Í sannleika sagt er það lygi

sdfdNítján af hverjum títján tuttugu kvenmönnum játa að hafa logið að körlum sínum, skv. nýlegri könnun That’s Life!-tímaritsins.

Mikið ríður á að ganga hreint til verks!

Þetta eru kannski engar stórar fréttir, það verður nú bara að játast. Lygi er ansi teygjanlegt hugtak og stundum er bara algerlega ómögulegt að segja alveg dagsatt. Svo er bara ekkert hægt að svara sumum spurningum sem krafist er svara við, svo menn verða bara að gera svo vel að skálda upp eitthvað á staðnum. Það eru nú tæpast lygar í mínum kokkabókum — frekar einhvers konar drög að sjálfsbjargarviðleitni. Alltént, þá lagði That’s Life!-tímaritið sem gefið er úr í Wales, Skotlandi og á Írlandi spurningar fyrir lesendahóp sinn, sem eftir því sem næst verður komist, samanstendur af grömum 38 ára gömlum heimavinnandi húsmæðrum.

Sérstaka eftirtekt vekur óneitanlega að téðar húsmæður virðast líta öðrum augum en tíunduð voru að ofan á mörkin milli sannleika og lygi, en ef marka niðurstöður könnunarinnar hafa 83% þeirra logið blákalt að maka sínum einhverri þvælu sem hefur haft ráðandi áhrif á framvindu hjónabands þeirra.

Eftirfarandi lygar voru algengastar skv. könnuninni:

1. Nei, gamli — þú ert ekkert svo rosalega feitur!

2. Þetta skópar kostaði bara 10 sterlingspund.

3. Ég missti af strætó.

4. Ég er með dúndrandi hausverk.

5. Þetta er fyrsti drykkurinn minn í kvöld.

6. Ég elska þig!

Hvaða ályktanir getum við dregið af þessum svörum? Nærtækast er að ætla að meðalkvenmaðurinn í úrtaki könnunarinnar sé einhvers konar illa klædd, óstundvís ofdrykkjumaður sem er svo þunn á morgnanna að hún getur ekki losnað við hausverkinn án þess að skjalla eiginmann sinn og segjast elska hann.

Fáir karlmenn kipptu sér upp við tíðindin og vita að það er ekki einsdæmi að spúsa ljúgi að maka sínum. En flestir karlar vita hins vegar að eiginkonur gætu aldrei nokkru sinni tekið þá í bólinu með einhverri könnun, sem t.a.m. gæti hafa birst í Screwdriver & Hammer Weekly-tímaritinu og að niðurstöður hennar bentu eindregið til að allir karlmenn væru lygarar.

Sennilega er búið að draga of lengi að segja hið augljósa:

Karlar myndu alltaf fatta að ljúga að spyrlinum!

Latest posts by Halldór Benjamín Þorbergsson (see all)