Hvers konar börn fá góðar einkunnir?

Fyrir skömmu kom út ansi fróðleg og skemmtileg bók eftir hagfræðinginn Steven Levitt (Chicago) og blaðamanninn Stephen Dubner (New York Times). Bókin heitir Freakonomics og í henni leitast höfundarnir við að svara óvenjulegum spurningum eins og: Af hverju búa fíkniefnasalar oftar en ekki í foreldrahúsum? Hvað eiga Ku Klux Klan og fasteignasalar sameiginlegt? og Hvað eiga kennarar og súmóglímumenn sameiginlegt?

Fyrir skömmu kom út ansi fróðleg og skemmtileg bók eftir hagfræðinginn Steven Levitt (Chicago) og blaðamanninn Stephen Dubner (New York Times). Bókin heitir Freakonomics og í henni leitast höfundarnir við að svara óvenjulegum spurningum eins og: Af hverju búa fíkniefnasalar oftar en ekki í foreldrahúsum? Hvað eiga Ku Klux Klan og fasteignasalar sameiginlegt? og Hvað eiga kennarar og súmóglímumenn sameiginlegt?

Tilgangur bókarinnar er í raun að kynna almenningi þær rannsóknir sem Steve Levitt hefur verið að vinna að á síðustu 10 árum. Levitt hefur farið ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum og oft komist að niðurstöðum sem hafa komið öðrum hagfræðingum verulega á óvart og hafa haft mikil áhrif. Í rannsóknum sínum hefur Levitt leitast við að svara einföldum spurningum sem flestum finnst áhugaverðar, svo sem: Af hverju fækkaði glæpum í Bandaríkjunum um meira en helming á tíunda áratuginum? og Hvaða þættir skýra launamun kynjanna og mismunandi kynþátta? Ég hef tvisvar áður skrifað pistla á Deigluna um rannsóknir Levitt:

Af hverju hefur glæpum fækkað í Bandaríkjunum?

Ertu að selja fasteign?

Hér langar mig að fjalla um niðurstöður sem Levitt og Dubner fjalla um í kafla 5 í Freakonomics. Sá kafli ber yfirskriftina: Hvaða þættir gera foreldra fullkomna?

Hér fyrir neðan er listi með sextán þáttum sem hafa með umhverfi og uppeldi barna að gera. Samkvæmt niðurstöðum Levitt og Dubner (sem byggja á bandarískum gögnum) eru átta af þessum þáttum þess eðlis að sterk fylgni (jákvæð eða neikvæð) er milli þeirra og þeirra einkunna sem börnin fá í skóla. Engin tengsl eru hins vegar milli hinna átta þáttanna og einkunna. Getiði hvaða þættir eru í fyrri hópnum og hvaða þættir eru í þeim síðari:

1. Foreldrar barnsins hafa mikla menntun.

2. Foreldrar barnsins eru í sambúð.

3. Foreldrar barnsins eru tekjuháir.

4. Foreldrar barnsins hafa nýlega flutt í betra hverfi.

5. Móðir barnsins var þrítug eða eldri þegar hún átti sitt fyrsta barn.

6. Móðir barnsins var heimavinnandi þar til barnið hóf skólagöngu.

7. Barnið fæddist langt undir meðalfæðingarþyngd.

8. Barnið fór á Head Start námskeið.

9. Foreldrar barnsins tala ensku á heimilinu.

10. Foreldrar barnsins fara með það í söfn reglulega.

11. Barnið er ættleitt.

12. Barnið er flengt reglulega.

13. Foreldrar barnsins taka þátt í foreldrafélaginu í skóla barnsins.

14. Barnið horfir mikið á sjónvarp.

15. Barnið býr á heimili með mörgum bókum.

16. Foreldrar barnsins lesa fyrir það nánast á hverjum degi.

Eftirfarandi átta þættir hafa sterka fylgni við einkunnir barnsins:

1. Foreldrar barnsins hafa mikla menntun. (jákvæða)

2. Foreldrar barnsins eru tekjuháir. (jákvæða)

3. Móðir barnsins var þrítug eða eldri þegar hún átti sitt fyrsta barn. (jákvæða)

4. Barnið fæddist langt undir meðalfæðingarþyngd. (neikvæða)

5. Foreldrar barnsins tala ensku á heimilinu. (jákvæða)

6. Barnið er ættleitt. (neikvæða)

7. Foreldrar barnsins taka þátt í foreldrafélaginu í skóla barnsins. (jákvæða)

8. Barnið býr á heimili með mörgum bókum. (jákvæða)

Það kemur líklega mörgum á óvart að þættir eins og sjónvarpsgláp, hvort foreldrar barnsins eru í sambúð, hvort móðir barnsins er heimavinnandi og hvort foreldrar barnsins lesa fyrir það virðast hafa lítil sem engin áhrif á gengi barnsins í skóla

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.