Skoðanaskipti um flugvöllinn

Nýverið kynnti ráðherra drög að nýrri samgönguáætlun sem á að gilda fyrir tímabilið 2005-2008. Í henni kemur m.a. fram að bæta þurfi samgöngur til Vestfjarða og stytta leiðina um 50 km sem er góðra gjalda vert. En það sem er öllu verra er að þar er talað um að byggja þurfi nýja samgöngumiðstöð fyrir innanlandsflug og rútusamgöngur.

Ekki alls fyrir löngu skrifaði ég pistil um ummæli ráðherra samgöngumála um að ekki væri komist hjá því að miðstöð innanlandsflugs yrði áfram í miðbæ Reykjavíkur. Annað væri sóun á þeim fjármunum sem hefði verið eytt í flugvöllinn á síðustu árum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Nýverið kynnti ráðherra drög að nýrri samgönguáætlun sem á að gilda fyrir tímabilið 2005-2008. Í henni kemur m.a. fram að bæta þurfi samgöngur til Vestfjarða og stytta leiðina um 50 km sem er góðra gjalda vert. En það sem er öllu verra er að þar er talað um að byggja þurfi nýja samgöngumiðstöð fyrir innanlandsflug og rútusamgöngur.

Í ljósi fyrri ummæla um að ekki sé hægt að fjarlægja flugvöllinn vegna þeirra fjárfestinga sem í honum liggja læðist að manni sá grunur að fleira liggi að baki en hagræðið í því að hafa rútu- og flugsamgöngur á sama stað.

En bíddu. Í hverju liggur hagræðið? Varla eru margir flugfarþegar að taka rútu í kjölfarið á flugi eða öfugt. Líklegar er þó hægt að finna dæmi um slíkt t.d. ef ætlunin er að ferðast frá Hveragerði til Egilsstaða.

Og kannski eru dæmin fleiri og hagkvæmt að hafa flughöfn og rútumiðstöð á sama stað. En ef það er reyndin, skiptir þá máli hvort að flugvöllurinn sé í miðbæ Reykjavíkur eða einhversstaðar annarsstaðar?

Í viðtali nýlega sagði borgarstjórinn í Reykjavík að full sátt væri um byggingu slíkrar miðstöðvar sem gefur til kynna að stefna borgarinnar hafi breyst varðandi flugvöllinn. Þó að ekki sé búið að breyta aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn verði farinn árið 2024 gefa orð borgarstjórans að eitthvað annað liggi að baki. Varla er full sátt um að byggja flughöfn sem á einungis að nota í nokkur ár.

Stundum fær maður á tilfinninguna að menn séu að reyna að friða öll sjónarmið í umræðunni og koma málunum þannig fyrir að þeir sem vilja halda flugvellinum séu þess fullvissir að hann verði áfram og þeir sem eru á móti telji að hann fari og þannig reynt að koma í veg fyrir eðlileg skoðanaskipti.

Kannski eru menn bara að skipta um skoðanir með reglulegu millibili sem eru kannski eðlileg skoðanaskipti í nútímalegri umræðupólitík.

Er ekki kominn tími til að taka af allan vafa um málið þannig að hægt sé að ræða það af alvöru?

Latest posts by Brynjólfur Stefánsson (see all)

Brynjólfur Stefánsson skrifar

Brynjólfur hóf að skrifa á Deigluna í mars 2003.