Fyrirtækjalegur Darwinismi

Rannsóknir í viðskiptafræðum leita víða hófanna við að finna módel til þess að geta skilið eðli fyrirtækja betur. Á meðal annarra hluta hefur verið leitað samsvörunar í náttúrunni og þar með í svokölluðum Darwinisma. Hér verður farið lauslega yfir hvað átt er við með því.

Einbýlishúsalóð á Manhattan fæst gefins

Verð á einbýlishúsalóðum á Manhattan er nú orðið svo hátt að venjuleg millistéttarfjölskylda á enga möguleika til að byggja þar þak yfir höfuðið. Michael Bloomberg hefur legið undir miklum ámæli vegna þessa og hefur borgarstjórinn ákveðið að leysa vandann á einfaldan hátt – með því að gefa einbýlishúsalóðir: Fyrstir koma – fyrstir fá…

Ný og öflug Stúdentamiðlun

Nú þegar vorið nálgast eru vafalítið margir háskólastúdentar farnir að huga að því að sækja um störf fyrir sumarið. Aðrir eru búnir að ganga frá þeim málum en hafa áhyggjur af lokaprófum í maí og þurfa ef til vill að finna sér kennara sem getur tekið þá í aukakennslu. Stúdentaráð, í samvinnu við Félagsstofnun stúdenta hefur komið á fót Stúdentamiðlun sem getur greitt götu stúdenta í þessum málum, og fleiri.

Nei þýðir Nei, Nauðgun er glæpur

V-dagurinn er hreyfing og skipulagt framtak til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum fyrir fullt og allt. V-dagurinn hefur sýn á þjóðfélag þar sem konur geta lifað frjálsar og öruggar. V-dagurinn er bylting sem vill efla vitund manna um málefnið sem er svo brýnt. V-dagurinn er í dag

Forræðishyggja stéttarfélaganna

Verslunarmannafélag Reykjavíkur er orðið það stórt að það er í vandræðum með hvað á að gera við alla peninga sem félagsmenn greiða inn. Til að ráðstafa þessum fjármunum leggja forsvarsmenn VR til að stofnaður verði sérstakur varasjóður þar sem hver og einn félagsmaður á séreign.

… sem kunna ekki íslensku

Margir virðast hafa áhyggjur af því að útlendingar á Íslandi kunni ekki og vilji ekki læra íslensku. Slíkar ályktanir byggjast oft á fordómum og skilningsleysi í garð þess að íslenska er erfitt tungumál sem Íslendingarnir sjálfir leggja sig ekki allt of mikið fram við að kenna.

Hvað er Evrópusambandið eiginlega að hugsa?

Næstkomandi júní verða 16 ár liðin frá hinum hryllilegu atburðum á Torgi hins himneska friðar. Í tilefni þeirra tímamóta ætlar Evrópusambandið að aflétta vopnasölubanninu sem sett var á Kína í kjölfarið. Sú ákvörðun er með öllu óskiljanleg.

Deiglan Group

sdfdFastlega er búist við því að sú tillaga verði lögð fyrir aðalfund Deiglunnar, sem haldinn verður 11. apríl næstkomandi, að nafni félagsins verði breytt í Deiglan Group.

Vitundarvakning atvinnufyrirspyrjenda

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar til menntamálaráðherra um formlega stöðu Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins eru vonandi vísbending um að þingmenn þar á bæ séu vakna til vitundar um hvers konar misnotkun það er á aðstöðu þingmanna að leggja fram endalausar fyrirspurnir til ráðherra í þeim tilgangi einum að fanga athygli fjölmiðla.

Afkvæmi hugsana minna

Í vikunni var sagt frá samningi á milli Sjóvár-Almennra og tónlistarmannsins Bubba Morthens, þar sem Sjóva hafði keypt rétt að öllum tekjum af höfundarrétti tónlistar Bubba í nokkurn tíma og fyrir ákveðið háa upphæð (tugi milljóna). Í kjölfarið hefur farið af stað mikil umræða, bæði um það hvort menn séu komnir á hálan ís með sölunni og svo ástæðurnar fyrir því að Bubbi fer út í þetta.

Bjór og bleyjur

Í nýlegri grein í Wall Street Journal er sagt frá, að því er virðist, afar sérstöku sambandi stærstu verslanakeðju heims, Wall-Mart, og framleiðslufyrirtækisins Procter & Gamble.

Hótel jörð

Í tækni og vísindapistli dagsins er sjónarhorninu beint að landafræði jarðarinnar. Við munum skoða stærstu löndin, þau fjölmennustu, smæstu ríkin, ríkustu þjóðirnar, algengustu tungumálin og sitt hvað fleira.

Ekki haldið og sleppt

Eins og fram hefur komið þá hefur frumvarp verið lagt fyrir Alþingi þar sem lagt er til að reykingar verði bannaðar á veitingastöðum, kaffihúsum og skemmtistöðum. Rökin gegn frumvarpinu byggjast á frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir þótt flestum þyki þær óskynsamlegar. Í pistli dagsins er bent á að þau eiga ekki við um alla.

Þörf lesning

Tillögur Verslunarráðs Íslands í skattamálum eru ferskt innlegg í umræðuna hér á landi. Í stað þess að beina sjónum að smávægilegum breytingum þarf að skoða allt kerfið frá grunni eins og Verslunarráð leggur til.

Vinstribylting í Suður-Ameríku

Viðvörunarbjöllur eru farnar að hringja í Bandaríkjunum vegna ríkisstjórnar Hugo Chavez, forseta Venesúela. Í síðustu viku lýstu hann og Fidel Castro – bandamaður hans og félagi – því yfir að Bandaríkjastjórn hygðist koma honum fyrir kattarnef.

Íslenskan látin víkja

Það hefur lengi þótt sjálfsögð grundvallarregla að lög, sem gilda skulu hér á landi, séu birt á íslensku. Nú lítur hins vegar út fyrir að birting á erlendum tungumálum verði í sumum tilvikum látin nægja ef nýtt frumvarp verður að lögum.

Reykingabann á skemmtistöðum er vond hugmynd

Frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur um bann við reykingum á kaffihúsum og veitingastöðum byggist á forræðishyggju og skerðingu á eignarréttinum. Reykingar eru lögleg iðja og því er ótækt að stjórnvöld hlutist til um hvort eigendur veitingastaða ákveði að leyfa eða banna reykingar í sínum fyrirtækjum.

Enska með enska

Blaðamannafélag Íslands sýndi fram á stéttvísi sína í gær þegar stjórn félagsins lýsti yfir stuðningi við baráttu íþróttafréttamanna gegn því að útlenskir þulir lýsi útlenskum íþróttakappleikjum í íslensku sjónvarpi.

Trúarflóra og fleira

Í vikunni hafa umræður um trúfrelsi farið hátt, en aðstandendur Siðmenntar halda því fram að á Íslandi ríki ekki raunverulegt trúfrelsi. Þetta er svo sem enginn nýr sannleikur. Erum við í stakk búin til að takast á við trúarflóru þess fjölmenningarsamfélags sem hér mun óumflýjanlega verða?

Tilræði við valfrelsi og fjölbreytni

Forræðishyggja vinstrimanna í borgarstjórn er að ganga af einkareknum grunnskólunum í Reykjavík dauðum. Slys er ekki rétta orðið, kaldrifjað og úthugsað banatilræði er meira við hæfi.