Sextíu árum síðar

Á sama tíma og þeirra tímamóta er minnst víðast hvar í Evrópu að sextíu ár eru liðin frá lokum seinni heimstyrjaldar í álfunni standa fjölmargir Evrópubúar frammi fyrir kosningum um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem af mörgum er talin ganga fremur langt í sameiningarátt.

Staðin að verki?

Í október á síðasta ári var hin 27 ára ástralska Schapelle Corby á leið í frí til Balí ásamt nokkrum vinum og vandamönnum. Hún var full tilhlökkunar þegar hún yfirgaf heimabæ sinn á Gold Coast því hún var ekki einungis á leið í skemmtilegt frí heldur líka að heimsækja systur sína. Gleðin tók snöggan endi á flugvellinum á Balí þegar Schapelle var stöðvuð með 4.1 kíló af maríjúana.

Fjör á leikjatölvumarkaði

Í vikunni kynnti Microsoft nýja útgáfu af leikjavél sinni xbox, sem þeir kalla Xbox 360.

Vélina kynntu þeir með mikilli fjölmiðlasýningu og með því að kaupa 30 mínútur á besta tíma á MTV til kynningarinnar. Tímasetningin er út af sýningunni 3E í Los Angeles sem hefst í næstu viku. Þar með hleyptu þeir nýju lífi í baráttuna um leikjatölvumarkaðinn, en það hefur ekki komið ný vél inn á þann markað í fjögur ár og var því löngu komin tími til.

Það er vont en það versnar

Nú rétt fyrir þinglok var á Alþingi samþykkt frumvarp um vegaáætlun 2005-2008 sem svo sannarlega gerir tilkall til nánari athugunar.

Hvaða stefnu tekur Samfylkingin?

Lengsta opinbera kosningabarátta um embætti innan íslensks stjórnmálaflokks er senn á enda. Um næstu helgi ræðst það hvort Össur Skarphéðinsson tryggir sér áframhaldandi setu sem formaður eða hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veltir honum úr sessi. Niðurstaða kjörsins mun hafa mikil áhrif á það hvaða stefnu Samfylkingin tekur í íslenskum stjórnmálum.

Ótrúlega óhæf borgarstjórn

Ef veitt væru verðlaun fyrir heimsins lélegustu borgarstjórn þá er vel líklegt að borgarstjórn Reykjavíkurborgar myndi mæta árlega, í sínu fínasta pússi, til að veita verðlaununum viðtöku. Mætti jafnvel hugsa sér að verðlaunin yrðu fljótlega skýrð í höfuðið á borgarstjórn Reykjavíkur.

Að lifa af

Það að gíslar snúist á sveif með þeim sem halda þeim föngnum hefur verið kallað Stokkhólmsheilkennið, en það hefur verið talið birtingarmynd þeirrar viðleitni mannsins að reyna að lifa af hættulegar aðstæður á borð við gíslatöku.

Flokkflótta

Helgarnestið er að þessu sinni helgað nýyrðasmíð, áhuga Bandaríkjamanna á lauslæti táningstelpna og þeirrar staðreyndar að ein annasamasta helgi Umferðarráðs er að bresta á það er þriðja eða fjórða stærsta ferðahelgi sumarsins.

Kópavogsbúinn

Um þessar mundir heldur Kópavogsbær upp á 50 ára afmæli sitt og af því tilefni er þessi pistill helgaður bænum græna. Að mörgu leiti líkist bærinn frekar litlu þorpi á landsbyggðinni en stærsta bæjarfélagi höfuðborgarsvæðisins sem enn er í örum vexti.

Á síðustu stundu?

Þrátt fyrir skipulags tól og tæki hefur fólk tilhneigingu til að leysa viðfangsefni sín eins seint og hægt er. Hvort sem að viðfangsefnið er að skila skattaskýrslunni, ritgerð eða vídeóspólu, fara með bílinn í skoðun, afgreiða þingmál eða jafnvel færa flugvelli hefur fólk tilhneigingu til að gera það á síðustu stundu.

„Upstate New York“–
„Upstate Reykjavik“

Upstate NYPistlihöfundi gafst kostur á því í síðasta mánuði að keyra um New York fylki og fá nasaþef af bandarískri sveitamenningu. Þar blasti við hörmuleg sjón, fátækt og niðurnídd hús, afleiðing af sorglegri þróun í uppsveitum New York borgar.

Kynlífsfíklar og villimenn

Loksins já loksins er Ísland virkilega komið á landakortið hjá kananum. Litla landinu okkar hefur tekist að fá umfjöllun í einum vinsælasta spjallþætti heims, þar sem ein dáðasta sjónvarpskona heims Oprah Winfrey stígur á stokk og tekur á hinum ýmsu málum. Verður þátturinn um Ísland og íslenskar konur sýndur hér á landi í kvöld.

Stigið á sveif

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir hinu árlega átaki “Hjólað í vinnuna” í þriðja sinn núna í maímánuði og hvetur fólk til að leggja bílnum og taka fram hjólið til að ferðast í og úr vinnu. Átakið er einn angi af þeim meiði sem hefur valdið því að reiðhjól sækja nokkuð hratt fram sem ferðamáti um heim allan. Ástæðurnar eru fjölmargar, en afleiðingarnar á alla vegu jákvæðar.

Mannréttindaprútt

Þegar þetta er skrifað stefnir allt í að breytingar á lögum um fjarskipti fljúgi lítið breyttar í gegnum þingið með öllum þeim skerðingum á grundvallarréttindum borgaranna sem í þeim felast. Afgreiðsla málsins vekur hins vegar upp áleitnar spurningar um þennan málaflokk hér á landi en við erum ítrekað farin að sjá sömu rútínu í mannréttindamálum hjá framkvæmdarvaldinu og á Alþingi.

Þegar dauðinn er vís

Það eina sem er víst í þessu lífi er dauðinn. Ættu ekki að teljast sjálfsögð réttindi hvers manns sem hefur til þess tækifæri, að ráða því hvernig skilið er við?

Nýtt blað – fyrstu viðbrögð

Fyrir helgi fékk ég fyrstu útgáfu af nýju blaði, Blaðinu. Hérna var hefðbundið léttmetisblað á ferðinni með fáum nýjungum eða breytingum frá því sem maður hefur séð. Eini munurinn var að blaðið var með póstinum þegar heim var komið úr vinnunni í stað þess að vera með Fréttablaðinu um leið og maður vaknaði.

Hvers konar börn fá góðar einkunnir?

Fyrir skömmu kom út ansi fróðleg og skemmtileg bók eftir hagfræðinginn Steven Levitt (Chicago) og blaðamanninn Stephen Dubner (New York Times). Bókin heitir Freakonomics og í henni leitast höfundarnir við að svara óvenjulegum spurningum eins og: Af hverju búa fíkniefnasalar oftar en ekki í foreldrahúsum? Hvað eiga Ku Klux Klan og fasteignasalar sameiginlegt? og Hvað eiga kennarar og súmóglímumenn sameiginlegt?

Völd, áhrif og lýðræðislegt umboð

Völd og áhrif Framsóknarflokksins í íslensku samfélagi eru ekki í nokkru samræmi við það takmarkaða lýðræðislega umboð sem flokkurinn hefur frá kjósendum. Deiglan spyr í lok framsóknarviku hvort eðlilegt sé að slíkur smáflokkur fari með forystu í ríkisstjórn og hvort stjórnarsamstarfið sé orðið til trafala fyrir helstu stefnumál Sjálfstæðisflokksins.

Framsókn og EES

Þeir eru fáir í dag sem mæla því í mót að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi reynst íslensku þjóðinni mikið gæfuspor. Það er umhugsunarvert að fjórir af núverandi ráðherrum Framsóknarflokksins studdu ekki lögfestingu EES þegar atkvæði voru greidd um málið á Alþingi þann 12. janúar 1993.

xB fyrir bitling

Síðasta sumar kjaftaði einhver lágt settur gjaldkeri í Framsóknarflokknum af sér. Hún sagði frá ‘borgað fyrir bitling’ kerfinu.