Látum vera að ritstjóri Morgunblaðsins nýti leiðara sína undir baráttu fyrir sérstakri skattlagningu á útgerðina í formi auðlindagjalds, það er hans skoðun og blaðsins þá væntanlega líka, þar sem leiðarar Morgunblaðsins eru ómerktir. Það er hins vegar hvorki ritstjóranum né blaðinu sæmandi að bera ranglega á þingmenn Sjálfstæðisflokksins þær sakir að þeir vinni gegn stefnu flokksins þegar þeir standa að því að létta þessu gjaldi af útgerðinni.
Sagt er að heyra megi söng kapellukórs King´s College í Cambridge í tjöldum fjallgöngumanna í Himalayafjöllum jafnt sem ferðalanga um Sahara á aðfangadag. Hvert sannleikskornið í þeirri fullyrðingu er skal ósagt látið en hitt er þó víst að milljónir manna heyra hann ár hvert þökk sé víðfeðmu útsendingarneti BBC en frá athöfninni hefur verið sent út síðdegis á aðfangadag í tæplega áttatíu ár.
Á hádegi á jóladag var ég búin að tala tvisvar við lögregluna. Ekki alveg venjuleg byrjun á jóladegi – en ekkert alvarlegt heldur.
Í Jólahugvekju 2007 fjallar Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson um barnið; Jesúbarnið, ungbörn og barnið í sjálfum okkar.
Jólin hafa mikil áhrif á fólk hvort sem það trúir á Jesú Krist eða ekki og þau setja okkur oft í samband við raunveruleika sem við að öllu jöfnu leiðum hjá okkur eða kjósum að hugsa ekki allt of mikið um.
Það er fátt sem gleður meira á jólum en gott jólakort frá góðum vinum eða fjölskyldumeðlimum sem ekki hefur heyrst í lengri tíma. Oft á tíðum er þetta eina sambandið sem maður hefur við viðkomandi á árinu, en með kortinu berast fréttir að allt sé í góðu lagi. Jólakorta kveðjan er góð hefð þótt ekki séu allir jafn áhugasamir um að senda kort eða persónulegar kveðjur.
Eitt af þeim samfélagslegu vandamálum sem kom upp á yfirborðið í vikunni er sú staðreynd að íslenskir unglingar svindli sér inn á Þjóðarbókhlöðuna til að lesa þar í óleyfi. Uss, æskan í dag!
Með inngöngu 9 ríkja í Mið- og Austur-Evrópu í Schengen-svæðið er íbúum svæðisins launuð sú þolinmæði sem þeir sýndu í erfiðum umbótum seinasta áratugar. Án frjálss flæðis fólks og vinnuafls hefði stækkun Evrópusambandið ekki geta orðið að veruleika.
Þrátt fyrir ólgusjó í sveiflukenndum heimi fjármálanna láta sumir engan bilbug á sér finna.
Torfusamtökin héldu á dögunum fund til að mótmæla því að byggja ætti listaháskóla og verslunarmiðstöð í miðbænum. Með svona vini þarf miðborgin ekki á óvinum að halda.
Sérstakt auðlindagjald hefur verið lagt á sjávarútveginn síðustu ár. Gjaldið hefur verið í nokkuð í umræðunni síðustu daga og hafa menn rætt um réttmæti þess og áhrif þess á sjávarútvegin. Umræðan um réttmætið er ekki einföld en erfitt er að halda því fram að þessi skattheimta sé mjög skaðleg fyrir þjóðfélagið.
„Markmiðið er einfalt, eyðum ríkjandi misskiptingu og stuðlum þannig að fullum jöfnuði í þjóðfélaginu. Það er þjóðarsátt,“ segir í ályktun frá Verkalýðsfélagi Húsavíkur. Þetta er ákall um alvöru sósíalisma – afnám markaðsskipulagsins og frjálsra viðskipta. Það væri kannski málið fyrir þessa menn að bera skoðanir sínar undir kjósendur í stað þess að reyna að þröngva þeim fram með verkfallsvopnið í höndunum?
Eftir að einn reyndasti vegaverkfræðingur landsins ásamt formanni Umferðarráðs taka afstöðu með 2+1 lausn á Suðurlands- og Vesturlandsvegi er vonandi að vindbelgdir stjórnmálamenn Sunnlendinga sem og samgönguráðherra láti öryggissjónarmiðin stýra ferð, fremur en byggðapólitík og atkvæðaveiðar, og Vegagerðin fái leyfi til að bjóða út framkvæmdina. Ef ekki, þarf samfélagið að kosta til fjölda annarra mannslífa á árum komandi. Það er óviðunandi.
Sú ráðstöfun Landsvirkjunar að færa tiltekna þætti í starfsemi sinni inn í sérstakt félag hefur kallað fram viðbrögð hjá ákveðnum aðilum sem virðast þjást af svokölluðu REI-heilkenni. Áhætturekstur opinberra fyrirtækja er allt í einu orðið sérstakt áhyggjuefni á ritstjórn Morgunblaðsins – nokkrum áratugum of seint – svona MBL+.
Eitt merkilegasta upphlaup ársins var undrun manna yfir því Guðlaugur Þór skildi ekki hætta að styðja sitt eigið vínfrelsisfrumvarp þegar hann gerðist ráðherra. „Hvernig dirfist ráðherrann að vinna gegn skoðunum nokkurra undirmanna sinna?“ spurðu menn hlessa.
Fyrir rúmu ári síðan sagði Friðrik Sophusson á ráðstefnu ungra sjálfstæðismanna um umhverfismál að það skipti ekki lengur máli hvort loftlagsbreytingar væru af mannavöldum, við yrðum hreinlega að koma fram við þær eins og svo væri. Hvort sem loftslagsbreytingar valda hlýnun eður ei þá er þá er þörf á því að koma böndum á mengun í heiminum.
Pottaskefill kom í bæinn í nótt, ég býst við að veðrið hafi leikið hann nokkuð grátt enda virðist hann ekki hafa haft tök á því að koma við heima hjá mér. Það er því gott að hugsa til þess að storminum er að slota og Askasleikir ætti því ekki að vera í neinum vandræðum með að lauma einhverju í skóinn minn.
Síðustu vikur hefur verkalýðshreyfingin komið með hugmyndir að aðkomu ríkisins vegna komandi kjarasamninga. Tvær þrepaskatthugmyndir hafa komið fram, þó nokkuð mismunandi, sér í lagi þegar jaðarskattsáhrif þeirra eru skoðuð.
Frásagnir Íslendinga af viðskiptum sínum við lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafa vakið marga til umhugsunar undanfarna daga. Sú meðferð sem Erla Ósk Arnardóttir og aðrir hafi orðið að sæta er þó í raun angi af sama meiði og hin hysteríska og ógeðfellda löggæslustefna sem Bandaríkjamenn hafa staðið fyrir undanfarin misseri og á sér margar skuggahliðar.
Gagnrýni frjálshyggjumanna á listamannalaun snýst ekki um krónur og aura. Frelsi listamanna til þess að koma sér illa við ráðamenn og valdhafa eru hin raunverulegu verðmæti sem gæta þarf að í samskiptum listamanna við ríkið og aðrar valdastofnanir.
