Krassandi greinaskrif og hvalveiðar

Sú var tíð að greinaskrif í íslenskum dagblöðum voru fjörug og krassandi, sumir myndu jafnvel segja ómálefnaleg og rotin. Hin síðari ár virðast greinarhöfundar hafa róast og meirihluti þeirra tekur afstöðu sem nær ómögulegt er að vera ósammála eða þeir fjalla um mál sem engan snerta eða öllum er sama um.

Heilög Jóhanna, utanbæjarmenn og fjölgun mannkyns

Jóhanna Sigurðardóttir stendur nú á hátindi ferils síns. Pólitískt líf hennar hefur loks öðlast tilgang og merkingu með uppsögnum þriggja bankastjóra.

Lax, Clinton og sama R-lista ruglið

Verð á laxveiðileyfum hefur hækkað jafnt þétt síðustu ár og hafa efnaminni laxveiðimenn furðað sig á þessari þróun, enda óskiljanlegt að einhverjir aðilar treysti sér til að borga hátt í 200 þúsund krónur fyrir einn dag í laxveiði.

Hungursneyð af völdum eins manns

Lýsingar á hinu sósíalíska Kína undir stjórn Maó formanns er að finna í bókinni Aðeins eitt barn eftir Steven W. Mosher. Bókin segir sögu kínverskrar konu sem ólst upp með byltingunni. Lýsingarnar á aðferðum stjórnvalda eru flestar andstyggilegar og varpa með eftirminnilegum hætti ljósi á fjöldahyggju og vanvirðingu fyrir lífi einstaklinga. En þrátt fyrir allan hryllinginn eru sumar athafnir einræðisherranna hreinlega broslegar.

Spilling valdsins og fóbolti sem bisness

Eins og glöggir lesendur Deiglunnar hafa tekið eftir hefur lítið verið skrifað síðustu vikurnar. Hin læknisfræðilega skýring er síþreyta, hin félagslega afsökun kallast árshátíð og hin lögfræðilega túlkun er vanefnd; aðili efnir ekki skyldu sína á réttum stað og réttum tíma.

Jafnrétti til náms

Jafnrétti til náms er mönnum afar hugleikið nú til dags. Deiglan þekkir sögu tveggja vinkvenna utan af landi sem þetta jafnrétti hefur farið misjafnlega með. Báðum gekk þeim vel í grunnskóla og eftir að hafa lokið stúdentsprófi í meðallagi kom að ákvörðun um hvert skyldi halda.

Verðmæti framtíðar

Lengi hefur verið rætt um að upplýsingar séu verðmæti framtíðar. Hér á landi hefur þessi umræða verið bundin við eitthvað sem gæti hugsanlega, einhvern tímann orðið að veruleika og þá líklega í útlöndum. En í gær bankaði framtíðin upp á hjá lítilli eyþjóð norður í Ballarhafi.