Hatrið krafsar í kærleikann

Hryllingurinn í París í gær þar sem ofstopafullir morðingjar drápu tólf saklausa menn hlýtur að vekja með mörgum erfiðar spurningar. Voðaverkið er unnið af mönnum sem sækja réttlætingu brjálæðis síns í bókstafslestur trúarbragðatexta og hafa vafalaust í geðveiki sinni þá bjargföstu trú að þar hafi þeir unnið verk sem guð þeirra hafi velþóknun á. Og […]

Græn gjaldtaka

Margir hafa orðið til að finna náttúrupassa iðnaðarráðherra allt til foráttu, en nú síðast sagði nýskipaður umhverfisráðherra að henni hugnaðist gjaldtaka af slíku tagi mjög illa. En hverjir eru kostir náttúrupassans fram yfir aðra gjaldtökukosti á borð við komu- eða gistináttagjöld, og getur verið að hann sé umhverfisvænni en önnur gjaldtaka? Flestir virðast á einu […]

Mér finnst ekkert spes að deyja

Efri hæðin á þeim ágæta stað Sirkus er enn lifandi fyrir mér. Ég sé fyrir mér sjuskaðar innréttingarnar og hver gat setið hvar. Sama gildir um nokkra skúra hjá VR-II sem geymdu m.a. félagsaðstöðu stærðfræði- og eðlisfræðinema. Þar kynntist ég kærustunni minni og mörgum af mínum bestu vinum. Hvað mig varðar er ekkert af þessu […]

Sumt er gott, annað er slæmt

Áramótauppgjör er ekki ósvipað hálfleiksræðu. Við horfum yfir farinn veg og leggjum mat á hvernig til hefur tekist, hvað stóð uppúr og hvað hefði mátt betur fara. Sumir eru uppteknir af sjálfum sér á þessum tímamótum, hinir vanda um fyrir öðrum.

Kirkjuferðir á aðventu og jólum

Hann var meðhjálpari í Landakirkju í Vestmannaeyjum og þótti vænt um kirkjuna og kristna trú. Hann var skólastjóri og mikill skólamaður. Hann var með þetta alveg á hreinu. Skólinn sér um fræðsluna en kirkjan um trúboðið og samfélag þeirra sem vilja rækta sína góðu trú. Þetta var fyrir mörgum árum og umræðan um skóla og […]

Einu mennnirnir með viti – S2E12

Einu mennirnir með viti eru í spreng að klára tímabilið. Í þessum þætti er upplýst um afdrif pennaveskis sem annar þáttastjórnenda glataði í Madríd. Þeir fjalla líka lauslega um jólaglögg Deiglunnar og boða epískan áramótaþátt þar sem farið verður ítarlega yfir áramótaboðskap forsætisráðherra. Einu mennirnir með viti óska hlustendum gleðilegra jóla.

Heimur batnandi fer

Rétt fyrir jól, á hverju einasta ári, fyllast síður blaða og vefmiðla af fréttum um þá sem minna mega sín í jólaösinni, fjölskyldur sem eiga ekki pening fyrir jólamatnum og heimili þar sem jólasveinninn getur ekki gefið í skóinn. Stríðsfréttir, náttúruhamfarir og efnahagskreppur dynja þess að auki á okkur, á hverjum degi, allt árið um […]

Heimskt og illa innrætt fólk

Mönnum er tíðrætt um nauðsyn þess að bæta umræðuhefð hér á landi hvort sem um er að ræða Alþingi, fjölmiðla, samfélagsmiðla eða spjallið í kaffitímanum. Það væri ákveðið skref í þeirri viðleitni að færa umræðuna á hærra plan ef menn gætu sleppt því að ganga út frá því að aðrar eða ólíkar skoðanir en þeirra […]

Mikilvægast af öllu

Það er stundum sagt að fjárlög endurspegli best áherslur og stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Hvort það á við um sitjandi ríkisstjórn skal ósagt látið en hitt er í öllu falli ljóst að fjárlagafrumvarpið hefur dregið fram í dagsljósið hvað það er sem stjórnarandstaðan telur mikilvægast af öllu í íslensku samfélagi; ríkisrekinn fjölmiðill. Í samræmi við […]

Pay and smile?

Ég bið þig um að koma með mér í smá ferðalag, við ætlum til lands sem er uppfullt af ævintýrum. Þetta land  þarf ekki risaskemmtigarð eins og Disney land því náttúran og menningin er miklu skemmtilegri en nokkur manngerður skemmtigarður. Landið býður upp á náttúrulega rússíbana, útsýni parísarhjóla, náttúrulega flugeldasýningu og fólkið sem þarna býr […]

Hann hét Albert Þór 

Við fylgdumst að inn í fullorðinsárin. Kannski of snemma. Kannski of hratt. En samt – eins og síðar kom á daginn – við máttum engan tíma missa.

Að styðja góð mál

Stjórnarandstöðunni á Alþingi virðist vera lífsins ómögulegt að fá frumvörp samþykkt. Sama hversu góð þau eru. Aðeins þau mál sem koma frá meirihlutanum eru líkleg til þess að fá brautargengi. Sama hvaða flokkar eru í meiri- og minnihluta. Þannig virkar pólitíkin. Já þannig virkar úrelt, hundleiðinleg og úr sér gengin pólitík. Pistlahöfundur starfar á öðrum […]

Kyrrðin sem er að hverfa

Í morgunrútínunni kemur það iðulega fyrir að ég gleymi einhverju. Lyklar, veski, jakkar, hleðslutæki fyrir tölvu, tölvan sjálf, frakkar og útiföt fyrir dætur mínar, aðra eða báðar, eru allt dæmi um hluti sem uppgötvast stundum þegar líður á morguninn að eru ekki á sínum stað með tilheyrandi skyndi u-beygjum eða skottúrum heim. Einn hlutur hefur […]

Viðhorfsbreyting í Sjálfstæðisflokknum

Jafnréttisbaráttan snýst ekki lengur um lagalegt jafnrétti, því hafa kynslóðirnar á undan okkur náð fram og eiga skilið þakkir fyrir það. Jafnréttisbaráttan í dag er brátta um viðhorf, að litið sé á konur og karla sem jafningja á öllum sviðum, ekki bara í stjórnmálum, líka þegar kynin velja sér starfsvettvang, í foreldrahlutverkinu o.s.frv. Með nýrri […]

Einsleitt háskólasamfélag

Nú gengur sá tími árs í gang þar sem þúsundir háskólanemenda þreyta jólapróf við þá fjölmörgu háskóla sem starfræktir eru á hér á landi. Þetta tímabil einkennist oft á tíðum af takmörkuðum svefni, legusárum á sitjandanum, reglulegum stressköstum og óhóflegri kaffidrykkju. En þetta er yfirleitt bærilegt fyrir þær sakir að nemendur sjá þetta tímabil einfaldlega […]

Teflon ríkisstjórn

Ríkisstjórnin er búin að efna eitt stærsta loforðið sitt, þvert á svartsýnisspár og gagnrýnisraddir. Skuldaleiðrétting – tékk! Eins mikið og hægt er að gagnrýna og deila um þetta mál er ljóst að framkvæmdin og ekki síst framkvæmdartíminn hefur fallið vel í kramið hjá þjóðinni. Næst á dagskrá eru gjaldeyrishöftin. Bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafa gefið […]

Sjúkrastofnun Sjóvá?

Hvernig væri að láta tryggingarfélag sem rekið er í hagnaðarskyni annast rekstur heilbrigðisþjónustu, umönnun sjúklinga og fleira? Það liggur við að ég heyri skandífasista allra skúmaskota skjótast fram, organdi og emjandi: Er ykkur ekkert heilagt, þarna öfgaofstopa frjálshyggjupakk?! Á nú að fara að einkavæða krabbameinið og selja liðagigtina hæstbjóðanda?! Ég átti þess kost fyrir ári […]

Einu mennnirnir með viti – S2E11

Einu mennirnir með viti brugðu landi undir fót og senda út þátt númer ellefu í seríunni frá höfuðborg Spánar. Þeir ræða ferðalagið, borgina. Vladimír Pútín og Guðni Ágústsson koma báðir við sögu í þættinum auk þess sem þeir lýsa því hvernig þeir bregðast við þegar þeir geta ekki fundið hluti sem þeir eru að leita […]

Er hægt að eiga staðreynd?

Í heimsstyrjöldinni fyrri kom babb í bátinn hjá fréttaþjónustu William Randolph Hearst, The International News Service. Fréttaveitan hafði fjallað um mannfall Breta með óhagfelldum hætti, og missti í kjölfarið ýmis fríðindi sem öðrum stríðsfréttariturum stóðu til boða, svo sem aðgang að víglínunum og símskeytaþjónustu bandamanna, sem gerðu þeim kleift að senda fréttir frá Evrópu til […]

Skuldaleiðréttingin nýtt

Rafræn skilríki hafa verið mikið í umræðunni undanfarið þar sem ætlast er til að einstaklingar noti þau til að samþykkja eða synja skuldaleiðréttinguna. Mikil óánægja var vegna kostnaðarins við skilríkin og fannst mörgum einkennilegt að ríkið skildi skuldbinda fólk til að eiga viðskipti við fyrirtækið Auðkenni sem er í eigu einkaaðila til að sækja sér […]