Öfgar og áróður

Stuttmyndin Fitna eftir Geert Wilders og heimildarmyndin Jesus Camp eftir Heidi Ewing og Rachel Grady eru án efa umtöluðustu og umdeildustu myndir þessa dagana.

Stuttmyndin Fitna eftir Geert Wilders og heimildarmyndin Jesus Camp eftir Heidi Ewing og Rachel Grady eru án efa umtöluðustu og umdeildustu myndir þessa dagana. Kvikmyndin Fitna var gerð af íhaldsmanninum og hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders. Í myndinni sem er 15 mínútur að lengd blandar hann meðal annars saman myndum af hryðjuverkum í Bandaríkjunum, London, Madrid og víðar við vers úr Kóraninum.
Jesus Camp er hins vegar heimildarmynd um kristilegar sumarbúðir sem prédikarinn Becky Fischer rekur við Devil’s Lake í Norður-Dakóta. Þar er börnum allt niður í sex ára aldur kennt að verða dyggir hermenn guðs, spámannsgáfa þeirra ræktuð og þau þjálfuð fyrir það hlutverk að ná Bandaríkjunum aftur undir Krist.

Báðar eru þessar myndir öfgafullar og báðar sýna þær mikla fordóma gegn íslam. En maður velti fyrir sér hvort einhverjir múslimar horfi á mynd eins og Jesus Camp og dæmi kristna menn sem öfgafulla múslimahatara líkt og einhverjir vesturlandabúar horfa á mynd eins og Fitna og dæma alla múslima sem hryðjuverkamenn?!

Misjafn er sauðurinn í hverjum hópi en ekki má þó dæma allan hópinn vegna atferlis nokkurra. Vissulega eru íslamskir hryðjuverkahópar staðreynd og vaxandi áhyggjuefni en áróðursmynd sem hefur þann tilgang að vinda upp enn meiri múslimahatri er ekki til að bæta ástandið. Heimildamyndin Jesus Camp gefur innsýn inn í heim öfgafullra envangilískra kristinna manna í Bandaríkjunum þar sem fylgst er með heilaþvotti á börnum með yfirlýst markmið að taka yfir Bandaríkin og gera þau að hermönnum þess lands til að berjast við múslima. Í myndinni heyrist í einum prédikaranum í sumarbúðunum kalla yfir hóp barnanna: “Hversu mörg ykkar myndu gefa upp líf ykkar til að vera með Jesús? Og börnin æpa “ég, ég..” Þau öskra: “stríð stríð..” og “ertu með eða ekki?” sem er í raun sama og öfgafullir múslimar segja og innihaldið er það sama…trúarlegt stríð, annað hvort ertu hluti af lausninni eða ekki! Það er ekkert pláss fyrir neitt þar á milli.

1/3 jarðarbúar eru börn en báðir öfgahóparnir beita sínum áhrifum á börnin og því er óumflýjanlegt að öfgahópar stækki.
Fitna samsett af slæmum atburðum sem framdir eru af hryðjuverkahópum og múslimum lögð orð í munn. Og hins vegar er Jesus Camp mynd þar sem kvikmyndamennirnir villtu á sér heimildir til að taka upp myndina og hafa jafnvel klippt hana til í þeim tilgangi að fá enn áhrifameira efni en raunveruleikinn segir til um.
Báðar þessar myndir sýna okkur ekki bara hversu misjafnt fólk getur verið af skoðunum heldur hversu áhrifamiklar kvikmyndir eins og þessar eru og geta þeir sem þær gera látið hluti líta verr út en efni standa jafnvel til.

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)