Á næstu misserum mun mikið mæða á hagsmunasamtökum á Íslandi. Mikilvægt verður fyrir þau að reka öfluga en jafnfram raunhæfa og málefnalega baráttu til þess að standa vörð um þau réttindi sem skjólstæðingar þeirra eiga rétt á.
„Gjaldþrot“ þykir ljótt orð á Íslandi, svo ljótt að jafnvel er hægt að ímynda sér það sem uppnefni á borð við það sem fram kemur í hér að ofan. Vissulega er sárt að eiga ekki fyrir skuldum sínum, og úr slíkri stöðu verður að leysa fyrr eða síðar. En fordómarnir gagnvart gjaldþrotalausninni eru miklir, og til skaða fyrir íslenskt efnahagslíf. Lagfæra þarf lög um gjaldþrotaskipti, endurskoða lánareglur á heildstæðan hátt, og vinna á órökstuddum fordómum gegn gjaldþrotum.
Fyrsti vísir að „nýja framsóknarflokknum“ leit dagsins ljós í gær. Framsóknarmenn höfnuðu með sannfærandi hætti núverandi forsvarsmönnum flokksins og þeim sem verið hafa í fyrirsvari fyrir flokkinn undanfarin ár. Nýja Ísland þarf nýtt fólk.
Þeir sem eitt seinn gengu undir nöfnum á borð við útrásarvíkingar og hetjur ganga nú undir nöfnum eins og fjárglæframenn og óreiðumenn. Reiði og gremja hefur aukist í garð þeirra og þeim er kennt um það sem miður fór, en til hvers ætlast fólk af þeim?
Þar sem tjáningafrelsi er skert eru bloggarar handteknir eða þeim og fjölskyldum þeirra hótað lífláti. Til að stuðla að heilbrigðari hnattvæðingu tel ég rétt að alþjóðasamfélagið beiti sér enn frekar fyrir því að fella niður takmarkanir einstakra ríkja á notkun internetsins. Í tilefni pistils um blogg og frjálsa tjáningu vil ég greina í stuttu máli frá einu nýlegu dæmi um handtöku bloggara.
Að viku liðinni mun Barack Obama sverja embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Hans bíður það erfiða verkefni að koma hjólum efnahagslífsins aftur á skrið. Það verður ekki auðvelt en hann hefur vonina með sér og í henni felst mikill kraftur – kraftur sem við þurfum á að halda.
Hvað gerir þú þegar þig langar bara til að taka smá „break“ frá raunveruleikanum? Langar þig ekki stundum bara til þess að gleyma þessum fjárans mótmælum, þessari leiðindar kreppu og þú veist bara öllum hinum áhyggjunum?
Stundum hafa menn nefnt með fallegu myndmáli að Ísland gæti virkað sem „brú“ milli Evrópu og Bandaríkjanna. En ESB og Bandaríkin þurfa ekki sáttasemjara til að miðla málum eða liðka fyrir viðskiptum sín á milli. Brú eru því óheppileg myndlíking. Titill þessa pistils væri öllu nær lagi sem lýsing á stöðu landsins.
Einn þeirra stjórnmálamanna sem ofangreint á við er Árni Matthisen fjármálaráðherra. Árni hefur ítrekað gerst sekur um umdeild vinnubrögð auk þess sem margir hafa efast um getu hans og þekkingu til að stýra efnahagslífi landsins í skjóli menntunar í dýralækningum.
Er nú loks að skapast skýr aðgreining á mótmælendum og glæpamönnum í hugum
fólks?
Það er athyglisvert þegar skoðaður er munurinn á stjórnmálum í litlum og stórum samfélögum. Í landi eins og Bandaríkjunum eru margir kjósendur þannig að nauðsynlegt er fyrir menn afla sér fylgis í gegnum stefnu yfirlýsingar og auglýsingar. Í litlum löndum er aftur á móti mögulegt fyrir mann að ná kjöri einungis ef hann þekkir nógu marga og er vinsæll á meðal þeirra.
Nokkuð háværar raddir virðast vera uppi um að það sé skynsamlegt að fella niður skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi. Í gær tjáði þingmaðurinn Árni Johnsen sig í viðtali um nauðsyn þess að afskrifa skuldir í sjávarútvegi hratt og örugglega. Slíkt er auðvitað fjarstæða og í hrópandi ósamræmi við það hvernig meðferð skulda heimilanna er háttað.
Völvuspá ársins 2009
Ritstjórn Deiglunnar hitti að vanda spámiðilinn óskeikula Völu Koskinkorvu nú rétt fyrir áramótin til að leita upplýsinga um hvaða myndi hæst bera á nýju ári.
Hver kannast ekki við það að standa úti á nýársnótt, horfa upp á flugeldana og heita því að leggja gamla ósiði á hilluna og taka upp nýjan og heilbrigðan lífsstíl.
Á morgun hefst flugeldasala björgunarsveitanna. Salan er stærsta og um leið mikilvægasta fjáröflun sveitanna en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu.
Það er erfitt ár í vændum. Í stað þess að hjakkast á því hvað allt verður hrikalegt á næsta ári ætla ég á þessum öðrum degi jóla að miðla til ykkar boðskap Pollýönnu, stelpunni sem kom öllum í gott skap. Við munum þurfa á hressilegum skammti af þeim boðskap að halda á næstu misserum.
Fréttavefur Moggans sagði frá því í gær að boðskaður jólanna væri óbreyttur. Það er gott að vita til þess að sumt breytist ekki – en best væri auðvitað að þurfa ekki að spyrja.
„Það koma vonandi jól,“ syngja félagarnir í Baggalúti tregafullri röddu og fullyrða að árið sem senn er liðið í aldanna skaut hafi verið skelfilegt ár þegar þjóðin þráðbeint á höfuðið flaug. En þó að það sé allt með miklum ólíkindum í samfélaginu um þessar mundir þá koma blessuð jólin og minna á að hvernig svo sem allt veltist þá eru til margvísleg verðmæti sem halda gildi sínu og verða jafnvel enn mikilvægari þegar kreppir að.
Mynd: Dómkirkjan
Í heimi er dimmt og hljótt,
hjarðmenn sjá um nótt
ljós í lofti glæðast,
það ljós Guðs dýrðar er,
hjörtu þeirra hræðast,
en Herrans engill tér:
„Óttist ekki þér“.
-Björn Halldórsson
Þeir sem fóru inná Deigluna til þess að fá daglega skammtinn sinn af kreppufréttum/-ráðum ættu að hætta að lesa hér. Ég hef engu við þau skrif að bæta, enda finnst mér eins og langflest hafi verið sagt í þessum skrifum fyrir mörgum vikum síðan. Eftir það hafi fólk aðeins verið að endurtaka sig, eða eitthvað frá einhverjum öðrum.