Hver er þessi kona?

Hefur þú einhvern tímann heyrt um Debbie Shank? Ef þú hefur fylgst vel með málum í BNA þá eru allar líkur á að þú hafir heyrt um málið, annars veistu væntanlega ekki um hvað ég er að tala. Debbie var nefnilega svo óheppin að lenda í bílslysi fyrir nokkrum árum og því er hún núna á stofnun. Vegna slysins gat hún farið í mál og unnið sér inn svo lítinn pening. Ekki það að hún viti eitthvað um málið þar sem hún er með þó nokkurn heilaskaða.

Hefur þú einhvern tímann heyrt um Debbie Shank? Ef þú hefur fylgst vel með málum í BNA þá eru allar líkur á að þú hafir heyrt um málið, annars veistu væntanlega ekki um hvað ég er að tala. Debbie var nefnilega svo óheppin að lenda í bílslysi fyrir nokkrum árum og því er hún núna á stofnun. Vegna slysins gat hún farið í mál og unnið sér inn svo lítinn pening. Ekki það að hún viti eitthvað um málið þar sem hún er með þó nokkurn heilaskaða.

Gallinn er bara sá að fyrrverandi vinnuveitandi Debbie-ar hafði litla klausu í starfsamningnum. Fyrirtækinu var því heimilt að fara í mál við frú Shank og heimta af henni þann pening sem greiddur hafði nú þegar verið í heilbrigðiskostnað. Debbie var svo óheppin að tapa málinu* og sex dögum eftir það missti hún 18 ára son sinn í Írak. Þetta er einhvern veginn týpísk amerísk harmsaga og ekki bætir úr að fyrirtækið sem hér á í hlut er Wal-Mart.

Þetta leiður okkur því að spurningunni hvernig svona stór fyrirtæki hætta á slæmt umtal, einungis til að græða smá pening. Því að upphæðin er smávægileg í samanburði við þessa neikvæðu auglýsingu. Það eru til mýmörg dæmi um svona hegðun og jafnvel verri. Hvers vegna gaf Firestone út dekk sem áttu það til að velta bílum þegar þau sprungu og hvers vegna gaf Ford út Pinto þegar hann átti það til að springa í árekstrum**? Eiga fyrirtæki í alvöru von um að komast upp með svona hegðun? Ef svo er hvaða gallar eru enn óuppgötvaðir?

Við getum haldið því fram að viðbrögð almennings hindri svona hegðun. En það er bara ekki staðreyndin. Ford er enn risastórt fyrirtæki í dag og Firestone er enn einn af tveimur stærstu dekkjaframleiðundum í heimi. Því er ekki að sjá að þessi hneyksli hafi skaðað fyrirtækin mjög þrátt fyrir fólk hafi dáið.

Samt getum við glaðst yfir því að Wal-Mart gaf kröfu sína upp á batinn, eftir slæma útreið í amerískum fjölmiðlum, og því á Debbie enn eitthvað af aur. En hefði ekki bara verið auðveldara að sleppa þessu til að byrja með.

*Debbie Shank fékk 417.00$ í málsbætur Wal-Mart fékk 470.000$
**Bæði fyrirtækin vissu um gallann fyrir útgáfu vörunar.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.