Ókeypis sjónvarpsefni á torrentum

Torrent síður hafa verið gríðarlega vinsælar og nú hefur kanadíska ríkissjónvarpið ákveðið að nýta sér þær til að dreifa efni. Þátturinn „Canada’s Next Great Prime Minister“ fer sjálfkrafa inn á torrent síður 24 tímum eftir frumsýningu. Mættu fleiri sjónvarpsstöðvar taka sér þetta til fyrirmyndar.

Baráttan við torrent síður heldur áfram, en vinsældir þeirra eru gríðarlegar á Íslandi (sem og annar staðar), sem dæmi var nálægt 10% íslensku þjóðarinnar skráð fyrir reikning á torrent.is síðunni áður en henni var lokað. Síðan var ein vinsælasta síða landsins, þrátt fyrir að hafa vera lokuð fyrir öðrum en boðsgestum. Torrent.is var bara ein leið af mörgum sem eru í boði af innlendum og erlendum ásamt öðrum leiðum til að sækja efni af netinu .

Vinsældirnar á Íslandi ættu að koma fáum á óvart, íslenskar sjónvarpsstöðvar eru að sýna þætti stundum 1-2 árum eftir að þeir eru frumsýndir, og lítil áhersla hefur verið lögð á pöntunarsjónvarp, þótt það hafi aðeins breyst með tilkomu sjónvarpi Símans.

Ríkissjónvarpið í Kanada hefur ákveðið að taka nýja stefnu í þessum málum, í staðin fyrir að berja hausnum við steininn bjóða þeir nú upp á þáttinn „Canada’s Next Great Prime Minister“ inn á torrent síðum. Þátturinn fer inn á síðuna sjálfkrafa 24 stundum eftir að hann er frumsýndur.

Ágóðinn fyrir sjónvarpstöðina eru að þáttunum er dreift til mun fleiri en sem hefðu séð þá annars, sjónvarpsstöðin stjórnar upptökunni og gæðunum sem fólk sér þá í, og hún getur stjórnað birtingunni eins ot auglýsingum eða annað sem á að vera í þáttunum.

Sjónvarpsstöðin ákveður einnig að nýta sér vinsældir þessara síðna, en ef þeir hefðu boðið upp á þá ókeypis á eigin síðu hefðu ansi margir orðið af þeim, þar sem þeir hefðu einfaldlega ekki vitað af tilvist þáttanna. Með p2p tækninni er niðurhalsálagið heldur ekki bara á þeirra netþjónum og því þurfa þeir ekki stórt tölvukerfi til að dreifa skránni (í raun bara venjulega nettengingu og tölvu eins og hinir á p2p netinu).

Það er ólíklegt að þætti sem þessum hefði nokkru sinni ná augum íslenskra áhugamanna um stjórnmál, en með þessum aðgerðum hefur þessi prýðisþáttur náð augum íslenskra áhugamanna um stjórnmál.

Nú hefur ríkissjónvarpið gert nýjan samning við leikara og það væri gaman að sjá bæði eldra og nýtt efni í boði með slíkum hætti. Um leið opna fyrir frekari dreifingu á efninu og koma því í hendur þeirra sem hafa áhuga á að horfa á þessa þætti, en hafa ekki tíma til að sitja yfir sjónvarpinu einmitt á þeim tíma sem þeim hentar að sýna það.

Vonandi eiga mun fleiri sjónvarpsstöðvar eftir að fylgja í fótspor kanadísku sjónvarpstöðvarinnar og bjóða upp á efni til niðurhals. Sjónvarpsstöðvar þurfa að opna augun fyrir kostum þess að nýta sér þær leiðir sem fólk notar í dag til að sækja sjónvarpsefni í staðin fyrir að berjast stöðugt gegn þeim.

Canada’s Next Great Prime Minister á mininova.org

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.