Tímamót Google

Upphafið að Google var að tveir ungir tölvunarfræðingar sem lögðu stund á nám við Sanford. Þeir ræddu hvernig væri hægt var að bæta leit á netinu og varð það upphafið að verkefni sem varð síðar að leitarvélinni Google. Í dag eru fyrirspurnir á leitarvélina líklega hátt í 300 milljónum á dag.

Upphafið að Google var að tveir ungir tölvuáhugamenn, Sergey Brin and Larry Page, hittust í samkomu fyrir verðandi doktora í Stanford en báðir lögðu þeir stund á tölvunarfræði þar. Hófu þeir fljótlega undirbúningsvinnu að leitarvél en hún var kölluð BackRub. Þetta var á árunum 1996 – 1997. Í upphafi var herbergi Larrýs á vistinni notað undir tölvuþjóna og herbergi Sergeys notuð sem skrifstofa.

Eftir að vélin varð tilbúin ákváðu þeir félagar að athuga hvort það væri hægt að stofna fyrirtæki í kringum þetta. Þeim tókst að safna milljón dollurum frá vinum og fjöldskyldu en auk þess fengu þeir peninga frá Andy Bechtolsheims, eins stofnanda SUN, upp á 100 þúsund dali. Honum leist svo vel á hugmyndina að hann skrifaði ávísunina á staðnum, áður en þeir félagar höfðu einu sinni stofnað félagið og eftir nokkur míntútna fund. Þeir félagar fluttu í skúr og starfsmenn félagsins urðu fjórir.

Google náði mjög fljótt vinsældum en fyrsta árið fékk leitarvélin að meðaltali 10 þúsund leitar fyrirspurnir á dag en strax árið á eftir urðu þær 500 þúsund á dag. Í dag eru fyrirspurnir á leitarvélina líklega hátt í 300 milljónum á dag og skannar hún um 4,3 milljarða síðna. Á undanförnum árum hefur Google auk þess farið út í aðrar veitur t.d. eru þeir eigendur blogger.com, bjóða sérstaka fréttaleit og nú nýverið tilkynnt að þeir ætli að bjóða tölvupóst (gmail) svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirtækjabragur Google hefur aldrei verið eins og hjá hefðbundnum tölvufyrirtækjum, þar sem fólk hefur meðal annars verið hvatt til að gera eitthvað allt annað einn dag í viku. Gmail-tölvupósturinn var niðurstaða aðila sem eyddu einhverjum slíkum dögum í að leggja grunnin að póstinum. Þrátt fyrir mikið ríkidæmi hafa stofendurnir ekki lifað hátt sem endurspeglast t.d. í að þeir aka fábreyttum Toyota Hybrid bifreiðum og taka þátt í íþróttaviðburðum með starfsmönnum félagsins.

Nú stendur sem sagt til að bjóða félagið upp á markaði, eins og annað sem Google hefur gert ætla þeir ekki að fara hefðbundar leiðir. Ætla stofnendur félagsins að halda tryggri stöðu í fyrirtækinu þrátt fyrir að setja fyrirtækið á markað. Ekki verður fast verð á hlutabréfunum en hægt verður bjóða í það. Þeir félagar gera ráð fyrir að safna 2,7 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Hluti verður hægt að kaupa á netinu en stofnendurnir vilja tryggja dreifða eignaraðild.

Það kemur fáum á óvart að Google skuli fara á markað núna, á næstunni ætlar risinn Microsoft ætlar að koma með eigin leitarvél. Fleiri ætla að ná köku af leitarvélamarkaðnum. Nokkur fyrirtæki hafa farið í mál við google vegna þess að þeir hafa tengt viss leitarorð við auglýsingar keppinautanna, auk þess sem mikið hefur verið í gangi í kringjum gmail nýjungina þar sem fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að hætta á persónufrelsi notenda. Google mun ætla að nota þá peninga sem það aflar til að halda áfram í þeirri sókn sem það hefur verið í undanfarin ár. Verður mjög gaman að fylgjast þróuninni breytingar geta verið mjög hraðar og ljóst að sótt verður að Google á næstunni.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.