Styðjum björgunarsveitirnar

Á morgun hefst flugeldasala björgunarsveitanna. Salan er stærsta og um leið mikilvægasta fjáröflun sveitanna en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu.

Á morgun hefst flugeldasala björgunarsveitanna. Salan er stærsta og um leið mikilvægasta fjáröflun sveitanna en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu. Það eru margar mjög góðar og gildar ástæður fyrir því af hverju fólk ætti öðru fremur að versla flugelda af fólki sem vinnur þetta óeigingjarna starf í þágu almennings.

Við búum við margvíslegar ógnir og í gegnum árin hafa landsmenn upplifað ýmsar náttúruhamfarir. Þar ber hæst elgosið í Heimaey, snjóflóðin á Súðavík og Flateyri og nú síðast suðurlandsskjálftinn sem reið yfir í sumar. Í öllum þessum hamförum hafa björgunarsveitir landsins unnið gríðarlega mikil þrekvirki og skipt sköpum fyrir það fólk sem upplifir hörmunarnar. Hálendi Íslands er stórvarasamt og ósjaldan hafa björgunarsveitir þurft að leita af ferðamönnum, snjósleðafólki eða öðrum sem eiga þar leið um. Sjómenn hafa einnig þurft að treysta á björgunarsveitir í sjávarháska og þau eru ófá þrekvirkin sem unnin hafa verið við sjóbjörgun.

Allt það fólk sem vinnur að björgunarstörfum hefur mikinn metnað fyrir starfi sínu. Með öflugum fjáröflunum hefur björgunarsveitunum þó tekist að eignast öflugan tækjakost og sífellt er unnið markvisst að þjálfunar- og fræðslustarfi. Þannig hefur tekist að efla stjórnkerfi bæði lands- og svæðisstjórna sem tryggir skjót viðbrögð þegar hætta steðja að.

Það á ekki að þrufa frekari útlistun á mikilvægi öflugra björgunarsveita um allt land. Með stuðningi okkar tryggjum við rekstur og starfssemi sveitanna og um leið eigið öryggi.

Kristín María Birgisdóttir
Latest posts by Kristín María Birgisdóttir (see all)

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Kristín María hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2005.