Miðlægar kjörskrár

Þegar kemur að tækniframförum í kosningum hefur áherslan í fjölmiðlum og umræðunni nánast eingöngu snúist um rafrænar kosningar. Hins vegar bíður tæknin upp á aðra möguleika sem ekki síður eru áhugaverðir. Einn möguleikinn er miðlæg kjörskrá, en með henni geta kjósendur farið inn á hvaða kjörstað sem er innan kjördæmisins og kosið.

Þegar kemur að tækniframförum í kosningum hefur áherslan í fjölmiðlum og umræðunni nánast eingöngu snúist um rafrænar kosningar. Hins vegar bíður tæknin upp á aðra möguleika sem ekki síður eru áhugaverðir. Einn möguleikinn er miðlæg kjörskrá, en með henni geta kjósendur farið inn á hvaða kjörstað sem er innan kjördæmisins og kosið.

Tæknilega er miðlæga kjörskráin mjög einföld, fyrir utan varnir gegn misnotkun eða innbrotum er grunnur sem inniheldur upplýsingar um kjósendur, og eftir að þeir kusu, hvar og hvenær. Kjörskráin liggur á lokuðu netinu og eingöngu kjördeildirnar hafa aðgengi að henni. Kerfið getur skilað úr þessum miðlæga grunni strax hvernig kjörsókn er og hvar.

Helsti kostur miðlægrar kjörskrár er fyrst og fremst að fólk getur kosið hvar sem er, hvort sem fólk er á leiðinni í vinnuna, heimsækja vini eða bara þann kjörstað sem er næstur. Kjörsókn hefur farið minnkandi á undanförnum árum og aukið aðgengi er einn þáttur sem getur hjálpað í baráttu við minnkandi kjörsókn. Jafnframt má gera ráð fyrir að utankjörfundaratkvæðum fækki.

Helstu kostir miðlægu kjörskrárinnar er að geta boðið kjósendum upp á að kjósa hvar sem þeir eru staddir (innan kjördæmis). Þetta myndi auka aðgengi að kjörstöðum og gæti verið einn þáttur í að auka kjörsókn sem hefur farið minnkandi í vestrænum ríkjum. Jafnframt má gera ráð fyrir að utankjörfundaratkvæðum fækki.

Ákveðin aukin áhætta fylgir miðlægri kjörskrá, sem dæmi getur starfsmaður kjördeildar, gert mistök við skráningu. Sami starfsmaður getur auðvitað gert sömu mistök þegar hann notar blýant. Jafnframt er ávallt áhætta á að kjördeild sé ekki starfhæf í lengri eða skemmri tíma vegna vandamála í tölvukerfi. Hins vegar má lágmarka allt slíkt með góðum undirbúningi fyrir kosningarnar og með því að setja upp kerfið upp í góðum fyrirvara og góðri prufukeyrslu. Hitt er svo kostnaðurinn en ólíkt rafrænum kosningum er eingöngu aukin þægindi að ræða en engin sparnaður kemur upp á móti.

Háskólinn hefur keyrt miðlæga kjörskrá mörg undanfarin ár með gríðarlega góðum árangri. Háskólanemendur hafa geta kosið um allt háskólasvæðið óháð einhverjum heimabyggingum. Þrátt fyrir að ákveðin tæknivandamál hafa komið upp einstaka sinnum, hafa kosningarnar ávallt gengið vel fyrir sig og mælst vel fyrir hjá nemendum. Næstu kosningar sem verða keyrðar með slíkum grunni verða kosningar til rektors 10. mars næstkomandi.

Af þeim rafrænu kostum sem nú eru í boði er ljóst að miðlæg kjörskrá er sá kostur sem er raunhæfastur. Lengra er í aðrir kostir, eins og kosningar á netinu eða rafrænar kosningar, verði raunhæfir. Slíkir kostir eru hins vegar mjög áhugaverðir fyrir minni kosningar eins og í prófkjör eða formannskjör.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.