Blogg ógnar harðstjórnum

Þar sem tjáningafrelsi er skert eru bloggarar handteknir eða þeim og fjölskyldum þeirra hótað lífláti. Til að stuðla að heilbrigðari hnattvæðingu tel ég rétt að alþjóðasamfélagið beiti sér enn frekar fyrir því að fella niður takmarkanir einstakra ríkja á notkun internetsins. Í tilefni pistils um blogg og frjálsa tjáningu vil ég greina í stuttu máli frá einu nýlegu dæmi um handtöku bloggara.

Þar sem tjáningafrelsi er skert eru bloggarar handteknir eða þeim og fjölskyldum þeirra hótað lífláti. Til að stuðla að heilbrigðari hnattvæðingu tel ég rétt að alþjóðasamfélagið beiti sér enn frekar fyrir því að fella niður takmarkanir einstakra ríkja á notkun internetsins. Í tilefni pistils um blogg og frjálsa tjáningu vil ég greina í stuttu máli frá einu nýlegu dæmi um handtöku bloggara.

Íransk- kanadíski bloggarinn, Hossein Derakhshan, snéri heim til Írans í fyrra haust og var þá handtekinn. Ekki er vitað fyrir hvað né hefur fjölskyldan heyrt í honum. Hossein var, samkvæmt fjölskyldu hans, handtekinn þann 1. nóvember síðast liðins árs. Þarlend stjórnvöld hafa ekki tilkynnt handtökuna en fjölskylda bloggarans hefur staðfest að hann hafi verið sóttur og lögreglan tekið allar hans eigur. Hossein hefur áður átt í deilum við Mehdi Khalaji, einn af ráðgjöfum Ali Khamenei og marga grunar að handtakan tengist því máli.

Hossein Derakhshan er vel þekktur bloggari og bloggar á bæði ensku og farsi/persnesku (http://hoder.com/). Hann er sagður vera guðfaðir persneska bloggheimsins þar sem hann hefur í mörg ár veitt upplýsingar um hvernig stofna skal slík blogg. (http://i.hoder.com/archives/2001/11/011105_007529.shtml). Írönsk stjórnvöld hafa reynt að halda bloggi niðri en vegna 21. aldar tækni reynist það verkefni nánast ómögulegt. Menn eins og Hossein hafa veitt almenningi í Íran allar nauðsynlegar upplýsingar stjórnvöldum til mikillar gremju.

Ógn við tjáningafrelsi er alvarlegt mál. Fjöldi manns hefur reynt að nota internetið til að stofna eigin fjölmiðil og komast hjá ritskoðun stjórnvalda og gerir það oft undir dulnefni. Með nýrri tækni finnur almenningur leiðir til að koma skilaboðum og skoðunum áleiðis. Nú þarf ekki að prenta blöð eða fréttaskeyti heldur koma upp bloggi á internetinu (rétt er að nefna að aukið aðgengi að tölvubúnaði og interneti er forsenda þess að blogg sem samskiptaleið geti náð góðum árangri). Vitað er að konur nota nafnlaus blogg í miklum mæli til að taka þátt í umræðu innanlands jafnt sem utan.

Að mínu mati er nauðsynlegt að viðeigandi alþjóðastofnanir beiti sér fyrir því að frjálsa og lögmæta tjáningu skuli ekki vera heimilt að skerða á internetinu. Þá á þetta við ríki eins og til dæmis Kína, Íran, Norður-Kóreu o.s.frv. Styðja ber við þróun bloggsins á alþjóðavísu og virkja enn frekar bloggskrif innan háskólasamfélaga ríkja þar sem skerðing á tjáningafrelsi viðgengst. Lýðræðisríkjum heims ber að veita öllum sem vilja upplýsingar um hvernig stofna megi miðil á internetinu. Stærstu ríki heims og tilteknar alþjóðastofnanir eru best til þess fallin að ganga í slíkt verkefni. Kosturinn við þá leið er að stofnkostnaðurinn er lítill og hægt er að hrinda henni í framkvæmd á skömmum tíma.

Frekari upplýsingar eru að finna á eftirfarandi vefslóðum:
http://www.iranhumanrights.org/themes/news/single-news/article/controversial-bloggers-detention-confirmed.html
http://en.wikipedia.org/wiki/Mehdi_Khalaji
http://en.wikipedia.org/wiki/Hossein_Derakhshan

Biography

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)