Væntingar og árangur íslenska landsliðsins

Þessa dagana stendur yfir Evrópumeistaramótið í handbolta. Að venju fylgjast Íslendingar vel með sínu liði og í raun ótrúlegt hvað stór hluti þjóðarinnar fylgist vel með. Jafnvel mestu anti-sportistar límast við skjáinn á leikdögum og styðja sína menn. Íslenska samstaðan í öllu sínu veldi – því þetta eru jú “strákarnir okkar”.

Þessa dagana stendur yfir Evrópumeistaramótið í handbolta. Að venju fylgjast Íslendingar vel með sínu liði og í raun ótrúlegt hvað stór hluti þjóðarinnar fylgist vel með. Jafnvel mestu anti-sportistar límast við skjáinn á leikdögum og styðja sína menn. Íslenska samstaðan í öllu sínu veldi – því þetta eru jú “strákarnir okkar”.

Handbolti er í raun eina hópíþróttin sem íslendingar hafa komist nálægt því að vera í fremstu röð og vinna sér öllu jafnan inn keppnisrétt á stórmótum. Sökum þessa árangurs eru væntingar til liðsins oft mikilar – og fullkomlega réttmætar miðað við lið í “fremstu röð”. En það sem vakið hefur athygli er að árangur liðsins virðist vera í merkilega mikilli andstöðu við væntingarnar. Ef þjóðin ber miklar væntingar til liðsins er árangurinn yfirleitt dapur. Ef væntingarnar eru litlar er árangurinn jafnan bestur.

Þetta hefur einmitt verið raunin á yfirstandandi Evrópumeistaramóti. Síðustu dagana og vikurnar fyrir mót kepptust menn um að hæla liðinu í fjölmiðlum og spá góðu gengi. Landsliðsjálfarinn taldi liðið í góðu formi og stefndi ótrauður á verðlaunasæti. Byggðar voru upp miklar væntingar en eins og glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa tekið eftir hefur landsliðið spilað skelfilega í leikjum riðlakeppninnar ef undan er skilinn fyrri hálfleikurinn á móti Slóvökum. Árangurinn hefur verið akkúrat öfugur við væntingarnar.

Besti árangur íslenska liðsins á stórmótunum tveimur er annars vegar 5. sætið á heimsmeistaramótinu í Kumamoto 1997 og hins vegar 4. sætið á Evrópumeistaramótinu í Svíðþjóð árið 2002. Fyrir báðar þessar keppnir voru væntingar til liðsins almennt ekki miklar og töldu spekingarnir að liðið væri ekki í sínu besta formi. Árangurinn var akkúrat öfugur við væntingarnar.

Þessar vangaveltur eru byggðar á fullkomlega óvísindalegum rannsóknum en engu að síður umhugsunarverðar því svo virðist sem öfug fylgni sé á milli væntinga til landsliðsins og árangurs í keppnum. Því verður ekki svarar hér hver ástæðan er fyrir þessu, en ljóst að enn er nokkuð í land að byggja upp þann stöðugleika sem nauðsynlegur er landsliði sem á að heita í fremstu röð.

Við getum því ekki annað gert en að vona að hinn slaki árangur síðustu daga dragi niður væntingarnar og árangurinn muni þá kannski fara að batna í staðinn. Áfram Ísland.

Latest posts by Andri Heiðar Kristinsson (see all)