Prinsipplaus pólitík

Kjósendur eru ekki fífl og þá ber að umgangast af virðingu. Málefnin skipta máli umfram valdapot og eiginhagsmuni þá sem nú virðast vera í tísku í höfuðborginni. Stjórnmál snúast fyrst og fremst um það að vinna traust kjósenda til að geta staðið fyrir góðum og gegnum verkum í anda þeirrar stefnu sem stjórnmálaflokkar hafa markað sér. Sú hegðun sem stjórnmálamenn í Reykjavík hafa sýnt undanfarin misseri er því ekki til eftirbreytni þar sem hún rýrir traust kjósenda á stjórnmálum, málefnum og flokkunum.

Réttarhöld yfir stríðsherra hefjast að nýju

Réttarhöld hófust að nýju í byrjun mánaðar yfir Charles Taylor fyrrum forseta Líberíu. Sérstakur dómstóll fyrir Sierra Leone, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, stýrir réttarhöldunum fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag.

Að dæma sig til áhrifaleysis

Það virðast vera einhver álög á Margréti Sverrisdóttur. Alltaf er hún fórnarlamb í pólitískum refskákum. Hún sagði sig úr Frjálslynda flokknum eftir að hafa lotið í lægra haldi í varaformannskjöri fyrir nokkrum misserum og nú telur hún að Ólafur F.(-listi) Magnússon hafi svikið sig með því að ganga til meirihlutasamstarfs við sjálfstæðismenn í Reykjavík.

Annað tækifæri sjálfstæðismanna

Öllum að óvörum hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fengið nýtt tækifæri til að stjórna borginni. Þrátt fyrir veikan málefnasamning hljóta þeir að stefna að því að nýta það betur en hið fyrra, sem einkenndist af furðulegum upphlaupum, smámunasemi og skorti á framtíðarsýn.
Ljóst er það þeir hafa verk að vinna svo borgarstjórn endurheimti traust og virðingu eftir þann smánarlega hildarleik sem orðið hefur á síðustu mánuðum.

Sjálfsögð mannréttindi

Málsvarar misgáfulegra baráttumála heyrast sífellt oftar taka sér orðið mannréttindi í munn þegar þeir vilja gefa málstað sínum aukið vægi, og virðist þá engu skipta hversu léttvæg barátta þeirra er að upplagi. En hverjum er greiði gerður þegar svo djúpt er tekið í árinni?

Synjun Seðlabankans

Fyrir rúmum mánuði lagðist Seðlabankinn gegn því að Kaupþing fengi leyfi til þess að færa bókhald og semja ársreikninga í evrum. Seðlabankinn tók sérstaklega fram að hann væri “mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu.” Með þessu áliti sínu virðist Seðlabankinn vera að taka upp afar afturhaldssama stöðu hvað varðar framþróun á viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Það væri mikið óheillaspor fyrir íslensku þjóðina ef stjórnvöld hyrfu af braut viðskiptafrelsis og tækju þess í stað leggja óþarfa steina í götu fyrirtæka sem vilja halda áfram að sækja fram og taka upp nýjungar í rekstri sínum.

Væntingar og árangur íslenska landsliðsins

Þessa dagana stendur yfir Evrópumeistaramótið í handbolta. Að venju fylgjast Íslendingar vel með sínu liði og í raun ótrúlegt hvað stór hluti þjóðarinnar fylgist vel með. Jafnvel mestu anti-sportistar límast við skjáinn á leikdögum og styðja sína menn. Íslenska samstaðan í öllu sínu veldi – því þetta eru jú “strákarnir okkar”.

Íslensk kreppa?

Umfjöllun um vandræði fjárfesta og lækkandi hlutabréfaverð hafa vart farið framhjá neinum. En hvaða áhrif hefur það á íslenskt hagkerfi og stefnum við í kreppu?

Sundagöng eru vond lausn

Ákvörðun borgarráðs nú í vikunni um að Sundabraut skuli í göng er vond ákvörðun. Af þeirri einföldu ástæðu að Sundagöng eru vond lausn. Eyjalausnin, sem Vegagerðin mælir með, er hins vegar ekkert sérstaklega góð heldur. Þegar málin eru komin í klúður, er þá ekki kominn tími til að stokka upp í spilunum og pæla í hlutunum aðeins upp á nýtt?

Við Laugaveg stóð kofi einn

Fyrir tveimur árum lauk heildstæðri vinnu um friðun húsa á Laugaveginum. Þar var gengið ansi langt í friðunarátt, líklegast lengra en var miðbænum fyrir bestu. En nú á að ganga enn lengra og friða hús með númerum 4-6 því húsið með númeri 2 sé svo flott. Með þessu áframhaldi verður bílasalan Hekla orðin að þjóðargersemi fyrir árslok.

Véfréttin í Reykjavík

Greiningardeildir hafa farið hamförum í tímamótaspágerð um þróun íslenska hlutabréfamarkaðarins.

Peningamaðurinn Romney

Þann 7. til 13. Janúar var Deiglan með bandaríska viku þar sem allir pistlar fjölluðu um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Vikan tókst með eindæmum vel og mun Deiglan halda áfram að fjalla um kosningabaráttuna fram að kjördegi í Bandaríkjunum. Í dag verður litið aðeins á feril Mitt Romneys áður en hann fór í stjórnmál.

Amerískur fótbolti 101

Forsetakosningar eru ekki það eina sem heldur Bandaríkjamönnum límdum við skjáinn þessa dagana því úrslitakeppni ameríska fótboltans fer fram nú á sunnudaginn. Pistill dagsins ætti að gera lesendum kleift að njóta úrslitakeppninnar með bros á vör. Hér á eftir fer fram kynning á íþróttinni, liðunum og þeim litríku karakterum sem eiga í hlut.

Skiptir trúarafstaða frambjóðanda máli?

Frambjóðandi er metinn út frá ýmsum þáttum. Þeir hafa mismikið vægi og skipta í raun mismiklu máli fyrir embættið sem slíkt en því miður er ekki alltaf fullt samræmi þarna á milli. Í eftirfarandi pistli ætla ég að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort trúarskoðanir skipti einhverju máli þegar kemur að því að meta hæfi einstaklings til þess að gegna opinberu embætti

Árið sem Múrinn féll

Fyrir rúmlega einu ári síðan benti Deiglan á ártalsvillu í umfjöllun Múrsins um sögu Suður-Ameríku. Í kjölfarið hætti Múrinn að koma út. Það var nú kannski fullmikið af hinu góða.

Reikningurinn sendur borgarbúum

Er ekki kominn tími til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg fari í naflaskoðun hvað fjármálin varðar í stað þess að heimta alltaf sífellt meira fé frá íbúum borgarinnar?

Clinton, McCain og Obama – bestu kostirnir

Áhugi um heim allan á prófkjörum fyrir bandarísku forsetakosningarnar er skiljanlegur. MIkilvægast er að með sigur fari frambjóðandi sem mun stuðla að betri utanríkisstefnu og meiri virðingu fyrir mannréttindum. Á þessum tveimur sviðum hafa Bandaríkin brugðist síðustu ár. Repúblikaninn John McCain og demókratarnir Barack Obama og Hillary Clinton eru líkleg til þess að bæta eitthvað af þeim skaða sem orðið hefur.

Sviptingar vikunnar í tölum

Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar á síðustu 10 dögum í bandarískum stjórnmálum. En stundum er erfitt að átta sig á raunverulegri þýðingu hinna ýmsu atburða. Nú er það hins vegar mun auðveldara en áður þar sem markaðir hafa orðið til á vefnum þar sem unnt er að sjá líkunar á því að hver og einn frambjóðandi sigri á hverjum tíma.

Skemmtilegasti forsetaframbjóðandinn

Ef Mike Huckabee verður næsti forseti Bandaríkjanna mun það skapa ýmis vandamál. En eitt er víst: hann er á góðri leið með að verða skemmtilegasti forsetaframbjóðandi sögunnar.

Annað tækifæri

Þeirri klisju er nánast undantekningalaust haldið á lofti fyrir hverjar forsetakosningar í Bandaríkjunum að um sé að ræða einar þær mikilvægustu í langan tíma. Og nánast undantekningalaust er sú klisja ekki rétt. En í þetta sinn má færa fyrir því sterk rök að svo sé – að minnsta kosti þegar kemur að utanríkismálum.