Íslensku auglýsingaverðlaunin

Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin verða afhent í 19. sinn á Íslenska markaðsdeginum föstudaginn 25. febrúar næstkomandi þar sem athyglisverðustu auglýsingarnar á árinu 2004 verða valdar.

Réttarstaða geimfara I

Í mínum næstu átta greinum á Deiglunni ætla ég að fjalla um réttarstöðu geimfara og ýmis lagaleg vandamál sem tengjast geimferðum manna.

Ranghugmyndir rannsakaðar

Hvað er það sem veldur krabbameini, hjartaáfalli og sáðláti en kemur í veg fyrir æxlismyndun, kransæðastíflu og dregur úr frjósemi? Ef það er ekki vín, kaffi eða kál þá er það kannski lélegur fréttaflutningur ef marka má nýlegar rannsóknir erlendra vísindamanna.

Ó Jesú bróðir besti

Aðskilnaður ríkis og kirkju er eitthvað sem flest allir hafa velt fyrir sér. Flestir hafa jafnframt skoðun á því. En hvað um kristnifræði í grunnskólum og ég tala nú ekki um kristnifræði í leikskólum?

Örlítill fyrirvari

Björgólfur Thor Björgólfsson er sennilega ríkasti maður landsins og veit að öllum líkindum meira en flestir um viðskipti. Það er því gleðilegt þegar hann er tilbúinn til að deila skoðunum sínum á íslensku viðskiptaumhverfi líkt og hann gerði á viðskiptaþingi Verslunarráðs nú á dögunum. En það þýðir þó ekki að örlítill fyrirvari sé ekki við hæfi þegar hlustað er.

Stytta eða ekki stytta?

Stytting náms til stúdentsprófs hefur verið lengi í umræðunni. Fyrir nokkru síðan tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þá ákvörðun að stytta nám í framhaldsskólum úr 4 í 3 ár og hefur að undanförnu heimsótt framhaldsskóla landsins. Undirritaður sat kynningarfund ráðherra fyrir starfslið Menntaskólans í Reykjavík. Ekki voru allir á einu máli um framkvæmd styttingarinnar.

Síðasta vígið

Það hlaut að koma að því að ráðist yrði á síðasta vígi reykingarmanna – kaffihúsin. Mikilvægt er í umræðu um nýtt lagafrumvarp að átta sig á því að hér er ekki spurning um að taka afstöðu með eða á móti reykingum heldur með eða á móti eignarréttinum.

Passar maðurinn þinn fyrir þig?

Staða fjölskyldunnar hefur verið mjög til umræðu að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hver beri ábyrgðina á því að koma þeim börnum sem alast upp í hraða nútímans til manns.

Eru stór brjóst betri?

Oft er látið að því liggja að aðdáun karlmanna á brjóstum tengist einhverjum ödipusarkomplexum og löngun í að drekka aftur móðurmjólk. Sálfræðingar telja þetta vera hreina þvælu. Þessi pistill mun fara yfir nokkrar kenningar um kvenmannsbrjóst og reyna að útskýra hvers vegna stór hluti karlmanna hefur meiri áhuga á stærri brjóstum en minni.

Skoðanaskipti um flugvöllinn

Nýverið kynnti ráðherra drög að nýrri samgönguáætlun sem á að gilda fyrir tímabilið 2005-2008. Í henni kemur m.a. fram að bæta þurfi samgöngur til Vestfjarða og stytta leiðina um 50 km sem er góðra gjalda vert. En það sem er öllu verra er að þar er talað um að byggja þurfi nýja samgöngumiðstöð fyrir innanlandsflug og rútusamgöngur.

Burt með kofana

Á undanförnu hefur verið mikið í umræðunni umdeild tillaga skipulagsnefndar Reykjavíkur um niðurrif húsa við Laugarveg. Reykjavík þarf að vaxa og dafna eins og aðrar borgir og þá ekki aðeins í úthverfum, heldur þarf miðbærinn að fá að þroskast.

Í sannleika sagt er það lygi

sdfdNítján af hverjum títján tuttugu kvenmönnum játa að hafa logið að körlum sínum, skv. nýlegri könnun That’s Life!-tímaritsins.

Afbrotahagfræði

sdfdÁ undanförnum árum hefur kastljós hagfræðinga í auknum mæli beinst að þeim hvötum sem liggja að baki afbrotum.

Miðlægar kjörskrár

Þegar kemur að tækniframförum í kosningum hefur áherslan í fjölmiðlum og umræðunni nánast eingöngu snúist um rafrænar kosningar. Hins vegar bíður tæknin upp á aðra möguleika sem ekki síður eru áhugaverðir. Einn möguleikinn er miðlæg kjörskrá, en með henni geta kjósendur farið inn á hvaða kjörstað sem er innan kjördæmisins og kosið.

Hvort segja kýr mu eða mö?

Upp er komin skemmtileg umræða í sveitum landsins og víðar. Hún snýst um það hvort kýr bauli „mu“ eða „mö“, og sýnist sitt hverjum. Umræða þessi er angi af pælingum sem stundum hafa skotið upp í huga pistlahöfunds, þ.e. er hægt að yfirfæra dýrahljóð yfir á mannamál?

Eignarréttur að saur í salernum

Í landyfirréttardómi frá 1913 bls. 155 var fullyrt að salernasaur yrði tæplega talinn með eignum þeim, er féllu undir þáverandi eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Sú fullyrðing er og var fræðilega röng.

Fasteignabomban

Á undanförnum 12 mánuðum hefur vísitala fasteignaverðs íbúðahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúm 24%. Í síðustu viku var velta þinglýstra kaupsamninga vegna fasteignaviðskipta rúmlega 4,8 milljarðar króna.

Heilræði í umferð

Hefur þú gefið séns í dag?Umferðarmenning á Íslandi hefur ekki verið mjög fyrirferðamikil í umræðunni, nema ef vera skildi fyrir atbeina útvarps umferðarráðs (umferðarstofu). Hins vegar er full ástæða til þess að ræða þessi mál, sérstaklega í ljósi þess að umferðarmenningi á Íslandi er að mörgu leyti mjög slæm.

Allir njóta góðs af traustri stjórn ríkisfjármála

Stöðug hækkun á lánshæfismati ríkisins sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig stefna og fjármálastjórn núverandi ríkisstjórnar hefur í för með sér ábata fyrir alla landsmenn.

Áhættufjárfestingar á elliheimili

Nú á síðustu dögum hefur George Bush, forseti Bandaríkjanna, eytt miklum tíma í að sannfæra jafnt kjósendur sem þingmenn um ágæti nýrrar áætlunar sem á að koma í veg fyrir vanda bandaríska ellilífeyriskerfisins.