Plast er alveg magnað efni. Það er endingargott og létt, sterkt, ódýrt og hægt að gera úr því nánast hvað sem er. Það er ástæðan fyrir að það er notað í bókstaflega hvað sem er. Helstu kostir plastsins eru jafnframt helstu gallar þess. Það virðist vera ódrepandi með öllu og því gríðarlegur ógnvaldur fyrir umhverfið. Eigum við samt bara ekki að tala um eitthvað annað?
Það þótti tilefni til forsíðuuppsláttar í Fréttablaðinu í lok janúar þegar Samfylkingin bætti fylgi sitt um fimm prósentustig. Þegar sami flokkur missir rúm átta prósentustig og VG nær að auka fylgi sitt um helming nær sú frétt ekki á forsíðuna, heldur á blaðsíðu fjögur.
Fyrir um viku síðan lauk í fyrsta sinn keppninni um Gulleggið – Frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanema og nýútskrifaðra. Gulleggið er samkeppni um gerð viðskiptaáætlana sem haldin er af Innovit að fyrirmynd MIT háskólans í Bandaríkjunum. Fyrir tæpum þremur mánuðum voru sendar inn yfir 100 viðskiptahugmyndir. Þar af komust átta þeirra í úrslit og í fyrstu þremur sætunum urðu Eff2 technologies úr HR, CLARA frá HÍ og Bjarmalundur frá Bifröst.
Nú er í meðferð frumvarp á Alþingi sem leyfir verðbréfasjóðum að lána verðbréf sín. Þetta er mjög jákvætt skref en alltaf eru einhverjar efasemdaraddir.
Fæstir myndu telja golfíþróttina til þeirra íþróttagreina þar sem þátttakendur leggja líf og limi í verulega hættu. Sumir ganga svo langt að segja að golf sé íþrótt fyrir eldra fólk og þá sem almennt séð hafa lagt kynlífsiðkun á hilluna. Nýfallinn dómur héraðsdóms Reykjaness leiðir annað í ljós.
Erlend lán Íslendinga á undanförnum árum voru ekki bara einkenni lítils hagkerfis, heldur eitt af einkennum þeirra leikreglna sem gilda þegar ungir Seðlabankar án orðspors eiga í hlut. Slík peningamálastjórn minnir yfirleitt meira á hnefaleika en júdó.
Besta leiðin til að efla íslenskukunnáttu útlendinga er að setja á fót stöðluð íslenskupróf á mismunandi erfiðleikastigum og verðlauna þá sem þau taka með auknum tækifærum í atvinnulífi. Þannig væri til dæmis hægt að krefjast ákveðinnar íslenskukunnáttu af strætóbílstjórum, meiri kunnáttu af þeim sem ynnu við umönnun, og enn meiri af þeim sem vildu gerast læknar, kennarar eða lögfræðingar.
Þátttaka stjórnmálamanna í Ólympíuleikum í Peking er pólitísk. Ef stjórnmálamenn vilja ekki að pólitík og íþróttir blandist saman, en vilja samt mæta á Ólympíuleikana, eiga þeir að gera það sem almennir gestir. Þannig losna þeir við að verða gerðir að leikmunum í pólitískri sýningu kínverskra stjórnvalda.
Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er að hefja sig til flugs á ný. Síðast þegar hún var í hámæli var varla hægt að opna dagblað án þess að lesa aðsenda grein um flugvallarmálið og fengu líklega margir sig fullsadda á þeirri orrahríð.
Ríkisstjórnin og Seðlabankinn standa um þessar mundir frammi fyrir hættu á alvarlegum efnahagsvanda. Í raun er um tvö að mestu aðskilin vandamál að stríða. Í fyrsta lagi hefur þensla og vaxandi verðbólga gert það að verkum að líklega verður ekki hjá því komist að hagkerfið gangi í gegnum tímabundna niðursveiflu. Í öðru lagi, standa íslensku bankarnir nú frammi fyrir lausafjárvandi í erlendri mynt. Síðara vandamálið er miklu alvarlegra en hið fyrra.
Stuttmyndin Fitna eftir Geert Wilders og heimildarmyndin Jesus Camp eftir Heidi Ewing og Rachel Grady eru án efa umtöluðustu og umdeildustu myndir þessa dagana.
Fyrir átta árum kom út grein á vegum Alþjóðabankans þar sem rannsakað var hvort háir vextir myndu styðja gjaldmiðla sem ráðist væri á af spákaupmönnum. Niðurstöður rannsóknarinnar vekja spurningar um aðgerðir Seðlabankans.
Að undanförnu hafa eigendur leikfangabíla staðið fyrir hörðum mótmælum á leikskólum borgarinnar og víðar vegna hækkunar á aðflutningsgjöldum á leikfangabílum. Leikfangabílaeigendur hafa boðað enn harðari aðgerðir ef ekki verður gengið að kröfum þeirra hið snarasta að sögn talsmanns eigenda leikfangabíla.
Ólympíueldurinn berst nú hratt um heiminn. Leið hans er stytt í hverri borginni á fætur annarri og öll athyglin beinist að mótmælunum sem fylgja eldinum en ekki þeirri táknrænu og hátíðlegu athöfn sem alla jafna felst í ferð ólympíueldsins. Mikið hefur verið rætt um að stjórnmálamenn mæti ekki á opnunar- og lokahátíð leikanna til að mótmæla mannréttindabrotum Kínverja, en hvað geta íþróttamennirnir gert ef eitthvað til að tjá afstöðu sína?
Í gær tryggðu Liverpool og Chelsea sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld getur Manchester United orðið þriðja enska liðið í undanúrslitunum þegar það mætir AS Roma frá Ítalíu. Hvernig sem fer í kvöld er ljóst að enska deildin er að stimpla sig inn sem sú sterkasta í Evrópu.
Bankastjórar Seðlabanka Íslands eiga ekki 7 dagana sæla þessi misserin. Verðbólga hefur ekki verið hærri í 6 ár og útlit er fyrir að gengisfall síðustu vikna muni ýta 12 mánaða verðbólgu upp í sitt hæsta gildi síðan í óðaverðbólgunni 1990. Margir efast um peningastefnuna sem Seðlabankinn rekur en hvað er Seðlabankinn að reyna að gera og hvers vegna tekst það ekki?
Einn af undirheimum veraldarvefsins, sem við treystum öll á í okkar daglega lífi, hlýtur að vera spjallborðamenningin. Á hinum ýmsu spjallborðum má finna stórmerkilega notkun á íslenskri tungu sem, á stundum, jaðrar við hreinni slátrun.
Mótmæli atvinnubílstjóra í síðustu viku voru að einhverju leyti skiljanleg en að sama skapi furðuleg. Enn furðulegri voru viðbrögð lögreglu við þessum mótmælum í ljósi fyrri afskipta lögreglunnar af öðrum mótmælum síðustu ár. Falun Gong meðlimir voru ekki á vörubílum, það sama á við um meðlimi Saving Iceland. Varla mismunar lögreglan mótmælendum eftir því hverju er verið að mótmæla. En atvinnubílstjórar fengu í nefið á meðan lögreglan handtók Falun Gong liða.
Undanfarna daga hafa atvinnubílstjórar átt flestar fyrirsagnir fjölmiðlanna enda hafa þeir staðið fyrir einum mestu mótmælum seinni ára. Í fyrstu var umfjöllun fjölmiðla á jákvæðum nótum en nú kveður hins vegar við annan tón. Fjölmiðlar benda nú á að bílstjórar séu að teppa mikilvægar sjúkraflutningsleiðir og í viðtölum við lögregluna hafa verið tínd til ýmis konar smávægileg brot á lögum sem bílstjórarnir hafi gerst brotlegir við. Þetta er ekki að ástæðulausu og skal nú litið til heimilda lögreglu til að stöðva slík mótmæli.
Hefur þú einhvern tímann heyrt um Debbie Shank? Ef þú hefur fylgst vel með málum í BNA þá eru allar líkur á að þú hafir heyrt um málið, annars veistu væntanlega ekki um hvað ég er að tala. Debbie var nefnilega svo óheppin að lenda í bílslysi fyrir nokkrum árum og því er hún núna á stofnun. Vegna slysins gat hún farið í mál og unnið sér inn svo lítinn pening. Ekki það að hún viti eitthvað um málið þar sem hún er með þó nokkurn heilaskaða.