Geymt en ekki gleymt

Undanfarið hefur þörf á góðum og varanlegum geymslumiðlum á tölvuefni vaxið nokkuð hratt. Vissulega hefur það skapað ákveðin vandamál varðandi geymslu, en t.d. þeir sem taka mikið af ljósmyndum hafa fljótlega fyllt venjulega harða diska sem fylgja með tölvu. Auk þess vilja flestir tryggja öryggi ljósmyndanna með því að geyma það á fleiri en einum stað.

Undanfarið hefur þörf á góðum og varanlegum geymslumiðlum á tölvuefni vaxið nokkuð hratt. Vissulega hefur það skapað ákveðin vandamál varðandi geymslu, en t.d. þeir sem taka mikið af ljósmyndum hafa fljótlega fyllt venjulega harða diska sem fylgja með tölvu en auk þess sem flestir vilja tryggja öryggi ljósmyndanna með því að geyma það á fleiri en einum stað.

Harðir diskar eru góðir því þeir geyma mikið magn af upplýsingum á einum stað. Þannig er þægilegra að leita í safni sem er á 200 gb hörðum disk, heldur en að raða tæplega 300 diskum í tölvuna í von um að finna réttu myndina eða lagið. Hins vegar er mjög stór áhætta bundin í því að eiga mikið af gögnum á einum disk. Miðað við sama dæmi er lítið tjón þótt einn af þessum 300 geisladiskum fari í súginn en hins vegar tjónið gríðarlegt ef harði diskurinn bilar. Slíkt er þó alls ekki óalgengt, sérstaklega þegar diskar eru oft settir úr og í tölvur.

Geisladiskarnir eru enn sú leið sem flestir nota þegar geyma á gögn til lengri tíma. Hægt er að koma fyrir meira en 700 mb af gögnum, hver eining er ódýr, flestar tölvur í dag eru með skrifara og því einfalt að geyma gögn á þennan hátt. Hins vegar er töluverð hætta á að gögn tapist af þeim ef það er ekki rétt farið með þá, t.d. geta gögn tapast vegna þess að diskar rispast. Margir framleiðendur lofa að diskarnir eigi að endast í 100 ár en nokkrar rannsóknir hafa sýnt að diskarnir endast jafnvel ekki í 2 ár, þrátt fyrir góða meðferð.

DVD diskar eru sterkari en geisladiskarnir þar sem gögnin eru geymd dýpra inn í disknum og því minni hætta á að rispur nái að skemma gagnalag disksins. Hins vegar eru diskarnir (bæði geisla og DVD) límdir saman og getur það skapað annað vandamál, sérstaklega þegar fólk sveigir diskana til þess að ná þeim úr hulstrinu. Framleiðendur mæla jafnframt með að diskarnir séu teknir upp varlega á köntunum, ekki sé skrifað á þá með nema með réttri tegund penna (vatns- eða alcoholtegundum). Þá á að geyma diskana á köldum og þurrum stað.

Ef fjárhagshliðin er skoðuðu á þessum miðlum og borið saman miðað við að geyma 100 mb af gögnum þá kostar um 8,5 kr fyrir harðan disk, 11 krónur fyrir geisladiskinn og 5 krónur per 100 mb miðað við DVD diskinn. Miðað er við að keyptir sé nokkrir diskar af hverju í einu.

Miðað við það sem hefur verið sagt á undan, má líklega draga þá ályktun að heppilegasti geymslumiðillinn í dag séu DVD diskar. Diskarnir bjóða upp á vissa áhættudreifingu, en eru ekki jafn litlir og geisladiskar. Þeir eru endingabetri en t.d. geisladiskar. Að lokum eru þeir ódýrasti kosturinn. Ókosturinn er augljóslega sá að eingöngu er hægt að setja einu sinni gögn á þá á meðan harðir diskar bjóða upp á að stöðuga endurnýjun. Flestir ættu að geta notað miðlana saman af einhverju leyti t.d. með þvi að safna gögnum saman á harða diska en brenna á DVD þegar tími er komin til að setja þá í varanlega geymslu.

——–

Um DVD diska – (via BRE)

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.