F**K the beauty… give me results!

Að velja leikmenn til að spila fyrir Íslands hönd í knattspyrnu er alltaf erfitt. Þegar málið snýst svo um val á leikmönnum í A-landslið karla erum við komin að umræðuefni sem allir hafa skoðun á, allir vita hvernig liðið á að vera. Ég ætla ekki að reyna að segja landsliðsþjálfaranum hvernig hann á að velja liðið en ég má eins og allir aðrir hafa skoðun á málinu.

Að velja leikmenn til að spila fyrir Íslands hönd í knattspyrnu er alltaf erfitt. Þegar málið snýst svo um val á leikmönnum í A-landslið karla erum við komin að umræðuefni sem allir hafa skoðun á, allir vita hvernig liðið á að vera. Ég ætla ekki að reyna að segja landsliðsþjálfaranum hvernig hann á að velja liðið en ég má eins og allir aðrir hafa skoðun á málinu.

Íslenska landsliðið hefur ár eftir ár eftir ár verið gagnrýnt fyrir það að spila leiðinlega knattspyrnu. Ég vill meina að ástæðan fyrir því sé einfaldlega sú að við höfum ekki haft skapandi leikmenn síðan Rúnar Kristinsson hætti. Íslenska landsliðið hefur einkennst á miklum baráttumönnum á miðjunni sem hafa átt erfitt með að koma boltanum frá sér, allavega á samherja.

Engu að síður hafa síðustu landsliðsþjálfarar reynt að spila sóknarbolta.

Þegar ég horfi á listann yfir þá leikmenn sem, Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari valdi þá finnst mér gaman að sjá hvað liðið er í raun ungt. Í hópnum eru margir ungir og efnilegi leikmenn. Flestir þeirra eru mjög léttleikandi og hugmyndaríkir. Með því að spila leikmönnum á borð við Emil Hallfreðssyni, Theódor Elmari, Eggerti Gunnþórs og Aroni Einari þá gætum við hugsanlega farið á sjá hugmyndaríkari sóknarleik. Þessir strákar eru allavega líklegri til að reyna eitthvað meira í leiknum en að senda boltann á Eið Smára og sjá hvað hann getur gert. Þó fylgir sá böggull skammrifi að þetta kemur að öllum líkindum niður á varnarleiknum.

Ef til vill ætlar Ólafur Jóhannesson að reyna að fá íslenska landsliðið til að spila skemmtilegan fótbolta og halda áfram þeirri stefnu sem Logi Ólafs og Ásgeir Sigurvinsson settu af stað. Ef til vill er hann að reyna að gera allt sem hann getur til þess að fylla hina rándýru stúku í Laugardalnum, hver veit? En er það virkilega það sem Íslenska þjóðin sækist eftir? Er okkur ekki alveg sama hvort við spilum skemmtilegann eða leiðinlegann fótbolta? Viljum við ekki bara vinna?

Guðjón Þórðarson lét íslenska landsliðið ekki spila skemmtilegan fótbolta. Hann vann úr því sem við höfðum og náði árangri. Ísland hefur alltaf verið þekkt fyrir varnarleik. Af hverju erum við að reyna að spila sóknarbolta þegar við erum ekki með leikmenn í það. Gefum ungu strákunum tíma til að aðlagast betur hjá sínum félagsliðum og komast í betri leikæfingu áður en við setjum það á herðar þeirra að lyfta leik Íslenska landsliðsins upp um nokkur skemmtanalevel. Látum kvennalandsliðið sjá um það.

Spilum okkar varnarbolta, notum það sem við höfum og hölum inn stig. Sigur er sigur hvort sem hann er fallegur eða ljótur. Íslenska þjóðin þráir sigra ekki fallegan fótbolta.

F**K the beauty… give me results.