ekkert að athuga.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um þriðju kynslóð farsíma. Markmið frumvarpsins sem lagt hefur verið fram á að vera að tryggja hagsmuni neytenda og virka samkeppni á íslenskum farsímamarkaði. Ekki er víst að það takist.
Nú eru hersveitir Bandaríkjamanna komnar í viðbragðsstöðu, bæði sunnan og norðan við Írak, á meðan tekst alþjóðasamfélagið á við þær spurningar hvort stríð sé nauðsynlegt og hvort það sé réttlætanlegt. En að Downingstræti 10 situr forsætisráðherra Breta og glímir við samflokksmenn sína.
Ég þekki mann sem þekkir Árna frá Vestmannaeyjum og segir að hann sé bara fínn karl. Ég efast ekki um að Árni sé drengur góður og að hann hafi sinnt kjördæmi sínu vel, það hvarflaði aldrei að nokkrum manni að hann væri afbrotamaður.
Varla kom það nokkrum á óvart að Alþingi skyldi samþykkja lög um Álverksmiðju í Reyðarfirði. Stjórnarfrumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða, 41 gegn 9 og 1 sat hjá. Hins vegar vakti það furðu að 12 þingmenn skyldu ekki sjá sóma sinn í því að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna og taka afstöðu.
Það leynast möguleikar í nekt landsins og sóknarfæri í erfiðum ræktunarskilyrðum þess sem gætu orðið til þess að innan fárra ára klæðast auðnir landsins próteinframleiðandi byggökrum.
Rússneski rithöfundurinn og heimspekingurinn Ayn Rand skilur eftir sig fjölda ritverka um heimspekikenningu sína sem hún kallaði hluthyggju (e. objectivism). Hver var Ayn Rand og hvað er hluthyggja?
Hinn sögulegi sigur Vöku í kosningum til Stúdentaráðs og Háskólafundur í síðustu viku verður lengi í minnum hafður. Ótölulegur fjöldi fólks lagði líf sitt og sál í kosningabaráttuna til þess að tryggja þennan einstæða árangur. Á þriðja hundrað manns tóku þátt í baráttunni og hátt í 1900 ákváðu að ljá Vöku atkvæði sitt. Það eru því margir sem fagna innilega og bera miklar væntingar til þess sem koma skal á næsta vetri.
Undirritaður hlustaði á Spegilinn að loknum útvarpsfréttum í gærkvöldi. Þar var fjallað um aform dönsku stjórnarinnar til að bera út íbúa Fríríkisins Kristíaníu og byggja upp “alvöruíbúðahverfi” á svæðinu.
Á morgun, þann fimmta mars, eru nákvæmlega fimmtíu ár liðin frá dauða Jósefs Stalíns, fyrrverandi einræðisherra Sovétríkjanna og eins versta fjöldamorðingja mannkynssögunnar.