Patentlausna-pólitík dugir skammt

Það er enginn skortur á patentlausnum um hvernig leysa skuli þann vanda sem efnahagslífið stendur frammi fyrir. Einmitt í slíkum aðstæðum reynir á stjórnvöld og ráðamenn að sýna þolinmæði og ana ekki út í lausnir og aðgerðir til þess eins að gera eitthvað og virka ekki „ráðalaus“ að mati ímyndarsérfræðinganna.

Fyrst og síðast taktík

Fyrir mánuði síðan gerði ég grein fyrir þeim ástæðum sem Robert A. Pape hefur sagt þær helstu sem liggi að baki þeirri ákvörðun að grípa til sjálfsmorðs- sprengjuárása. Þær eiga að mínu viti misvel við en til þess ber að líta að það tímabil sem hann skoðaði náði aðeins fram til ársins 2002.

Hvenær eru viðskipti sanngjörn?

Í Háskóla Íslands standa nú yfir „Sanngjarnir dagar,“ en það nafn er sótt til þeirrar hreyfingar sem venjulega hefur verið kennd við „Fair Trade.“ Tilefnið er samkvæmt tilkynningu frá skólanum að „fagna því að loks sé hafin framleiðsla á fyrstu Fair Trade vörunni á Íslandi.“

Ekki segja mér að Jólasveinninn sé ekki til

1. apríl var í gær með tilheyrandi göbbum og gabbtilraunum.

Ókeypis sjónvarpsefni á torrentum

Torrent síður hafa verið gríðarlega vinsælar og nú hefur kanadíska ríkissjónvarpið ákveðið að nýta sér þær til að dreifa efni. Þátturinn „Canada’s Next Great Prime Minister“ fer sjálfkrafa inn á torrent síður 24 tímum eftir frumsýningu. Mættu fleiri sjónvarpsstöðvar taka sér þetta til fyrirmyndar.

Spýtt á Spitzer

Viðskipti Eliot Spitzer við vændiskonuna „Kristen“ voru alvarleg brot á trúnaði fjölskyldu hans og kjósenda. Starfi hans sem fylkisstjóra var sjálfhætt í kjölfarið, og ekki útilokað að eins fari um hjónaband hans. Málið sýnir í hnotskurn tvískinnung Spitzer – en ekki síður tvískinnung þeirra sem hafa veist að honum undanfarnar vikur.

Niðursveifla í efnahagslífi – tími til uppbyggingar

Nú er niðursveifla íslensks efnahagslífs í hámæli. Á öllum krísutímum, hvort heldur hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða þjóðum er lykillinn að réttum viðbrögðum og lausn vandamálanna yfirleitt falin í jafnvægi á milli skammtíma- og langtímasjónarmiða. Ásamt því að huga að skammtímaaðgerðum er því nú kjörið að huga að grasrótinni og bæta rekstrar- og stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja.

Flytjum höfnina, látum flugvöllinn vera

Um skipulagsmál Reykjavíkurborgar hef ég skrifað bæði hér á Deiglunni og á eigin bloggi. Það þarf svo sem ekki að taka það fram hversu nauðsynleg öflug umræða um skipulagsmál er þessa daga. Landspítali mun rísa í kjarna borgarinnar, flugvöllurinn skal fara eða vera kyrrsettur, gömul og niðurnýtt hús í miðbæ borgarinnar skulu rifin eða varðveitt, ný íbúðarhverfi vaxa í útjaðri borgarinnar og hugmyndir um lestarsamgöngur eru settar fram á ný. Þá hefur verið ákveðið að gera úttekt á léttlestarkerfi fyrir höfuðborgarsvæðið annars vegar og lest til Keflavíkurflugvallar hins vegar.

Mikilvægar yfirlýsingar forsætisráðherra

Í ræðu sinni á aðalfundi Seðlabankans í gær sagði Geir Haarde: “Hreinar skuldir ríkissjóðs eru nú litlar sem engar … Það þýðir að ríkissjóður hefur mikinn fjárhagslegan styrk og getur tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þarf að halda. Það er því engum vafa undirorpið að ríkissjóður og Seðlabankinn gætu hlaupið undir bagga ef upp kæmi alvarleg staða í bankakerfinu.” Þessi yfirlýsing er skýrt merki um það að ríkissjóður mun nota fjárhagslegan styrk sinn til þess að sporna gegn því að fjármálakreppa skelli á hér á landi.

Sjaldan er á botninum best

Í einhverjum mesta brotsjó sem íslenskt hagkerfi hefur gengið í gegnum á síðustu árum heyrist oft spurt: er botninum náð? Eina skynsamlega svarið við þessari spurningu er að við munum ekki vita það fyrr en við erum komin vel uppúr síðasta öldudalnum þar sem eðli hagsveiflna er að þær eru metnar útfrá fortíðargögnum.

Nýtt fæðingarorlof

Ljóst er að markmið um að jafna stöðu kynjanna á atvinnumarkaði og hvetja feður til að taka meiri þátt í barnauppeldinu á fyrsta árinu hefur ekki að öllu leyti náðst með lögunum um fæðingarorlof og staðan oftar en ekki sú að móðirin er heima í 6 mánuði og faðirinn í 3 mánuði.

F**K the beauty… give me results!

Að velja leikmenn til að spila fyrir Íslands hönd í knattspyrnu er alltaf erfitt. Þegar málið snýst svo um val á leikmönnum í A-landslið karla erum við komin að umræðuefni sem allir hafa skoðun á, allir vita hvernig liðið á að vera. Ég ætla ekki að reyna að segja landsliðsþjálfaranum hvernig hann á að velja liðið en ég má eins og allir aðrir hafa skoðun á málinu.

Lestardraumar

Í hugum margra eru lestarsamgöngur eitt af þeim göfugu endamarkmiðum sem hver borg þarf að marka sér til að komast á kortið sem borg meðal borga. Hækkandi bensínverð gerir að verkum að draumur um slíkan munað virðist færast nær. En því miður dugir það ekki til að vinna á ákveðnum meginforsendum sem gera öflugar og sjálfbærar almenningssamgöngur í Reykjavík að lítt fýsilegum kosti um langa tíð enn.

Páskahugvekja

„Ég þakka Guði fyrir það að vera alveg trúlaus,“ sagði maðurinn. „Það er hægt að brosa að þessari tilvitnun. En þegar betur er að gáð þá er mikilvægur boðskapur í þessari þversögn og ekki undarlegt eða út í hött að taka svona til orða“, segir Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson í Páskahugvekju um trúna, efann, trúarboðskapinn og það erindi sem Kristur á við okkur í dag.

Einstakt tækifæri

Efnahagsmál hafa einokað umræðuna á Íslandi að undanförnu og kannski ekki furða. Neikvæðar fréttir af mörkuðum eru nú allsráðandi sem gefur til kynna að kreppa sé óumflýjanleg.

Stóri Björninn felldur

Bandaríski fjárfestingabankinn Bear Stearns var seldur nauðungarsölu um síðustu helgi eins og flestir áhugamenn um viðskipti vita. Hins vegar eru enn blómleg viðskipti með hlutabréf hans.

Kína er eitt, Taívan annað

Ef sjálfstæð utanríkisstefna Íslands á að felast í því að dempa lýðræðisþorsta asískra eyríkja væri betur heima setið en af stað farið.

Skref aftur á bak

Við íslenskuskor Háskóla Íslands hefur verið boðið upp á kennslu í fjarnámi sem mælst hefur vel fyrir. Sú ákvörðun hefur hins vegar verið tekin að frá og með haustinu verði mest allri fjarkennslu hætt við skorina. Þrátt fyrir fögur loforð Háskólans um eflingu fjarnáms hefur ekki fengist nægjanlegt fjármagn til að halda fjarkennslunni gangandi.

Sjúkrabraut, Hringbraut eða Flugbraut?

Þvílíkt klúður sem það er að byggja nýja Landspítalann (LSH) við Hringbraut. Að hafa stærstu heilbrigðisstofnun landsins í 101 Reykjavík var kannski ekki vandamál á fyrri hluta síðustu aldar, enda þá í útjaðri íbúabyggðar. Aðstæður eru allt aðrar í dag.

Bankastjórar leggjast í vesturvíking

Árleg ráðstefna Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins var haldin í New York í gær. Forsætisráðherra opnaði ráðstefnuna, og í kjölfarið komu bankastjórar stóru bankanna þriggja ásamt forstjóra Baugs. Frá upphafi var ljóst að mál málanna var hátt vaxtaálag íslenskra banka og ríkissjóðs, sem og fjármögnun og staða íslenska viðskiptalífsins.