Afkvæmi hugsana minna

Í vikunni var sagt frá samningi á milli Sjóvár-Almennra og tónlistarmannsins Bubba Morthens, þar sem Sjóva hafði keypt rétt að öllum tekjum af höfundarrétti tónlistar Bubba í nokkurn tíma og fyrir ákveðið háa upphæð (tugi milljóna). Í kjölfarið hefur farið af stað mikil umræða, bæði um það hvort menn séu komnir á hálan ís með sölunni og svo ástæðurnar fyrir því að Bubbi fer út í þetta.

Í vikunni var sagt frá samningi á milli Sjóvár-Almennra og tónlistarmannsins Bubba Morthens, þar sem Sjóva hafði keypt rétt að öllum tekjum af höfundarrétti tónlistar Bubba í nokkurn tíma og fyrir ákveðið háa upphæð (tugi milljóna). Í kjölfarið hefur farið af stað mikil umræða, bæði um það hvort menn séu komnir á hálan ís með sölunni og svo ástæðurnar fyrir því að Bubbi fer út í þetta.

Nú hefur þessi samningur verið kallaður fyrirfram greidd laun, en í raun er ekki hægt að kalla þetta annað en lán. Sjóvá lánar Bubba nokkra tugi milljóna, gegn „veði“ tekjum af höfundarréttinum. Eini munurinn á þessu láni eða skuldabréfi í samanburði við hefðbundin lán, er sá að í stað þess að greiðsla sé fyrirfram ákveðin á ári, þá hefur lánið enga ákveðna tímalengd. Það mun svo fara eftir því hversu miklar tekjur (væntanlega að frádregnum tekjusköttum), hversu langan tíma tekur að greiða lánið niður.

Það er engin nýlunda að bankar og fjármálastofnanir leiti sér að góðum og öruggum kostum til að lána í. Þannig hafa bankarnir áður lánað í t.d. kvóta, sem líkt og í þessu tilfelli getur fylgt töluverð áhætta, þar sem lánað er út á framtíðar greiðsluflæði en sem er ekki öruggt.

Menn eru að veðsetja fiskinn í sjónum eins og það er oft kallað.

Þessar stofnanir reikna einfaldlega út líkurnar á því að verða fyrir tapi og leggja það ofan á þá vexti sem þeir ætla að fá fyrir lánið.

Vonandi verður þetta upphafið að frekari lánum til listamanna, þannig að þeir geti sinnt starfi sínu án þess að hafa áhyggjur af fjármagni.

Líklega mun þó vera erfitt eða ógeranlegt að finna sambærilegan kost á Íslandi eins og Bubba og því vel við hæfi að hann sé fyrsti maðurinn til að taka svona lán.

Í raun er þetta gríðarlega viðurkenning fyrir tónlistarmanninn, bankarnir hafa verið sakaðir um að lána bara fyrir steinsteypu. Þetta verður vonandi til þess að opna augu bankana fyrir fleiri tækifærum.

Menn eiga hins vegar að kalla þessa samninga bara það sem þeir eru en ekki reyna að fegra þetta eða að kalla þetta öðrum nöfnum en þetta raunverulega er.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.