Sú gagnrýni á Seðlabankann sem Jón Steinsson, Deiglupenni og doktor í hagfræði, setur fram í grein sinni í Morgunblaðinu í dag hlýtur að vekja marga til umhugsunar um hlutverk og ábyrgð bankans í þeim þrengingum sem steðja að fjármálamörkuðum.
Slæmt ástand fjármagnsmarkaðarins hefur dregið með sér þokubakka yfir íslenskt samfélag. Fréttastofur prentmiðla, netmiðla og ljósvaka keppast ötulega við að færa þjóðinni válegar fréttir af fjármálum en er virkilega ekkert til þess að gleðjast yfir í skammdeginu?
Er það virkilega svo að fulltrúar Samfylkingarinnar í Evrópunefndinni hafi ekki meiri trú á hinu lýðræðislega gangverki í Evrópusambandinu en svo að kjörnir fulltrúar aðildarþjóðanna hafi ekkert um málin að segja? Ef svo er, þá eru það miklu meiri tíðindi en þau sem hingað til hafa borist af heimsókn Evrópunefndarinnar til Brussel.
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra stendur erfiða vakt um þessar mundir. Framundan eru kjarasamningar við fjölmarga hópa opinberra starfsmanna sem gerar kröfur um miklar launahækkanir í kjölfar einstæðra samninga sem gerðir voru við ljósmæður nú á dögunum.
Fyrir rúmri viku síðan varð pislahöfundur ásamt vinkonum fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Símtal okkar til lögreglu finnst ekki og lýsing okkar á árásarmanni ekki heldur. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins lofaði að athuga málið og við bíðum enn eftir svörum.
Við Íslendingar viljum trúa því að samfélag okkar sem meðal þeirra friðsælustu og öruggustu í heiminum og víst er að sú er raunin þegar allt kemur til alls. Hitt er jafn víst að jafnvel á fegurstu eplatrjám finnast skemmd epli og í íslensku samfélagi finnast menn sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem illmennum.
Í vikunni bárust fréttir af því að fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 hefðu verið sameinaðar. Þáttur í breytingunum var að fréttastjóri Vísis var ráðinn sem nýr fréttarstjóri sameinuðu fréttastofanna. Mun þetta leiða til vandaðri fréttaflutnings á þessum tveimur miðlum?
Framsóknarmenn virðast nú sjá tækifæri í því að beita sér í Evrópumálum en staða flokksins í skoðanakönnunum er ekki beysin, þrátt fyrir óvinsældir ríkisstjórnarinnar og miklar efnahagshremmingar. Í Fréttablaðið í dag rita þrír framsóknarmenn grein þar sem hvatt er til þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla næstkomandi vor um hvort hefja eigi aðildarviðræður við ESB. Þessi hugmynd er ekki ný, enda kynnti Guðni Ágústsson hana fyrir miðstjórn Framsóknarflokksins síðastliðið vor.
Atburðir síðustu daga á fjármálamörkuðum eiga sér enga hliðstæðu síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Bandaríska ríkið hefur neyðst til þess að hlaupa undir bagga með mörgum af stærstu og rótgrónustu fjármálafyrirtækjum heims. Og mörg önnur slík fyrirtæki riða til falls og leita nú logandi ljósi að einhverjum sem er tilbúinn að kaupa þau.
Nú á dögum ríkir mikil niðursveifla hvort sem um fasteignamarkað eða almennan fjármálamarkað er að ræða. Fasteignamarkaðurinn liggur niðri og engin tákn vísa til annars en algjörs hruns á byggingamarkaði. Hins vegar er til staðar vandi á fasteignamarkaði sem varðar óíbúðarhæft húsnæði sem leigt er út.
Páll Magnússon er fjölmiðlakóngur Íslands. Ríkisútvarpið ber höfuð og herðar yfir aðra ljósvakamiðla á Íslandi og Páll boðaði í sínum eigin fréttum í gærkvöldi stórsókn ríkisins á fjölmiðlamarkaði. Tilrauninni með frjálst útvarp á Íslandi virðist lokið eftir rúmlega 20 ára reynslutíma.
Mikils miskilnings hefur gætt á meðal þeirra háu herra í Lýðheilsuapparatinu, stjórnmálamanna og almennings um það tóbak sem frændur okkar Svíar framleiða og selja. Þetta er ekki ólíkt þeirri þrjósku sem lengi lifði meðal íslenskra ráðamanna um að banna bjór en leyfa sölu á sterkara áfengi.
Undanfarin ár hefur fjölbreytni í skólastarfi á grunnskólastigi aukist verulega, en það er breyting frá því sem áður var þegar skólarnir voru alfarið á höndum ríkisins.
Launamunur kynjanna er staðreynd og virðist vera að aukast samkvæmt nýjustu fréttum. Það er einnig staðreynd að konur eru færri í stjórnunarstöðum. Getur verið að við konur séum smám saman að sætta okkur við orðinn hlut eða hvers vegna sækjast konur ekki í meira mæli eftir hærri launum innan fyrirtækja og stjórnunarstöðum en raunin virðist vera?
Á næstu tíu árum mun tæpur helmingur starfandi ljósmæðra hverfa úr stéttinni þegar þær fara á eftirlaun. Nýliðun er ekki að standa undir þessu brottfalli og fyrirsjáanlegt að þjónusta í kringum barnsfæðingar mun skerðast stórlega verði ekkert að gert. Stjórnvöld verða að tryggja ljósmæðrum réttlát laun en ljósmæður þurfa að vera tilbúnar að semja.
Fyrir nokkru var töluverð umræða í þjóðfélaginu um textann við lag þeirra Baggalútsmanna “Þjóðhátíð ´93” og þótti sumum textinn ansi klúrinn. Spruttu upp deilur á milli feminista og höfunda textans. Sitt sýnist hverjum, en er það nokkuð nýmæli að textar við íslensk dægurlög séu frekar klúrnir?
Man einhver eftir því þegar menn kepptust við að kolefnisjafna utanlandsferðina? Þegar bloggheimar loguðu út af gosbrenndum barnatönnum? Þegar vandamálin voru ekki til og voru þess vegna tilbúin? Nú hafið tilbúin vandamál vikið fyrir raunverulegum og samviskubitið út af kolefninu er horfið. Þegar harðnar á dalnum víkur samviskubitið fyrir sjálfsbjargarviðleitninni.
Á mánudagsmorgun varð töluverð hækkun á helstu fjármálamörkuðum í heiminum. Ástæða þess var ákvörðun bandaríska ríkisins um að þjóðnýta fasteignasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac. Hvernig má það vera að sósíalískar aðferðir sem þessar hafi jákvæð áhrif á markaðinn þegar hið andstæða hefur oftast verið raunin?
Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum dögum um val John McCain á Söru Palin sem varaforsetaefni sitt. Útnefningin kom flestum að óvörum enda var Sara Palin aldrei talin líkleg til að hljóta stöðuna.
Síðastliðinn fimmtudag stóð Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi sem bar yfirskriftina Útþensla hins opinbera. Á fundinum var rætt um og skotið á útþenslustefnu stjórnvalda, sem virðist vera á blússandi siglingu þrátt fyrir að ýmis jákvæð skref hafi verið tekin. Á fundinum kom inn skemmtilegur vinkill, sem gæti hjálpað stjórnmálamönnum að hugsa rökrétt og taka betri ákvarðanir.