Sviptingar hjá Pótemkín Group

Þrátt fyrir ólgusjó í sveiflukenndum heimi fjármálanna láta sumir engan bilbug á sér finna.

Fjárfestingafélagið Pótemkín Group hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdastjóra samskiptasviðs sem gegnir jafnframt hlutverki upplýsingafulltrúa. Sá er þaulreyndur í faginu og heitir Mohammad Saeed al-Sahaf. Al-Sahaf gegndi áður hlutverki upplýsingamálaráðherra Íraks, en lét óvænt af störfum árið 2003. Á meðan fyrri störfum hans stóð höfðu hressandi gælunöfn á borð við “Axis Sally” náð að festast við kappann.

Al-Sahaf hefur strax tekið til starfa og svarar nú spurningum fjárfesta og almennings fyrir hönd Pótemkín Group. “Rekstur félagsins er með miklum ágætum, við erum að fara í gegnum tímabundnar sveiflur, allt verður gott á ný. Allt verður gott – allt er gott.” Að sögn nýja upplýsingafulltrúans er framtíðin björt fyrir félagið: “Pótemkín Group er með mörg fjárfestingaverkefni í gangi. Nú fyrir skemmstu var fjárfest í fyrirtæki sem er staðsett í karabíska hafinu stundar rannsóknir á nýrri, byltingarkenndri, genabreytti tegund trjárunna sem hafa þann hentuga eiginlega á þeim vaxa peningar. ”Að sögn forsvarsmanna Pótemkín er munu nýju peningarunnarnir gera fjármögnun fyrirtækisins mun hagfelldari til langs tíma litið. Runnarnir taka ekki til sín hefðbundið leiguverð fjármagns – vexti, heldur nærast þeir á ódýrum áburði og dassi af ásti og umhyggju.

Forstjóri Pótemktín segir gott tækifæri felast í því að kaupa í félaginu: “Ég get nú svo sem sagt frá því að ég tók loks þá ákvörðun að ráðstafa fermingarpeningunum (enda hafa þeir fengið að sitja þar í yfir 15 ár), og fóru þeir allir í kaupa á kaupréttarsamningum í Pótemkín.”

Flugufóturinn óskar forsvarsmönnum Pótemkín til hamingju með vel heppnaðar ráðningar og ekki síst þrælsniðugar fjárfestingar.

thorlindur@deiglan.com'
Latest posts by Flugufóturinn (see all)