Íslenska eða sænska leiðin

Mikils miskilnings hefur gætt á meðal þeirra háu herra í Lýðheilsuapparatinu, stjórnmálamanna og almennings um það tóbak sem frændur okkar Svíar framleiða og selja. Þetta er ekki ólíkt þeirri þrjósku sem lengi lifði meðal íslenskra ráðamanna um að banna bjór en leyfa sölu á sterkara áfengi.

Mikils miskilnings hefur gætt á meðal þeirra háu herra í Lýðheilsuapparatinu, stjórnmálamanna og almennings um tóbak. Ekki hvaða tóbak sem er heldur sérstaklega það sem frændur okkar Svíar framleiða og selja. Tókak þetta eða Snus eins og það er oftast kallað er af einhverjum ástæðum yfirleitt sett undir sama hatt og fínkorna tóbak. Eins og það sé stórhættulegt heilsu manna, meira segja svo hættulegt að það er eina tóbakstegundin á Íslandi sem bannað er að selja. Þetta er ekki ólíkt þeirri þrjósku sem lengi lifði meðal íslenskra ráðamanna um að banna bjór en leyfa sölu á sterkara áfengi.

Ég ákvað að kaupa mér tóbak um daginn af heimasíðunni www.swedish-snus.com ekki vegna þess að ég nota þetta tóbak heldur vegna þess að mig langaði að sjá hvað tollurinn gerði. Ég pantaði því tíu dósir til einkaneyslu til að athuga betur hvernig kerfið virkar. Það leið ekki á löngu þar til að ég fékk bréf sent heim. Tollurinn hafði gert upptækt tóbak í sendingu til mín “vara sem má ekki afhenda” og “verður fargað eða endursent” voru svörin sem mér bárust frá tollinum. Sjálfum finnst mér það nú reyndar töluverður munur á það er hvort vörunni verði fargað eða hún endursend með möguleika á endurgreiðslu. Fær maður að velja?

Ég tek íslenskt neftóbak í vörina. Ég er ekkert afar stoltur af því og ekki lítur maður vel út með þetta í kjaftinum en einhvern löst hlýtur maður að mega láta eftir sér. Ég sem tóbaksunnandi fæ reyndar sérmeðferð, ég má taka í vörina hvar sem er enda enginn reykur sem truflar fólk í kringum mig en á móti kemur að ég fæ ekki að velja mér það tóbak sem ég vil til að setja í vörina. Hér á Íslandi má ég taka eina tegund og það er íslenskt neftóbak (smá vottur af einokunarsölu?).
Ákveðið var að banna allar aðrar tegundir en það íslenska, að undanskildu skrotóbaki. Ekki veit ég hvaða rök lágu þar að baki.

Í fyrsta lagi ákvað ég að skoða heilsufarslegar ástæður. Ég leitaði mér því fyrst upplýsinga um íslenska ruddann. Fljótlega komst ég að því að það er síður en svo auðvelt að verða sér úti um innihaldslýsingu tóbaksins, hvaðan það kemur, hvar það er framleitt eða hvort einhverjar rannsóknir væru til um hvort það tóbak sé hættulegra eða hættuminna en tóbak af svipaðri tegund. Það eitt að ekki sé til innihaldslýsing fannst mér nóg til að kynna mér málin nánar. Lögum samkvæmt skal innihaldslýsing fylgja vörum sem seldar eru almenningi, hún er þó ekki til staðar. Þar sem ekkert er til um þessa blessuðu vöru verð ég að geta mér til að hún sé í svipuðum gæðaflokki og annað gróft malað tóbak sem ætlað er til inntöku í munn eða nef.

Það eru til margar rannsóknir um hvað slíkt tóbak er hættulegt. Margt bendir til að það sé há fylgni milli þess að taka í vörina og munnkrabbameins og í raun er varla hægt að rengja auglýsingar Lýðheilsustofu um skaðsemi þess tóbaks. (En hvort það eigi við íslenska er erfiðara að segja þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á því tóbaki).

Annað mál má segja um sænska tóbakið Snus. Til að leita mér að upplýsingum hvað það varðar fann ég grein á síðunni web of science. Greinin heitir ,,Effect of smokeless tobacco (snus) on smoking and public health in Sweden”. Þessi grein tekur mið af niðurstöðum nokkurra eldri greina með það að markmiði að komast að einni heildarniðurstöðu.

Snus er framleitt sérstaklega til þess að veita notendum þess það sem þeir eru á höttunum eftir, það er að segja, nikótíni. Það er engin lygi að munntóbak seytir fram mun meira nikótíni í blóðið en nokkuð annað reyktóbak. En það er þó ekki hægt að sýna fram á tengingu milli krabbameins og nikótíns. Við framleiðslu á Snusi er gætt að því að draga úr notkun á öðrum óæskilegum aukaefnum sem gætu skaðað fólk eða leitt til krabbameins.

Það er nóg að fletta í gegnum gagnagrunn sænsku hagstofunnar til að sjá að tíðni lungnakrabbameins og munnholskrabbameins hefur minnkað í gegnum árin. En af hverju? Jú, tíðni reykingarmanna hefur snar lækkar á móti þeim sem eru byrjaðir að taka Snus í vörina. Tíðni dagreykingarmanna hjá karlmönnum í Svíþjóð hefur snarlækkar eða úr 40% árið 1976 í 15 % árið 2002. Hjá konunum í Svíþjóð hefur dagreykingarmönnum fækkað úr 34% árið 1976 niður í 20% árið 2002. Aðal áhættuþáttur bæði lungnakrabbameins og munnholskrabbameins er reyktóbak, þannig að þegar fólk fór að yfirgefa rettuna og færa sig yfir í munntóbakið lækkaði tíðni krabbameins í lungum og munni.
Ekki nóg með það heldur er tíðni munnkrabbameins í Svíþjóð sú lægsta meðal þróaðra landa.

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á muninum á Snus og öðru grófu tóbaki framleiddu í Bandaríkjunum, Súdan og Indlandi, þá er vegna þeirra aðferða sem Svíar nota í framleiðslu á Snus mun minna af hættulegum aukaefnum í Snusi. Að auki segja samanburðarrannsóknir sem gerðar voru í Svíþjóð að ekki sé aukin hætta á krabbameini í höfði, hálsi og munni af því að taka Snus í vörina.

Snus er þó alls ekki hættulaust. Rannsóknir á því hafa leitt í ljós auknar líkur á kvillum hvað varðar hjarta – og æðakerfið. Þá getur það einnig verið mjög hættulegt fóstri.

Þannig að heilsurfarslega er hægt að hrekja rök manna um að sænska tóbakið sé hættulegra. Það má í raun segja að það sé að draga úr tíðni krabbameins í Svíþjóð, vegna minnkandi reykinga þar í landi.

Það gæti verið fyrirmyndin og eftirlitið. Auðvitað viljum við frábærar fyrirmyndir fyrir börnin okkar og allir ættu að vera tóbaks- og áfengislausir. Það er allt gott og blessað en breytir því þó ekki að tóbak er bannað að selja börnum yngri en 18 ára. Hvort sem það er í formi sígaretta, tóbaks, íslensks eða sænsks og eftirlitskerfið með því virkar eingöngu ef það er löglegt að selja það í verslunum. Það fylgist enginn með svarta markaðinum.

Svo er það hreint og beint sorglegt að eyða tíma tollgæslunnar í að leita eftir svo saklausri vöru eins og munntóbaki þegar þeir gætu verið að nýta tímann í eitthvað allt annað. Undanfarin fimm ár hefur tollgæslan lagt á hald 750 kíló af tóbaki öðru en reyktóbaki. Í rauninni er það hálf svekkjandi fyrir ríkiskassann að missa af skatttekjum sem mætti nýta í frekari eflingu forvarna í stað þess að leyfa þeim á svarta markaðnum að hirða allan peninginn. Tóbaksdósin á svörtum markaði kostar á bilinu 700 til 1400 krónur, reikni nú hver fyrir sig.

Heimildir:
www.Althingi.is
http://www.scb.se
www.hagstofa.is
http://www.tobaccoprogram.org/pdf/TC12349.pdf