Íslensk stjórnvöld studdu innrásina í Írak. Þetta leiðir af sér að stjórnvöld hérlendis hafa ríkari skyldu en ella til þess að láta til sín heyra vegna fregna um hrottalega meðferð hernámsliðsins á föngum sínum.
Í umræðum um fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra hefur mikið verið rætt um fréttaflutning fjölmiðla og miðlar Norðurljósa verið sakaðir um að veitast að pólítískum andstæðingum sínum á ómálefnalegan hátt. Tímarit Morgunblaðsins hefur greinilega ákveðið að vera ekki eftirbátur keppinauta sinna í þeim efnum, frekar en öðrum.
Í tilefni af því að eitra þarf fyrir þingmönnum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður í hvert skipti sem Ingibjörg Sólrún vill koma sér á framfæri má velta því fyrir sér hvort kjósendur Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi Norður hefðu getað komið kvinnunni að sjálfir með réttum listabreytingum.
Undanfarið hefur þörf á góðum og varanlegum geymslumiðlum á tölvuefni vaxið nokkuð hratt. Vissulega hefur það skapað ákveðin vandamál varðandi geymslu, en t.d. þeir sem taka mikið af ljósmyndum hafa fljótlega fyllt venjulega harða diska sem fylgja með tölvu. Auk þess vilja flestir tryggja öryggi ljósmyndanna með því að geyma það á fleiri en einum stað.
Morðum, nauðgunum, ránum, líkamsárásum og öðrum glæpum fækkaði um 25-50% í Bandaríkjunum á tíunda áratuginum. Þessi gríðarlega fækkun á glæpum átti sér stað um öll Bandaríkin. Nýlegar rannsóknir á orsökum þessarar fækkunar leiða ýmislegt athyglisvert í ljós.
Dagana 10.-13. júní verður kosið til Evrópuþingsins. Kosið verður í 25 löndum og þar af eru tíu ný aðildaríki ESB þar sem kosning mun fara fram í fyrsta skipti. Í pistli dagsins verður fjallað um kosningaslaginn í Póllandi og líklega fulltrúa Póllands á Evrópuþinginu.
Margar hugmyndir hafa komið fram að undanförnu um hvernig best fari á að skipa dómara og tryggja sjálfstæði dómsvaldsins frá öðrum handhöfum opinbers valds.
Flensburg und das BKA, Haben unsere Daten da“
Meðlimir hljómsveitarinnar Kraftwerk hafa líkast til ekki þótt pólitískir á sínum æskuárum. Á meðan John Lennon söng um Víetnam og kvenfrelsi voru lagasmíðar Kraftwerk að mestu textalausar.
Álit umboðsmanns Alþingis hleypti svo sannarlega nýju blóði í umræðuna um skipun dómara í Hæstarétt. Þar var nefnilega ekki einungis komist að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipun Ólafs Barkar heldur beindi umboðsmaður þeim tilmælum til Alþingis að kanna hvort þörf væri á endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi við undirbúning og ákvarðanir um skipun í embætti dómara við Hæstarétt.
Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hvarf af landi brott til þess að sitja námskeið um Evrópu út í London, héldu margir að tilgangur hennar væri að halda sér frá pólitískum skarkala þannig að hún gæti átt ferska innkomu inn á leiksvið íslenskra stjórnmála. Ef það var tilgangurinn er ljóst að það hefur algjörlega mistekist.
Það virðist vera svo hérna á Frónni að hægt sé að stilla klukkuna, eða dagatalið, eftir ákveðnum atburðum sem eiga sér stað með reglulegu millibili. Mætti þar nefna falsvonir um sigur í Júróvisjon, vonbrigði með framgöngu strákana okkar á HM í handbolta, Framsóknarmenn fá sæti í ríkisstjórn og svo verkfall kennara.
Nú á dögunum tilkynnti BBC að þeir væru að fara af stað með nýja dreifingarleið á sjónvarpsefni, í gegnum netið beint til notenda. Notendur geta pantað sér efni að vild og horft á það í sjónvarpinu sínu, tölvuna eða handtölvunni sinni.
Sagan um nýju fötin keisarans er sígild og hefur kannski verið tíðar á vörum manna síðustu vikur en oft áður. Fólk á til að blindast af eigin hégóma og framagirni. Að sjálfsögðu verður þó ekki fjallað um slíkt fólk í þessum pistli.
Um leið og 10 ríki til viðbótar fengu aðild að Evrópusambandinu þann 1. maí síðastliðinn, fengu ríkin glaðbeittu inngöngu í stærsta kjarnorkuklúbb veraldar.
Þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tilkynnti að hann hefði ákveðið að sækjast eftir endurkjöri, boðaði hann aukna þátttöku embættisins í almennri umræðu.
Á morgun mun forsætisráðherra mæla fyrir hinu umdeilda fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og eftir það er það í valdi og á ábyrgð þeirra sem kjörnir hafa verið til löggjafarstarfa að taka ákvarðanir um framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Óhætt er að fullyrða að framundan séu afdrifaríkir dagar á Alþingi.
Þessa dagana eru margir að fara af stað og leita sér að fellihýsi eða skuldahala eins og gárungarnir kalla þau. Húsin eru vel útbúin en kosta eftir því. Hvenær skyldi borga sig að kaupa slík hús, frekar en að leigja þau?
Í dag ganga tíu ný ríki inn í Evrópusambandið. Inngangan er seinasta skref á langri leið sem hófst við hrun kommúnismans fyrir um 15 árum. Í raun má segja að glundroðinn og óréttlætið sem hófst með heimsstyrjöldunum tveimur í Evrópu, sé loksins á enda.
Upphafið að Google var að tveir ungir tölvunarfræðingar sem lögðu stund á nám við Sanford. Þeir ræddu hvernig væri hægt var að bæta leit á netinu og varð það upphafið að verkefni sem varð síðar að leitarvélinni Google. Í dag eru fyrirspurnir á leitarvélina líklega hátt í 300 milljónum á dag.
Í helgarnestinu er leitað svara við þeirri spurningu hvort að þjóðarblómið sé tekið að visna.