Drykkur dagsins

Í lok strembinnar viku er kjörið tækifæri að slá á létta strengi og slaka á.

Einn langur drykkur (long drink)getur hjálpað til við slökunina. Hér fyrir neðan má sjá uppskrift að mjög vinsælum drykk um þessar mundir sem óhætt er að mæla með.

Mojito

1,5 skammtur Bacardi romm

12 fersk myntu lauf (Spearmint)

½ Lime

7 skammtar sódavatn

2 tsk sýróp (eða 4 msk sykur)

Myntan er mulin mjúklega og sett í hátt glas. Safinn úr lime er kreistur og bætt út í glasið auk sýrópsins. Glasið er fyllt með klökum. Þá er romminu og sódavatninu bætt út í og hrært vel. Glasbrúnin er skreytt með lime bát.

Frekari upplýsingar um drykkinn má finna á www.bacardimojito.com/

Njótið vel

Latest posts by Guðrún Pálína Ólafsdóttir (see all)

Guðrún Pálína Ólafsdóttir skrifar

Guðrún Pálína hóf að skrifa á Deigluna í ágúst 2002.