Nú þegar þrengir að í fjárhag íslenskra heimili og hjá íslenska ríkinu er list kannski ekki eitthvað sem fólk hugsar um, fólk hugsar um nauðsynjanirnar mat, húsnæði og heilsu. Ekkert í þessum pistli mun benda til þess að þetta séu ekki hlutirnir sem allir eigi að vera að einblína á heldur er markmiðið með þessum pistli að benda á hluti til þess að gefa áhyggjunum frí.
Í Kreppunni Miklu voru mörg þúsund listamenn í Bandaríkjunum án atvinnu eins og aðrir ameríkanar en ríkið steig inn og ákvað að setja af stað ríkisrekin leikhús vegna þess að þeir töldu að með því væru þeir ekki bara að koma fólki af atvinnuleysisbótum heldur jafnframt að létta lund aðra amaríkana á þessum erfiðistímum. Stefnan var þá sett á klassísk verk, léttmetis leikrit, leikhús fyrir börn, dansleikhús, ný amerísk leikrit, leikhús fyrir svarta ameríkana, rannsóknar og tilraunarleikhús og útvarpsleikrit.
Það eru ansi mörg ár síðan að Kreppan Mikla átti sér stað og á þeim árum hefur leikhús og önnur listform tekið miklum breytingum, í dag sest maður við tölvuna til þess að kanna hvað er skemmtilegt í gangi í miðbænum, í leikhúsunum, hvað er nýtt í bíó og hvort maður geti nú ekki hlaðað niður nýja Grey’s Anatomy þættinu. Tímarnir hafa breyst en þrátt fyrir það þá erum við í raun ekki mikið breytt, við viljum losna við baggann sem er á öxlunum okkar þó það væri ekki í nema 3 klukkutíma.
Ég trúi því að það sé holt að gefa sjálfum sér frí af og til, frí frá rifrildum um ESB aðild, frí frá fréttum, pásu frá áhyggjunum af ástandinu. Litlir hlutir eins og að hlægja að sjónvarpinu, upplifa hamingju leikaranna á sviði þegar þeir leika elskendur sem geta ekki án hvors annars verið eða bara að hlusta á eitthvað æðislegt lag sem lætur þig syngja með og dilla rassinn. Þetta getur allt skipt sköpum í lífi okkar því hlátur og öll samskonar útrás getur látið manni líða miklu betur dagsdaglega nákvæmlega eins og líkamsrækt.
Ekkert okkar veit nákvæmlega hvað gerist á morgun, við vitum ekki hvenær hlutirnir verða betri og kannski getum við ekkert vitað um það alveg strax en við getum leyft okkur að gleyma þessum áhyggjum í smástund það mun ekkert svo stórvægilegt gerast á milli klukkan 20:00 og 23:00 í kvöld að þú getir ekki kveikt á sjónvarpinu í þeim tilgangi að horfa á gamanþátt ekki fréttir, kíkt í leikhús með vinum þínum eða sett uppáhaldsgeisladiskinn þinn í spilaran og dansað með.
Það skiptir ekki hvað það er sem kemur þér í gott skap, gerðu það bara og leyfðu þér að brosa og hætta að hugsa um alla baggana á herðum þér.
Hvað er verið að sýna í leikhúsunum?
- Óður til Dollýar - 29. júlí 2021
- Aðförin að heilbrigðisþjónustu landsmanna - 9. júní 2021
- Þegar mennskan hverfur - 26. apríl 2021